Þa­eg­ind­in núm­er eitt, tvö og þrjú

Versl­un­ar­manna­helg­in er rétt hand­an við horn­ið og því mik­ilvaegt að fara að huga að kla­eðn­aði. Tísku­drottn­ing­in Andrea Magnús­dótt­ir gef­ur góð ráð fyr­ir kom­andi helgi.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Ásta Eir Árna­dótt­ir asta­[email protected]­bla­did.is

Andrea er fata­hönn­uð­ur sem á merk­ið og versl­un­ina AndreA. Tísku­vik­an í Kaup­manna­höfn hefst strax eft­ir versl­un­ar­manna­helgi þar sem Andrea mun ekki láta sig vanta. „Ég aetla að skella mér út fyrr og eiga nokkra frí­daga í borg­inni með dótt­ur minni áð­ur en tískugleð­in byrj­ar,“seg­ir Andrea sem aetl­ar að eyða helg­inni í Kaup­manna­höfn.

Úti­legufatn­að­ur er í tísku

„Tísk­an í dag er svo áreynslu­laus og þa­egi­leg. Þú get­ur maett í striga­skóm, síðkjól og lopa­peysu eða í hjóla­bux­um, Dr. Martens skóm og flí­speysu. Mér finnst per­sónu­lega mik­ilvaeg­ast að vera í þa­egi­leg­um föt­um og kla­eð­ast ein­hverju sem laet­ur mér líða vel,“seg­ir Andrea.

Tísk­an er sí­breyti­leg og það hafa ým­is­leg „trend“ver­ið á úti­há­tíð­um lands­ins í gegn­um ár­in. „Tísk­an í dag er full­kom­in fyr­ir úti­leg­una, úti­vistarfatn­að­ur er „trend“í dag. Ís­lenska merk­ið 66°Norð­ur er til daem­is með fullt af flott­um fatn­aði fyr­ir úti­leg­una en á sama tíma sér mað­ur tísku­fyr­ir­mynd­ir kla­eð­ast merk­inu úti í heimi.“

Ekki kúl að vera kalt

„Ég maeli með að fólk taki með sér góða úlpu, þa­egi­lega tösku eins og til daem­is mittistösk­u, sem hang­ir á þér og þú þarft ekki að hafa áhyggj­ur af því að týna tösk­unni, flotta húfu og sólgler­augu ef sól­in laet­ur sjá sig, en allt stefn­ir í það,“seg­ir Andrea.

Ef það er eitt­hvað sem Andrea myndi alltaf taka með sér þá vaeri það hlý og góð peysa og úlpa. „Hlýj­ar og góð­ar peys­ur geta al­veg bjarg­að manni þeg­ar það fer að kólna á kvöld­in.“

Al­geng­ustu mis­tök­in þeg­ar kem­ur að úti­legukla­eðn­aði eru þau að fólk á það til að kla­eða sig ekki nógu vel. „Fólk klikk­ar oft­ast á því að kla­eða sig í hlýju föt­in þeg­ar því er orð­ið kalt á kvöld­in. Trikk­ið er að fara í hlý föt áð­ur en þér verð­ur kalt.“

Að lok­um vill Andrea gefa ungu fólki góð ráð fyr­ir helg­ina. „Fáðu þér flotta mittistösk­u þar sem þú geym­ir sím­ann, kort­ið og sólgler­aug­un, ekki láta þér verða kalt og skemmtu þér vel.“

Sam­kvaemt Andr­eu er al­gjört lyk­il­at­riði að taka hlýja og góða peysu með sér í ferða­lag­ið. Góð húfa og mitt­i­staska aettu að fara með þér í ferða­lag­ið um helg­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.