Lék í mynd­bandi Kel­vyns Colt

Sím­on Nodle hef­ur síð­ustu fjög­ur ár ver­ið að búa til takta og lög sem hann gef­ur út á SoundCloud.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

„Mig lang­aði að ein­beita mér meira að því að pródúsa og finna mig sem tón­list­ar­mann. Eft­ir að Sím­on dró sig í hlé hef­ur hann sökkt sér í það að finna þetta hljóð sem hann tel­ur sig vera kom­inn langt með að gera.

„Það er allt að koma til. Ég vil ná því mark­miði að ein­hver hlusti á tón­list­ina og finni að það er ákveð­ið hljóð í mín­um lög­um. Það geta all­ir gert tónlist en það verð­ur eitt­hvað að vera á bak við hana. Fólk þarf að geta tengt við lög­in.“

Er reglu­lega í sam­skipt­um við rapp­ar­ann Kel­vyn Colt

Síð­asta ár hef­ur Sím­on unn­ið sem fyr­ir­sa­eta fyr­ir um­boðs­stof­una Eskimo. „Ég fae samt eig­in­lega öll verk­efn­in mín í gegn­um Insta­gram, en þá segi ég þeim sem senda skila­boð beint til mín að hafa sam­band við Eskimo svo það sé ör­uggt að ég fái greitt.“Sím­on seg­ir að það séu mjög marg­ir sem vilji greiða fyr­ir fyr­ir­sa­etu­störf með ýms­um vör­um en það er varla haegt að lifa á þeim ein­um.

Sím­on lék í tón­list­ar­mynd­bandi þýska rapp­ar­ans Kel­vyns Colt sem kom út í des­em­ber í fyrra. Colt hef­ur ver­ið á upp­leið síð­ustu miss­eri og er þekkt­ast­ur fyr­ir lag­ið sitt Bury me ali­ve. Lag­ið við mynd­band­ið sem Sím­on lék í heit­ir Lo­ve&hate. Það var tek­ið upp í ís­lenskri nátt­úru þar sem leik­ar­arn­ir eru í gul­um göll­um sem stang­ast á við svart­hvítt um­hverf­ið. Það má því segja að lita­sam­setn­ing­in passi ein­stak­lega vel við lag­ið. Sím­on hef­ur ver­ið í sam­skipt­um við Colt frá því að þeir kynnt­ust við gerð mynd­bands­ins og jafn­vel hef­ur sú hug­mynd kom­ið upp að gera lag sam­an.

Ég vil ná því mark­miði að ein­hver hlusti á tón­list­ina og finni að það er ákveð­ið hljóð í mín­um lög­um. Það geta all­ir gert tónlist en það verð­ur eitt­hvað að vera á bak við hana. Fólk þarf að geta tengt við lög­in.

Rokk­ar það bara

Það er ekki leið­in­legt að vera fyr­ir­sa­eta að sögn Sím­ons sem hef­ur tek­ið þátt í mörg­um tísku­sýn­ing­um síð­an hann byrj­aði. „Það er al­veg mik­ið stress en um leið og þú ert kom­inn á stað­inn og byrj­að­ur þá er það mjög gam­an. Mað­ur rokk­ar það bara.“

Hins veg­ar stefn­ir Sím­on á að starfa frek­ar sem fyr­ir­sa­eta og takta­smið­ur er­lend­is enda þekk­ir hann marga í Banda­ríkj­un­um þar sem hann er hálf­banda­rísk­ur. Sím­on seg­ir að hann sé að hugsa um að flytja ann­að­hvort til London eða Los Ang­eles, fram­tíð­in er op­in og að því er virð­ist björt líka.

Að lok­um vill Sím­on þakka fyr­ir sig þar sem takta­smið­ir fá oft ekki naega at­hygli fyr­ir sitt fram­lag til tón­list­ar í dag.

Takta­smið­ir fá ekki verð­skuld­aða at­hygli fyr­ir fram­lag sitt til tón­list­ar­inn­ar.

Sím­on Nodle er baeði takta­smið­ur og fyr­ir­sa­eta.

Sím­on ákvað að fara á samn­ing hjá Eskimo fyr­ir um ári síð­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.