Fyrst og fremst bara gam­an

Brynja Bjarna­dótt­ir hef­ur alltaf haft mik­inn áhuga á köku­bakstri og köku­skreyt­ing­um. Með hjálp sam­fé­lags­miðla hef­ur hún kom­ið sér vel á fram­fa­eri með glaesi­leg­um kök­um fyr­ir öll til­efni.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Ásta Eir Árna­dótt­ir asta­[email protected]­bla­did.is

Mér hef­ur alltaf fund­ist þetta gam­an, svo er ég mik­ill dund­ari og finnst oft skemmti­legt að föndra og dúlla mér í þessu. Svo er líka enn­þá skemmti­legra að mað­ur get­ur borð­að kök­urn­ar, það er mik­ill plús,“seg­ir Brynja. Hún er á því að þetta áhuga­mál sé mjög hent­ugt. „Þetta er frek­ar þa­egi­legt áhuga­mál, ég bý til kök­ur, tek flott­ar mynd­ir, borða þa­er sjálf eða aðr­ir fá að borða þa­er og svo er mó­ment­ið bara far­ið og all­ir eru glað­ir.“

Áhug­inn kom á óvart

Þeg­ar Brynja klár­aði mennta­skól­ann sá hún aug­lýst starf hjá Allt í köku, sló til og sótti um og fékk svo starf­ið í kjöl­far­ið. „Ég var að vinna þarna í eitt ár og laerði meira á hvernig aetti að gera þetta vel og kom mér bet­ur inn í þetta allt sam­an. Ég fékk að fara á nokk­ur nám­skeið þar sem far­ið var vel út í til daem­is skreyt­ing­ar, syk­ur­massa­gerð og fleira.“

Brynja hef­ur oft ver­ið að baka fyr­ir litlu fra­end­ur sína og hún ákvað eitt kvöld­ið að sýna frá bakst­urs­ferl­inu á Snapchat. „Fólki fannst þetta eitt­hvað skemmti­legt sem ég bjóst eng­an veg­inn við, þannig að ég byrj­aði að sýna meira þeg­ar ég var að baka og skreyta kök­ur.

Þeg­ar Snapchat haetti svo að vera vinsa­elt þá faerði ég þetta yf­ir á Insta­gram og þá fór ég að fá fleiri fylgj­end­ur og fólk byrj­að að hafa meira sam­band.“Hún finn­ur að ef hún er dug­leg að deila á Insta­gram þá koma fleiri fyr­ir­spurn­ir. „Ég finn samt ekk­ert fyr­ir pressu að þurfa að alltaf að vera að deila á Instra­gram en ég geri það bara þeg­ar mér hent­ar, og fólk hef­ur tek­ið mjög vel í það,“seg­ir Brynja.

Vill gera þetta 100 pró­sent vel

Brynja er ekki að baka all­ar helg­ar, held­ur koma fyr­ir­spurn­ir og pant­an­ir mik­ið í tíma­bil­um. „Þeg­ar það eru ferm­ing­ar, út­skrift­ir og brúð­kaup þá fae ég mik­ið af skila­boð­um, en eins og núna þeg­ar er brjál­að að gera hjá mér sjálfri þá hef ég oft þurft að segja nei, því ég vil ekki taka að mér að baka fyr­ir fólk og ekki geta gert það 100%. Ég vil gera þetta vel svo fólk sé sem ána­egð­ast með kök­una sína.“Brynja er á síð­ustu metr­un­um í námi sínu en hún er að laera rekstr­ar­verk­fra­eði við Há­skól­ann í Reykja­vík og ásamt því er hún í fullri vinnu, þannig að það er nóg um að vera hjá henni.

Hún seg­ir að það fylgi því stund­um stress að baka fal­leg­ar kök­ur fyr­ir aðra, þá sér­stak­lega þeg­ar um brúð­kaup­stert­ur er að raeða. „Ég veit að brúð­kaup­stert­an er ekki að­al­at­rið­ið í brúð­kaup­inu en fyr­ir mér er hún það, þannig að ég set mikla pressu á mig þar sem ég vil gera þetta vel. Ég er oft stress­uð yf­ir að fólk sé ekki ána­egt með kök­urn­ar, en ég hef alla­vega ekki lent í því enn­þá sem er frá­ba­ert.“

Brynja hef­ur gaelt við þá hug­mynd að fara ut­an í köku­skóla. „Það kitl­ar al­veg að prófa það.

Mig lang­ar að fara til Hong Kong, þar á ég líka fjöl­skyldu en ég sé til hvað ég geri. Baeði í Hong Kong og til daem­is Jap­an eru þeir að gera svo klikk­að flott­ar kök­ur, ég er oft að skoða mynd­ir og fleira og ég er gjör­sam­lega heill­uð af þessu,“seg­ir Brynja.

Þeg­ar horft er til fram­tíð­ar sér Brynja sjálfa sig halda áfram í köku­bakstr­in­um. „Ég myndi ekki vilja fara í það að fjölda­fram­leiða kök­ur, frek­ar gera eina og eina mjög flotta og sér­staka.“

Skírn­arkaka sem Brynja gerði fyr­ir vin­konu sína. Það get­ur ver­ið mik­il þol­in­ma­eð­is­vinna að skreyta kök­ur.

Ein­stak­lega fal­leg brúð­kaup­sterta sem Brynja bak­aði og skreytti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.