Ban­an­ar eru allra meina bót

Þeir baeta lík­am­lega og and­lega líð­an og hindra ýmsa kvilla

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­[email protected]­bla­did.is

Það fylgja því ým­iss heilsu­fars­leg­ur ávinn­ing­ur að borða ban­ana. Þeir eru mjög trefja­rík­ir og full­ir af víta­mín­um og steinefn­um. Má þar helst nefna kalí­um, B6-víta­mín, C-víta­mín og magnesí­um.

Ban­an­ar inni­halda naer­ing­ar­efni sem jafna blóð­syk­ur­inn. Það er því mjög gott að borða ban­ana fyr­ir aef­ingu. Þannig faest góð orka sem helst lengi. Það er líka gott að borða ban­ana eft­ir mál­tíð til að halda seddu­til­finn­ingu leng­ur.

Miðl­ungs­stór ban­ani inni­held­ur um þrjú grömm af trefj­um sem er hátt hlut­fall trefja. Trefjar baeta melt­ing­una og stuðla að heil­brigð­ari ristli. Sum­ar rann­sókn­ir sýna að neysla pektíns, trefja­teg­und­ar sem finnst í þrosk­uð­um ban­ön­um, dragi úr lík­um á ristil­krabba­meini.

Kalí­um er mik­ilvaegt fyr­ir hjarta og aeð­a­kerf­ið, sér­stak­lega til að halda blóð­þrýst­ingi í skefj­um. Kal­íumskort­ur er mjög al­geng­ur en með­al­stór ban­ani inni­held­ur um 10% af ráð­lögð­um dagskammti full­orð­ins karl­manns af kalíumi.

Ban­an­ar eru rík­ir af magnesí­um, steinefni sem er nauð­syn­legt fyr­ir

Miðl­ungs­stór ban­ani inni­held­ur um þrjú grömm af trefj­um sem er hátt hlut­fall trefja.

all­ar frum­ur lík­am­ans. Rann­sókn á sa­ensk­um kon­um, sem stóð yf­ir í 13 ár leiddi í ljós að þa­er sem borð­uðu ban­ana tvisvar til þrisvar í viku voru 33% ólík­legri til að þróa með sér nýrna­sjúk­dóma. Önn­ur rann­sókn sýndi að með því að borga ban­ana fjór­um til sex sinn­um í viku minnk­uðu lík­urn­ar um naest­um 50%.

Ban­an­ar eru mjög góð faeða fyr­ir íþrótta­fólk. Rann­sókn­ir hafa sýnt að það að borða ban­ana kem­ur í veg fyr­ir vöðvakramp­a á aef­ingu. Ef fólk þjá­ist af fótapirr­ingi á kvöld­in get­ur líka ver­ið mjög gott ráð að fá sér einn ban­ana.

Ef þetta dug­ar ekki til að sann­fa­era ein­hverja um að borða ban­ana þá má líka nefna að ef ban­ana­hýði er nudd­að á húð­ina get­ur það dreg­ið úr kláða eft­ir skor­dýra­bit sem nú herja á marga lands­menn. Þú get­ur fjar­la­egt vört­ur með því að leggja innra­byrði hýð­is­ins upp við vört­una og bíða í nokkr­ar mín­út­ur og eins get­ur þú nudd­að því á leð­ur­skó og þeir verða eins og ný­ir.

NORDICPHOT­OS/GETTY

Að borða ban­ana baet­ir, hress­ir og kaet­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.