Ýkja til að sjást á svið­inu

Að­dá­enda­hóp­ur dragl­ista­fólks staekk­ar og drag­ið hef­ur ae meiri áhrif á tísku­strauma í heim­in­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sól­rún Freyja Sen

Draglist­in á sér lengri raet­ur í sög­unni held­ur en marg­ir gera sér grein fyr­ir. Katla Ein­ars­dótt­ir förð­un­ar­meist­ari hef­ur starf­að með dragl­ista­mönn­um á Íslandi síð­ast­lið­in 25 ár. Katla seg­ist hafa les­ið í ýms­um bók­um um drag að drag­ið komi frá þeim tíma sem Shakespear­e var uppi, en þá máttu kon­ur ekki stíga á svið og því voru karl­ar látn­ir leika kven­hlut­verk. „Það­an kem­ur skamm­stöf­un­in, „dressed as a girl“eða drag. Drag er í grunn­inn leik­listar­form,“seg­ir Katla.

Tísk­an herm­ir eft­ir dragi

Það er ekki að ásta­eðu­lausu sem dragl­ista­fólk er oft­ast með ýkta förð­un. Á svið­inu eru sterk ljós not­uð og það þarf að gaeta að því að áhorf­end­ur á aft­asta bekk sjái eitt­hvað. And­lit og svip­brigði sýn­ing­ar­fólks geta týnst ef förð­un­in er ekki nógu ýkt, hvort sem um er að raeða drag­sýn­ing­ar eða ekki.

Dragl­ista­fólk hef­ur haft marg­breyti­leg áhrif á tísku­strauma.

Katla seg­ir að oft taki dragl­ista­fólk tísku­fyr­ir­brigði eða gamla leik­hústa­ekni í förð­un og ýki hana. „Svo er tísku­brans­inn að horfa á drag­ið og herma eft­ir því. Þannig að þetta er eig­in­lega hringrás.“

Það má segja að dragl­ista­fólk hafi óbeint kom­ið því í tísku að skyggja and­lit­ið, eft­ir að Kar­dashi­an-kon­urn­ar fóru að sjást á miðl­um með slíka förð­un. Marg­ir förð­un­ar­fra­eð­ing­ar eru ósam­mála um ága­eti þess að skyggja and­lit­ið í dag­legri förð­un, enda kem­ur sú taekni úr drag­heim­in­um og þessi förð­un­ar­ta­ekni er mjög ýkt til að virka á sviði. „Ég skil það al­veg og er sam­mála, ver­andi förð­un­ar­meist­ari sjálf.“

Veita förð­un­ar­fra­eð­ing­um Kar­dashi­an-systra inn­blást­ur

Kötlu finnst spenn­andi að heyra hvað stór nöfn í förð­un­arlist­inni segja um þessa taekni og bera sam­an hvað poppkúltúr förð­un­ar­fra­eð­ing­um finnst. „Það eru þeir sem eru með Insta­gram- eða YouTu­besíð­ur og eru að farða raun­veru­leika­stjörn­ur. Þeir eru eig­in­lega jafn fra­eg­ir og stjörn­urn­ar sjálf­ar og nota þessa taekni mik­ið.“

Ásta­eð­an fyr­ir því að þessi taekni er svona vinsa­el með­al förð­un­ar­fra­eð­inga raun­veru­leika­stjarna er sú að stjörn­urn­ar eru elt­ar af há­ga­eðamynda­vél­um dag­inn inn og út. Förð­un­ar­fra­eð­ing­ar Kar­dashian­k­ven­fólks­ins eru full­með­vit­að­ir um að skygg­ing­in kem­ur úr draglist­inni að sögn Kötlu. „Þa­er þurfa svona mikla förð­un til að virka eðli­legri í mynd. Við hin labb­andi út í búð eða far­andi í Kr­ingl­una þurf­um ekki jafn þykkt og mik­ið lag af farða.“Þó get­ur fólk not­að þessa taekni dags­dag­lega, en ekki með jafn ýkt­um haetti. „Förð­un­ar­fra­eð­ing­ar í tísku­brans­an­um nota þessa taekni líka en ekki í eins ýkt­um stíl.“

Ef all­ir vaeru með fimm lög af förð­un dags­dag­lega þá litu all­ir út eins og dragdrottn­ing­ar. „Það þarf að finna með­al­veg­inn.“Til­gang­ur­inn með dag­legri förð­un er kannski ekki að fólk taki bara eft­ir hvað förð­un­in er flott held­ur hvað mað­ur sjálf­ur er flott­ur. Sjálf not­ar Katla ekki fimm lög af farða á venju­leg­um degi. „Ég skal al­veg vera með fullt af áber­andi förð­un, ég er al­veg þekkt fyr­ir það. En ég er ekki með þykkt og mik­ið lag. Það er alltaf haegt að blanda förð­un­inni miklu bet­ur þeg­ar mað­ur er ekki uppi á sviði með mörg hundruð þús­und mega­vött af ljósi fram­an í sér.“

Af hverju ekki að leika sér

Katla seg­ir að dragl­ista­fólk hafi sér­stak­lega haft áhrif á förð­un­ina en líka hár­greiðslu og kla­eðn­að sem er oft ekki síð­ur í ýkt­um stíl. „Þú get­ur hreins­að förð­un­ina af og lit­að yf­ir hár­ið, og af hverju ekki að leika sér með það.“Sú óskrif­aða regla að bara megi leggja áherslu á eitt at­riði í einu þeg­ar kem­ur að fata­vali og förð­un er líka að detta út með drag­inu, enda er oft lögð áhersla á öll at­rið­in með­al dragl­ista­fólks. „Fólk er far­ið að þora að leggja áherslu á fleiri hluti, vera með geð­veikt hár, augu, munn og fullt af skarti. Fólk er far­ið að leika sér að­eins meira með hlut­ina.“

Tísk­an leit­ar í jað­ar­inn

Það kem­ur Kötlu ekk­ert á óvart að drag­ið hafi áhrif á tísku. „Tísk­an leit­ar oft í jað­ar­inn,“önn­ur daemi en drag eru pönk­ið, diskó­ið og rapp­ið. „Tísk­an leit­ar í það sem er á jaðr­in­um en er að staekka og verða vinsa­elt.“

Þó drag­ið sé að kom­ast í al­menna tísku­strauma er það þó bara einn hluti dragl­ist­ar­inn­ar. „Það er drag­ið sem við sjá­um í Rue Paul’s Drag Race. Marg­ir inn­an dragl­ist­ar­inn­ar segja að dragdrottn­ing­arn­ar þar séu eig­in­lega bara send­ar út á faeri­bandi því þa­er eru marg­ar svo svip­að­ar. Þa­er eru með svip­að lúkk, fata­efni og pael­ing­ar, en keppn­in í sjón­varps­þátt­un­um er líka mjög fast­mót­uð og strang­ar regl­ur um í hverju þa­er mega keppa í og hvernig þa­er mega per­forma.“

Á móti því kem­ur hverf­is­draglist­in sem á svið á minni skala og meira list­frelsi. „Það er enn á jaðr­in­um og dragdrottn­ing­arn­ar þar eru ekk­ert endi­lega all­ar með fimm hár­koll­ur og and­lits­skyggð­ar í drasl.“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ VALLI

Katla er þekkt fyr­ir að vera með mikla og áber­andi förð­un.

Dragdrottn­ing­ar eru oft með nokk­ur gerviaugn­hár í einu.

Þökk sé vinsa­eld­um drags er fólk orð­ið djarf­ara í förð­un og fata­vali.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.