Álfa­drottn­ing og -kóng­ur ganga um Hell­is­gerði

Álfa­há­tíð­in í Hell­is­gerði verð­ur hald­in í þriðja sinn um Jóns­mess­una, á morg­un sunnu­dag­inn 23. júní, með til­heyr­andi skemmti­at­rið­um og nóg af álf­um. Í fyrra maettu nokk­ur þús­und manns í blíðskap­ar­veðri og skemmtu sér vel.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Ífyrra maettu nokk­ur þús­und manns á há­tíð­ina sem var langt fram úr öll­um vaent­ing­um, að sögn Tinnu Bessa­dótt­ur, skipu­leggj­anda há­tíð­ar­inn­ar. Tinna rek­ur Litlu Álfa­búð­ina og kaffi­hús­ið í Hell­is­gerði sem er alltaf op­ið á sumr­in. Hún seg­ir að það sé sterk hefð fyr­ir að halda upp á Jóns­mess­una í Hafnar­firði, enda göm­ul trú að þar séu álf­ar í hraun­inu sem koma út og skemmta sér á þess­um lengsta degi árs­ins. „Það hef­ur ver­ið hald­in Jóns­messu­há­tíð í Hafnar­firði í mörg ár en með mis­jöfn­um haetti,“seg­ir Tinna sem er al­in upp þar.

„Í fyrra heppn­að­ist há­tíð­in mjög vel. Þá vor­um við með barnajóga og nudd fyr­ir börn, álfagöngu, fólk­ið í Ann­ríki maetti í þjóð­bún­ing­un­um og list­hóp­ur Vinnu­skól­ans var með sýn­ingu.“Þá var álfagang­an geng­in frá Hamr­in­um nið­ur í Hell­is­gerði.

Sig­ur­björg Karls­dótt­ir mun leiða göng­una í ár, Ann­ríki maet­ir aft­ur í bún­ing­um og það verð­ur fjöl­skyldujóga. Gígja Árna­dótt­ir, rit­höf­und­ur og kenn­ari, aetl­ar að halda sögu­stund en hún hef­ur skrif­að sög­ur um álfa og huldu­fólk handa börn­um sem heita Hvað er á bakvið vegg­inn?

Síð­an verða Svala Björg­vins og

Þór­dís Ims­land með tón­leika þar sem þa­er flytja Disney-lög. Dag­skránni er stýrt af Trjálf­un­um, sem eru Helga Braga Jóns­dótt­ir leik­kona og Steinn Ár­mann leik­ari.

Á há­tíð­inni geta gest­ir séð álfa­drottn­ing­una og álfa­kon­ung­inn ganga um Hell­is­gerði en Tinna seg­ir að kon­ungs­par­ið hafi ae­tíð ver­ið vinsa­elt mynd­efni á há­tíð­inni.

„Há­tíð­in er fyr­ir alla en mið­ar mest að yngri krökk­un­um. Það verð­ur ró­leg stemn­ing, ekki mik­ill troðn­ing­ur, og fullt af álf­um sem er haegt að taka mynd­ir af og svona.“Tinna seg­ir marga krakka hafi maett í álfa­bún­ing­um í fyrra og mael­ir með að fólk maeti í álfa­bún­ing­um á há­tíð­ina, baeði full­orðn­ir og börn. Í fyrra voru bún­ing­arn­ir jafn mis­mun­andi og þeir voru marg­ir. „Hver og einn þarf að túlka sinn álf sjálf­ur, það get­ur ver­ið hvernig sem er.“

Boð­ið verð­ur upp á vöffl­ur, kaffi og djús, síð­an verða til sölu blómakr­ans­ar og álfa­eyru. „Álfa­eyr­un seld­ust upp á um klukku­tíma í fyrra. En við verð­um líka með álfa­húf­ur í boði og alls kon­ar varn­ing sem faest í Álfa­búð­inni, eins og litl­ar álfa­stytt­ur, álfa­skó og ým­is­legt.“

Álfa­há­tíð­in var alltaf hug­ar­fóst­ur Tinnu sem hef­ur rek­ið kaffi­hús­ið og búð­ina í um fjög­ur ár. „Mig lang­aði að gera eitt­hvað skemmti­legt og hér í Hell­is­gerði er rosa­lega góð að­staða fyr­ir há­tíð. Það er ein­hvern veg­inn alltaf gott veð­ur og logn hérna, og þar er svið sem er of sjald­an not­að. Stað­ur­inn býð­ur upp á litla fjöl­skyldu­há­tíð og mér fannst til­val­ið að nýta það.“

Upp­haf­lega byrj­aði há­tíð­in sem verk­efni í við­burða­stjórn­un í Há­skól­an­um á Hól­um sem vatt upp á sig. Nú tal­ar baejar­stjórn Hafn­ar­fjarð­ar­baej­ar um að gera há­tíð­ina að ár­leg­um við­burði um ókomna tíð að sögn Tinnu. Það er ókeyp­is inn á há­tíð­ina sem byrj­ar klukk­an tvö eft­ir há­degi á morg­un, sunnu­dag, og stend­ur yf­ir til fjög­ur.

Hver og einn túlk­ar sinn innri álf á ein­stak­an hátt.

Tinna hvet­ur alla há­tíð­ar­gesti til að maeta í álfa­bún­ing­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.