Flakk­ar á milli ára­tuga síð­ustu ald­ar

Ka­ritas M. Bjarka­dótt­ir er 19 ára ljóð­skáld og er hrif­in af stíl 6.-8. ára­tug­ar 20. ald­ar­inn­ar. Hún kla­eð­ir sig reglu­lega upp í bún­inga sem ein­kenna ákveð­inn ára­tug, með vand­aða förð­un í stíl við föt­in.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Hvet­ur alla til að lesa Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur

Vegna þess hve hrif­in Ka­ritas er af þess­um ára­tug­um seg­ist hún lesa mik­ið af bók­um sem voru gefn­ar út á þeim tíma. „Ég les til daem­is mik­ið eft­ir Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur sem veit­ir mér sterk­an inn­blást­ur.“

Ásta var braut­ryðj­andi fyr­ir kven­rit­höf­unda á sín­um tíma. Ka­ritas hvet­ur alla og þá sér­stak­lega ung­ar kon­ur til að lesa sög­ur eft­ir hana. „Enda var hún frá­ba­er skáld­kona. Hún var að tjá hluti sem eiga enn við í dag. Ég sa­eki mik­ið í henn­ar stíl. Ég held að áhugi minn á þessu tíma­bili hafi ómeð­vit­að áhrif á sköp­un mína vegna þess hve Mað­ur slepp­ur þá líka við að kaupa föt úr fram­leiðslu þraela­búða úti í heimi.“

Við verk­ið not­aði Ka­ritas gamla sauma­vél í eigu móð­ur sinn­ar sem er bú­in að vera til á heim­il­inu frá því Ka­ritas man eft­ir sér. „Mér tókst reynd­ar baeði að brjóta nál­ina og flaekja tvinn­ann en þetta hafð­ist.“

Slys­að­ist út í þetta

Förð­un­in verð­ur svo að sjálf­sögðu að vera í stíl við föt­in. „Það þarf allt að smella sam­an. Ég er mjög hrif­in af þess­um stóru, þungu aug­um sem eru ein­kenn­andi fyr­ir 60s, þeg­ar augn­lok­ið er teikn­að á. En það er erfitt að ná því vel. Það er eig­in­lega erf­ið­ara en að gera „cat­eye“með augn­blý­anti.“

Ka­ritas farð­ar ekki bara sjálfa sig, hún hef­ur farð­að fyr­ir baeði tón­list­ar­mynd­bönd og leik­hús. „Ég farð­aði fyr­ir tvö tón­list­ar­mynd­bönd eft­ir Bagdad brot­h­ers. Það voru mynd­bönd­in við Mal­ar í kass­an­um og svo Bri­an Eno says: Quit your job. Svo farð­aði ég Skoff­ín um dag­inn fyr­ir plöt­una hans.

Á með­an förð­un­in fyr­ir Mal­ar í kass­an­um var frek­ar lát­laus seg­ir Ka­ritas að hún hafi feng­ið að leika sér meira fyr­ir hitt mynd­band­ið.

„Ég setti gervi­brúnku á strák­ana og skyggði all­an lík­amann á þeim, eitt­hvað sem ég hef aldrei gert áð­ur.“Stelp­urn­ar voru svo með ýkta 9. ára­tug­ar förð­un og tú­ber­að hár. „Ég fékk að­eins að klikk­ast.“

Hef­ur gef­ið út þrjár baek­ur

Þeg­ar kem­ur að haefi­leik­um Ka­ritas­ar tak­mark­ast þeir ekki við förð­un og fata­val. Hún hef­ur gef­ið út þrjár ljóða­ba­ek­ur og var að klára fyrsta ár­ið sitt í Há­skóla Ís­lands í grunn­námi í ís­lensku­fra­eði. Naest stefn­ir Ka­ritas á að gefa út texta­safn eft­ir sjálfa sig.

Í fjórðu bók­inni verð­ur til daem­is ljóð um endajaxl og ann­að um kisu. „Þetta verð­ur kannski sund­ur­laus­asta bók­in mín því það er ekk­ert þema í henni. Þetta er líka eina bók­in sem er ekki skrif­uð í ástarsorg,“en fyrri baek­ur Ka­ritas­ar inni­halda ljóð sem eru af­urð­ir til­finn­inga­flóða í kjöl­far sam­bands­slita.

Stíll­inn er eng­inn stíll

Ljóð Ka­ritas­ar eru oft­ast óreglu­leg og stíll­inn breyt­ist ljóði frá ljóðs. Faest ljóð­in ríma en Ka­ritas seg­ist vera hrif­in af end­ur­tekn­ing­um og vís­un­um. „Stund­um vísa ég al­veg grimmt í sjálfa mig skamm­ar­laust. En ég finn bara þann stíl sem mér finnst henta inni­halds­efn­inu hverju sinni. Ef ég hef mik­ið að segja þá eru lín­urn­ar lang­ar og mörg er­indi, en ef ég hef lít­ið að segja þá er ljóð­ið kannski bara þrjár lín­ur eða haeka.“

Því maetti segja að stíll Ka­ritas­ar sé kannski að vera með eng­an sér­stak­an stíl. Sjálf tek­ur hún eft­ir að önn­ur ung ljóð­skáld í dag fylgja ekki hefð­bundn­um brag­ar­hátt­um. Ka­ritas sá und­an­tekn­ingu á því þeg­ar Jenný Ma­ría Jó­hanns­dótt­ir las ljóð á ljóða­kvöldi sem Ka­ritas var sjálf að lesa á.

Það var á Eiðis­torgi þar sem Jana Björg Þor­valds­dótt­ir held­ur reglu­lega ljóða­kvöld. Jenný las ljóð­in sín sem eru í drótt­kvaeð­um haetti.

„Það er stíll­inn sem drótt­kvaeð­in voru skrif­uð í. Drótt­kvaeðahátt­ur­inn er mjög strang­ur og flók­inn en hún gerði þetta mjög vel. Mér finnst aeðis­legt að hún hafi þor­að þessu, sjálf myndi ég ekki treysta mér í það.“

FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI

Ka­ritas seg­ir að Twiggy veiti henn mik­inn iinn­blást­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.