Kóng­ur popps­ins og tísk­unn­ar

Hatt­ur­inn, sólgler­aug­un, hvítu sokk­arn­ir og hanskinn. Allt eru þetta tísku­tákn sem poppkóng­ur­inn sjálf­ur Michael Jackson gerði ódauð­leg. Tíu ár voru í vik­unni lið­in síð­an Jackson lést en hann var ekki að­eins stór­kost­leg­ur tón­list­ar­mað­ur held­ur hugs­aði han

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Tísku­vit­und Michaels Jackson er vel þekkt en poppkóng­ur­inn féll frá fyr­ir tíu ár­um. Trú­lega þekkja all­ir rauða leð­ur­jakk­ann sem Jackson birt­ist í í Thriller. Dem­ants­skreytti hanskinn fylgdi í kjöl­far­ið og svo birt­ist hann sem eð­al­töffari, skreytt­ur leðri og smell­um þeg­ar Bad kom út 1987. Því­líkt lúkk.

Jackson birt­ist oft í kven­manns­jökk­um sem Gi­venc­hy og Balmain hönn­uðu. „Ef tísku­heim­ur­inn seg­ir að eitt­hvað sé bann­að þá geri ég það,“skrif­aði Jackson forð­um daga í Moonwalk ár­ið 1988.

Rus­hka Bergman starf­aði sem per­sónu­leg­ur stílisti hans um tíma og kom hon­um í Tom Ford, Di­or og gyllta og svarta jakk­ann sem Gi­venc­hy gerði.

„Hann var frum­kvöð­ull í tísku og vildi eitt­hvað nýtt. Hann vildi helst líta út eins og eng­inn hafði

gert áð­ur,“sagði Bergman við Vogue í til­efni af sex­tugsaf­ma­eli hans.

Hún benti á að upp­á­halds­hönn­uð­ir hans hefðu ver­ið Hedi Slima­ne, Tom Ford, Christophe Decarn­in sem starf­aði fyr­ir Balmain, Riccar­do Tisci hjá Gi­venc­hy og Kr­is Van Assche hjá Di­or Homme. Eng­inn komst þó með taern­ar þar sem John Galliano hafði hael­ana í huga Jacksons.

Dexter Wong og Ann Demeu­lemeester sáu um Scream-mynd­band­ið sem Jackson gerði með syst­ur sinni en þar birt­ust þau í föt­um sem vöktu meira en litla at­hygli.

Í bók­inni The King of Style: Dress­ing Michael Jackson sem Michael Bush skrif­aði kom fram að Jackson elsk­aði breska her­sögu en her­mannajakk­ar urðu nán­ast hans lúkk und­ir það síð­asta.

Super­bowlframmi­staða hans ár­ið 1993 er ekk­ert minna en goð­sagna­kennd. Ótrú­leg í alla staði. Íkla­edd­ur svört­um jakka­föt­um með gullslegna borða.

Hatt­ur­inn, jakk­inn og hvít­ur rif­inn bol­ur und­ir. Lúkk sem lif­ir góðu lífi.

Kóng­ur­inn í gulli að syngja á sviði í Ástr­al­íu 1996.

Rauði jakk­inn úr Thriller er enn flott­asti rauði jakki sem gerð­ur hef­ur ver­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.