Eng­inn gaur á bak við tjöld­in

Helga Jóakims­dótt­ir lét gaml­an draum raet­ast í vor og stofn­aði und­irfata­merk­ið Kims. Und­ir­föt­in eru baeði þa­egi­leg og ein­föld í sniði.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Und­an­far­in fjög­ur ár hef­ur Helga ver­ið bú­sett í New York, þar sem hug­mynd­in fór af stað. „Þetta byrj­aði allt sam­an í New York og nú er ég bara að koma merk­inu á lagg­irn­ar. Vinn­an mín í stór­borg­inni veitti mér pláss til að koma þess­ari hug­mynd út í kos­mós­inn, að gera draum­inn að veru­leika.“

Helga er laerð­ur kjólakla­eð­skeri

og vann lengi í Lífstykkja­búð­inni. Síð­an flutti hún til Hol­lands til að laera fata­hönn­un, vann svo við bún­inga­gerð fyr­ir aug­lýs­ing­ar og leik­hús til daem­is, en alltaf blund­aði draum­ur­inn að hanna und­ir­föt. „Svo var það ekki fyrr en í fyrra sem ég ákvað bara að kýla á þetta.“Þá hafði Helga leit­að út um all­ar triss­ur að toppi sem hana lang­aði í en fann hvergi topp sem var baeði þa­egi­leg­ur og kla­eði­leg­ur. „Þá sprakk þetta allt sam­an af stað. Ég tók þetta alla leið og henti mér í djúpu laug­ina.“

Kon­ur sem hanna fyr­ir kon­ur

Helga finn­ur fyr­ir rís­andi bylgju kven­kyns fata­hönnuða sem hanna und­ir­föt fyr­ir kon­ur. „Það eru fleiri kon­ur að hanna fyr­ir kon­ur, með aug­lýs­inga­her­ferð­ir sem eiga að höfða til þess sem kon­ur vilja. Þar sem er eng­inn gaur á bak við tjöld­in. Það er það sem mér finnst svo gam­an. Eitt af grund­vall­ar­at­rið­un­um í minni hönn­un er að hún hent­ar fyr­ir kon­ur og er ekki með karlla­eg­um blae. Ég held að þess­ir „push up“brjósta­hald­ar­aris­ar muni faera sig til hlið­ar. Auð­vit­að mega þeir líka vera, en það þarf að vera meira rými fyr­ir aðra og fjöl­breytt­ari flóru und­irfata­hönnuða. Það eru til alls kon­ar brjóst og ekki ha­egt að troða þeim öll­um í það sama.“

Í gegn­um ferl­ið að koma fata­merk­inu af stað rakst Helga á alls kon­ar veggi og þurfti að að­laga sig að fram­andi um­hverfi. „En ég laerði bara af því og er til­bú­in að miðla og deila þeirri reynslu.“Sta­ersta hindr­un­in var leynd­ar­hyggja fata­hönnuða yf­ir eig­in fram­leiðslu og brögð­um. Helga seg­ist upp­lifa að marg­ir fata­hönn­uð­ir virð­ist hlakka yf­ir mis­tök­um annarra og vilji ekki að­stoða þá sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Áskor­un að of­fram­leiða ekki

Svo er erfitt að finna fram­leið­anda sem ger­ir ekki þá kröfu að fram­leitt sé í gíg­an­tísku magni og það set­ur nýja hönn­uði í erf­iða stöðu gagn­vart risa­vörumerkj­um. Í New York er ha­egt að velja allt frá litl­um tex­tíl­stof­um og heild­söl­um yf­ir í ri­sam­yll­ur. „Þú ert með all­an þenn­an skala, en það sem ég var alltaf að lenda í var að fram­leiðsl­an yrði að vera hugs­uð í massa­vís. Til að kaupa fram­leiðslu í myllu þarf mað­ur að kaupa efni í mörg þús­und metra tali. Það geng­ur ekki fyr­ir ein­hvern sem vill ekki sitja uppi með risala­ger og risa­kol­efn­is­fót­spor. Þar flaekt­ist ferl­ið. Það er erfitt að byrja að fram­leiða vöru sem mað­ur vill gera vel án þess að of­fram­leiða hana.“

Helga brenn­ur fyr­ir því að nýta sið­ferði­leg­ar ábyrg­ar fram­leiðslu­að­ferð­ir sem er haeg­ara sagt en gert fyr­ir ung­an fata­hönn­uð. „Það var áskor­un að hanna vöru sem er „mini­mal“, það er ekki alls kon­ar gling­ur og drasl á minni hönn­un sem yrði bara aukaland­fyll­ing. Föt­in eiga að vera ein­föld og þa­egi­leg, fram­leidd fag­mann­lega þar sem ekki er brot­ið á starfs­fólki og tex­tílúr­gang­ur er eng­inn. „Það er það sem vak­ir fyr­ir mér.“Helga legg­ur mest upp úr því að kúnn­an­um líði vel í föt­un­um og hann fái ekki sam­visku­bit vegna þess að föt­in séu illa fram­leidd og með risa­kol­efn­is­spor. Því eru öll efni og fram­leiðsla feng­in í New York. Til að upp­fylla þá kröfu sem Helga gerði til sín hellti hún sér út í heil­mikla heim­ilda­vinnu um mis­mun­andi fram­leið­end­ur stór­borg­ar­inn­ar. „Ég dembdi mér í að skoða allt og finna fram­leið­anda sem gat gert þetta vel. Ég fór líka á alls kon­ar nám­skeið og fyr­ir­lestra og tal­aði við fullt af fólki sem var í sömu spor­um og ég.“

Kost­ur að reka ekki búð

Helga end­aði á að velja Nes­is Group til að fram­leiða und­ir­föt­in sem hún seg­ist vera mjög ána­egð með. Sal­an geng­ur vel en áskor­un­un­um er ekki þar með lok­ið. Núna vinn­ur Helga hörð­um hönd­um við að kynna vör­una fyr­ir heim­in­um. „Það var flók­ið að koma með vör­una heim og í póst­þjón­ust­una hér. Ég vil að föt­in séu líka að­gengi­leg á Íslandi og eft­ir sam­tal við póst­þjón­ust­una er loks­ins ha­egt að fá send­ingu frítt heim að dyr­um.“Það kom Helgu á óvart að við­skipta­mód­el­ið hér gerði ekki ráð fyr­ir að fá föt­in heimsend eins og van­inn er í New York. „Þeg­ar ég bjó úti versl­aði ég oft á net­inu og allt var sent heim til manns. Það skipt­ir mig miklu máli að kaup­in séu þa­egi­leg og að mað­ur fái vör­una beint inn um lúg­una. Það er ný hugs­un hér á landi, en það er eitt­hvað sem ég er til­bú­in að tak­ast á við.“

Nú get­ur fólk feng­ið und­ir­föt­in heim til sín hvar sem er á land­inu af vef­síð­unni Kims­feels. Helgu finnst það frá­ba­ert vegna þess að það auð­veld­ar fata­hönn­uð­um og fram­leið­end­um að huga að um­hverf­is­sjón­ar­mið­um.

„Neyslu­menn­ing­in er orð­in svo klikk­uð. Til að halda vöru­verð­inu eðli­legu þá er mik­ilvaegt að fata­hönn­uð­ir geti sent vör­una beint heim. Þá eru kúnn­ar bara að borga fyr­ir fram­leiðsl­una en ekki ein­hverj­um fyr­ir­ta­ekj­um sem leigja út búð­arpláss.

Það kost­ar al­veg að vera með búð sem kem­ur nið­ur á vöru­verð­inu.“Helga reyn­ir að halda verð­inu á sín­um vör­um sem laegstu, „mér finnst það skipta máli að föt­in mín séu að­gengi­leg öll­um.“

Það eru til alls kon­ar brjóst og ekki ha­egt að troða þeim öll­um í það sama.

Ein­hver dul­ar­full­ur huldu­heim­ur í Reykja­vík

Nú þeg­ar Helga er kom­in heim finn­ur hún Reykja­víkurand­ann hell­ast yf­ir sig og veita sér inn­blást­ur. Á með­an fyrsta und­irfa­talína Kims er túlk­un Helgu á óheftri orku Brook­lyn í New York þá er Reykja­vík­ur­bla­er­inn öðru­vísi. „Yfirskrift­in á lín­unni er þessi óbeisl­aða orka og gleði Brook­lyn. En ég iða í skinn­inu að hanna eitt­hvað sem er í stíl við Reykja­vík.“

Að­spurð hvernig Reykja­vík­ur­bla­er­inn sé, seg­ir Helga að hann ein­kenn­ist af bláma og dul­ar­fullri þoku. „Hann er þess­ar sum­arna­et­ur, blám­inn og súld­in. Það er ein­hver dul­ar­full­ur huldu­heim­ur hér, sem ég er al­veg heill­uð af. Ég hlakka til að fá að demba mér í að leika mér við að hanna línu sem ber reyk­vísk­an and­blae.“

Yfirskrift lín­unn­ar er óbeisl­uð orka Brook­lyn í New York þar sem Helga bjó.

FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI

Helga Jóakims­dótt­ir lét gaml­an draum raet­ast og stofn­aði eig­ið und­irfata­merki.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.