10. ára­tug­ur­inn kem­ur aft­ur

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Tíska 10. ára­tug­ar­ins hef­ur ver­ið að dúkka upp und­an­far­ið. Margt sem var ómiss­andi rétt fyr­ir alda­mót­in virð­ist orð­ið ómiss­andi aft­ur. Það er því ekki úr vegi að kíkja inn í geymslu og vita hvort ekki leyn­ist þar ein­hverj­ar ger­sem­ar. Buffa­loskór voru eitt það allra heit­asta og ef­laust marg­ir sem gátu ekki ímynd­að sér að þeir kaemu nokk­urn tím­ann upp á yf­ir­borð­ið aft­ur. En það var rangt. Nú prýða þeir

Hlýra­kjól­ar yf­ir stutterma­boli sjást nú aft­ur á tískupöll­un­um og úti á göt­um.

hill­ur tísku­versl­ana og selj­ast eins og heit­ar lumm­ur.

Bom­ber-jakk­ar voru líka mjög vinsa­el­ir þenn­an ára­tug­inn. Þetta voru mitt­is­s­íð­ir svart­ir jakk­ar, fóðr­að­ir og app­el­sínu­gul­ir að inn­an. Þeir sem ekki áttu slík­an jakka á ár­un­um 1991-1992 voru ekki vel­komn­ir í klík­una. Þess­ir jakk­ar eru komn­ir aft­ur í tísku en þó í ögn fjöl­breytt­ari lit­um og út­fa­ersl­um.

Ann­ar stíll frá 10. ára­tugn­um sem hef­ur sést á tískupöll­un­um ný­lega eru hlýra­kjól­ar yf­ir stutterma­boli. Það er spurn­ing hvena­er sú sam­setn­ing fyll­ir alla ganga í grunn- og mennta­skól­um hér á landi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.