Göng­ur eru ein­föld og ódýr leið til að baeta heils­una

Göngu­túr­ar krefjast ekki flók­ins bún­að­ar og henta flest­um sama í hvaða formi fólk er.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­[email protected]­bla­did.is

Göngu­túr­ar minnka lík­ur á sjúk­dóm­um og baeta and­lega heilsu. Rösk ganga í 30 mín­út­ur á dag er allt sem þarf.

þarf að ganga rösk­lega. Gott er að miða við að ganga það hratt að þú get­ir hald­ið uppi samra­eð­um við naestu mann­eskju en get­ir ekki sung­ið. Ganga hent­ar flest­um og er kjör­in leið fyr­ir kyrr­setu­fólk til að byrja að hreyfa sig. Ef fólk hef­ur ekki stund­að neina hreyf­ingu í lang­an tíma er gott að byrja ró­lega og skipta göngu­túr­un­um jafn­vel upp í þrjá tíu mín­útna göngu­túra dag­lega og auka tím­ann svo smátt og smátt þar til gang­an er orð­in 30 mín­út­ur sam­fleytt.

Þetta er haegt að gera með því að leggja lengra í burtu frá vinnu­staðn­um en venju­lega og labba. Nú eða taka stra­etó í vinn­una og ganga í stra­etó­skýli sem er í að minnsta kosti tíu mín­útna göngu­fjar­la­egð. Þá er einnig kjör­ið að labba í naestu mat­vöru­búð í stað þess að keyra. Ef ver­ið er að gera stór­inn­kaup má setja vör­urn­ar í hjóla­tösku, jafn­vel bara ferða­tösku og draga hana svo heim.

Það er mik­ilvaegt að fara ekki of hratt af stað þeg­ar fólk byrj­ar að stunda hreyf­ingu eft­ir langt hlé. Það er al­gjör óþarfi að hlaupa. Það er lít­ill mun­ur á brennslu við eins kíló­metra hlaup og við eins kíló­metra göngu. Gang­an tek­ur bara lengri tíma. Það er því snið­ugt að byrja á að labba sömu vega­lengd dag­lega og taka tím­ann. Smám sam­an er haegt að auka hrað­ann. Þeg­ar þol­ið eykst er haegt að lengja vega­lengd­ina og brenna þannig fleiri kal­orí­um.

Eft­ir viss­an tíma fer lík­am­inn að venj­ast göng­un­um og þá er um að gera að breyta að­eins til. Ganga aðra leið en venju­lega og reyna að finna leið þar sem eru brekk­ur eða jafn­vel tröpp­ur. Þá er líka haegt að ganga með létt lóð til að fá meira út úr göngu­túrn­um.

Á með­an á göng­unni stend­ur er til­val­ið að hlusta á hljóð­bók eða hlað­varp, þannig nýt­ist tím­inn í tvennt í einu. Einnig er til­val­ið að raekta tengsl­in við góða vini, sem oft gefst lít­ill tími fyr­ir í amstri dags­ins, og fá ein­hvern með sér í göngu­túr­inn. Svo er alltaf haegt að ganga til liðs við göngu­hóp. Það kost­ar ekk­ert og get­ur ver­ið mjög hvetj­andi og góð­ur fé­lags­skap­ur í leið­inni.

NORDICPHOT­OS/GETTY

Göngu­túr­ar henta flest­um og eru kjör­in leið til að styrkja sig og minnka streitu

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.