Gera lík­amann að yf­ir­lýs­ingu

Ný­ir bol­ir og tösk­ur frá skipu­leggj­end­um Druslu­göng­unn­ar í ár voru sett í sölu á þriðju­dag­inn var. Í ár er varn­ing­ur­inn ein­fald­lega með druslu­lógó­inu og skýr­um skila­boð­um um mál­stað göng­unn­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Það stend­ur líka enn til boða að kaupa varn­ing frá því í fyrra. Til­gang­ur­inn með varn­ingn­um er að styðja mál­stað Druslu­göng­unn­ar og veita þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is og að­stand­end­um þeirra styrk. Helga Lind Mar, einn skipu­leggj­enda Druslu­göng­unn­ar, seg­ir að varn­ing­ur­inn snú­ist um að geta

gert lík­ama sinn að yf­ir­lýs­ingu.

„Manni get­ur kannski fund­ist það vera skrýt­in nálg­un á mál­stað­inn að selja ein­hverja boli með lógói eða setn­ingu. En það að kla­eð­ast orð­un­um sem mann lang­ar til að segja, sama hvort mað­ur er þol­andi eða að­stand­andi, ger­ir það auð­veld­ara að segja eitt­hvað. Það er auð­veld­ara að fara í bol með áletr­un­inni „ég er ekki lyg­ari“held­ur en að standa upp á hverj­um ein­asta degi og segja „ég er ekki lyg­ari“.

FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI

Til­gang­ur­inn með varn­ingn­um er að styðja við mál­stað Druslu­göng­unn­ar og veita styrk til þo­lenda.

MYNDIR/EVA SIGURÐARDÓ­TTIR

Meg­in­inn­tak Druslu­göng­unn­ar er að minna á að kyn­ferð­isof­beldi á aldrei rétt á sér.

Varn­ing­ur­inn er til sölu á öll­um við­burð­um Druslu­göng­unn­ar í vik­unni.

Fólk úr öll­um sam­fé­lags­hóp­um hef­ur til­eink­að sér varn­ing Druslu­göng­unn­ar.

Í ár eru skila­boð varn­ings­ins ein­föld og eiga að minna fólk á að styðja þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.