Popp­um upp popp­ið

Laug­ar­dags­kvöld kalla á nota­leg­ar stund­ir með bíó­mynd, poppi og kók. Gam­an er að kaeta bragð­lauk­ana með því að poppa upp popp­ið með ómót­sta­eði­lega girni­leg­um út­fa­ersl­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­[email protected]­bla­did.is

Popp á alltaf við og faest­ir fá stað­ist ang­an af heitu og brak­andi fersku poppi. Alk­unna er að salt og sa­ett pass­ar einkar vel sam­an en í raun pass­ar popp við allt mögu­legt í eld­hús­skápn­um. Því er til­val­ið að lifa djarft og prófa eitt­hvað nýtt í kvöld.

Bland­ið sam­an 6 msk. af rifn­um par­mesanosti, 2 tsk. af ít­ölsku kryddi og hálfri tsk. af hvít­laukssalti. Bra­eð­ið ⅓ bolla af smjöri, hell­ið því yf­ir nýpopp­að popp og hra­er­ið sam­an við. Sáldr­ið þá osta­blönd­unni yf­ir og leyf­ið að bland­ast popp­inu.

Ba­et­ið hálfri te­skeið af cum­in-fra­ej­um sam­an við popp­maís og smjör þeg­ar popp­að er og hrist­ið að­eins á með­an popp­ast. Setj­ið svo popp­ið í skál, ba­et­ið sam­an við söx­uð­um cil­antro-pip­ar og krydd­ið yf­ir með salti, chil­ipip­ar­dufti, hvít­lauks­dufti og reyktri papriku sem þið velt­ið um popp­ið.

Bland­ið nýpopp­uðu poppi sam­an við bolla af brotn­um salt­kringl­um og bolla af M&M að eig­in vali. Bra­eð­ið hvítt súkkulaði í vatns­baði og hell­ið yf­ir popp­korns­blönd­una, eða leyf­ið því að kólna á smjörpapp­ír og brjót­ið í bita yf­ir popp­ið. Bland­ið popp­uðu poppi, litl­um syk­ur­púð­um, salt­hnet­um og brotn­um salt­stöng­um sam­an í stóra skál. Setj­ið ⅔ bolla syk­urs, ½ bolla smjör og ¼ bolla síróp í pott, lát­ið suðu koma upp og hra­er­ið í tvaer mín­út­ur. Hell­ið yf­ir popp­blönd­una og velt­ið var­lega um. Ka­el­ið á smjörpapp­ír.

Bland­ið ⅓ bolla af sterkri buffa­losósu (eins og not­uð er á buffa­lokjúk­linga­vaengi) sam­an við 2 msk. af bra­eddu smjör og cayenne-pip­ar á hnífsoddi. Sáldr­ið yf­ir popp­ið og bland­ið var­lega sam­an. Gott er líka að hella svo­lít­illi Ranch-sal­at­dress­ingu og auka cayenne-pip­ar yf­ir.

Bra­eð­ið einn og hálf­an bolla af smjöri á stórri pönnu. Ba­et­ið sam­an við bolla af sírópi og tveim­ur og hálf­um bolla af púð­ur­sykri. Hit­ið að suðu og lát­ið sjóða í eina mín­útu. Tak­ið af hit­an­um og ba­et­ið við te­skeið af vanillu. Hell­ið blönd­unni yf­ir popp­að popp og hra­er­ið létt sam­an. Lát­ið kólna á smjörpapp­ír og los­ið svo í sund­ur.

Bra­eð­ið sam­an ⅓ bolla smjör, 2 tsk. karrí og 1 tsk. syk­ur. Hell­ið sam­an við popp­að popp og strá­ið yf­ir rist­uð­um kó­kos­flög­um, möndl­um, rús­ín­um og salti. Hit­ið einn bolla syk­urs og einn bolla hun­angs sam­an á pönnu og leyf­ið að malla í fimm mín­út­ur. Tak­ið af hit­an­um og ba­et­ið við ein­um bolla af hnetu­smjöri. Hell­ið poppi sam­an við og velt­ið um þar til þak­ið hnetu­smjörs­blönd­unni. Lát­ið kólna á smjörpapp­ír og los­ið svo um. Gott er að sáldra brotn­um salt­kringl­um og söx­uðu súkkulaði yf­ir.

Bra­eð­ið sam­an súkkulaði í dála­eti sam­an við 2 msk. smjör á lág­um hita. Hell­ið yf­ir popp­að popp og lát­ið kólna á smjörpapp­ír. Los­ið um og njót­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.