Bestu gest­irn­ir eru þung­arokk­ar­ar

Þó nokk­ur fjöldi Ís­lend­inga skellti sér á þung­arokks­há­tíð­ina Copen­hell sem hald­in var í síð­ustu viku. Þar var hár­inu fleygt fram og til baka í takt við tvö­falda bassatromm­u.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

mið­ba­en­um og höfð­um það ákaf­lega huggu­legt,“seg­ir hann.

Stóru nöfn­in á Copen­hell hafa ver­ið rokkris­ar og eng­in und­an­tekn­ing var í ár. Slipk­not sló í rokkklár­inn svo um mun­aði og seg­ir Magni að þeir hafi ver­ið stór­kost­leg­ir á svið­inu. „Ég fór til að sjá Tool og Clutch með­al ann­ars og fannst þeir frá­ba­er­ir en Slipk­not menn voru stór­kost­leg­ir – það er bara þannig. Þetta var tryllt að sjá þá. Þeir negldu þetta.“

Hann seg­ir að Copen­hell sé eitt­hvað sem hann maeli með al­veg hik­laust. „Al­veg tví­ma­ela­laust. Um­gjörð­in og allt í kring­um þetta var upp á 10. Við­mót­ið var al­veg frá­ba­ert á svaeð­inu enda eru bestu gest­irn­ir yf­ir­leitt þung­arokk­ar­ar.“

Orð að sönnu og sést það best á Eistna­flugi þar sem ein­kunn­ar­orð­in eru að það sé bann­að að vera fá­viti. „Það er ekk­ert jafn mik­ið bás­ún­að þarna í Kaup­manna­höfn og á Eistna­flugi en það voru all­ir vin­ir þarna og eng­inn með vesen. Það nenn­ir því eng­inn.“Rokk og ról.

MYND­IR/MATTHÍAS KARLSSON

Ís­lenski hóp­ur­inn sam­an­kom­inn, hress og kát­ur með rokk­horn­in goð­sagna­kenndu að sjálf­sögðu á sín­um stað.

Rokk­horn­um sveifl­að í gríð og erg.

Sjálfa í miðj­um áhorf­enda­skara. Trú­lega stór­kost­leg mynd.

Drunga­leg­ir menn en bestu skinn eins og all­ir aðr­ir rokk­ar­ar.

Gr­anít­harð­ur í Metallica-bol.

Slash maetti á svaeð­ið og taldi í eitt Guns NˇRoses lag. „Þá vakn­aði mað­ur en ann­ars er hann ekki al­veg minn te­bolli,“seg­ir Magni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.