Litagleði á heim­il­inu

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Lit­rík heim­ili geta svo sann­ar­lega lífg­að upp á hvers­dag­inn. Sér­stak­lega á Íslandi þar sem er dimmt stór­an hluta árs­ins. Hér eru nokkr­ar leið­ir til að fylla heim­il­ið af lit án þess að þurfa að taka upp pensil og henta mögu­lega íbú­um leigu­húsna­eðis sem ekki má mála.

Ef það má hengja upp mynd­ir á vegg­ina er snið­ugt að hengja upp stórt lit­ríkt mál­verk. Það eitt og sér get­ur ver­ið nóg í lít­illi íbúð. Það er

alltaf haegt að baeta við lit­um með því að nota lit­rík teppi eða púða á sóf­ann, lit­rík­an borð­dúk í eld­hús­ið og setja upp lit­rík­ar stytt­ur og skraut­muni í glugga og hill­ur. Svo er haegt að skella fal­lega mynstr­uðu teppi á gólf­ið. Þá má líka skella upp gard­ín­um í glað­leg­um lit­um eða fjár­festa í lit­rík­um sófa. Svo er um að gera að leita eft­ir hug­mynd­um á net­inu og leyfa sköp­un­ar­gleð­inni að njóta sín.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.