Kon­ur sem hafa skap­að hár­tísk­una

Það er á viss­an hátt magn­að hversu ein­stak­ar kon­ur og menn að sjálf­sögðu líka geta skap­að tísku sem fer um heim­inn án þess að það sé ráð­gert. Þannig eru nokkr­ar kon­ur sem hafa haft sterk áhrif á hár­tísk­una.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Elín Al­berts­dótt­ir el­[email protected]­bla­did.is

Þó að hér séu nokkr­ar kon­ur tald­ar upp má al­veg nefna Bítl­ana sem gott daemi um

braut­ryðj­end­ur í hár­tísku. El­vis Presley var það líka á sín­um bestu ár­um með gljá­andi brillj­antín­ið í hár­inu. Ja­mes De­an hafði sömu­leið­is mik­il áhrif á unga menn þeg­ar hann kom fram á hvíta tjald­inu. All­nokkr­ar fra­eg­ar kon­ur hafa haft gríð­ar­leg áhrif á hár­tísku hvers tíma.

Grace Kelly greiddi hár­ið alltaf upp og hafði sídd­ina nið­ur fyr­ir eyru. Hún var af­ar glaesi­leg kona sem eft­ir var tek­ið, baeði á hvíta tjald­inu og í einka­líf­inu. Glaesi­lega kla­edd og með ein­staka fram­komu. Grace faedd­ist ár­ið 1929 en lést svip­lega ár­ið 1982, rétt taep­lega 53 ára að aldri. Önn­ur heims­fra­eg Hollywood­stjarna, Au­d­rey Hep­burn, vann ekki ein­ung­is leik­sig­ur í kvik­mynd­inni Break­fast at Tiff­any’s held­ur skap­aði hún nýja tísku með þeirri mynd. Stutti svarti kjóll­inn hef­ur lif­að síð­an og sömu­leið­is hár­greiðsl­an sem er eins og snúð­ur efst á koll­in­um. Þannig hár­greiðsla er enn vinsa­el, ekki síð­ur en kjóll­inn. Au­d­rey var faedd ár­ið 1929 eins og Grace og lést ár­ið 1993. Dí­ana prins­essa er auð­vit­að enn eitt tískugoð­ið. Baeði hár henn­ar og fata­stíll þóttu ein­stak­lega smekk­leg enda vakti hún at­hygli hv­ar sem hún kom. Dí­ana var með þykkt og mik­ið hár sem hún hafði jafn­an stutt. Greiðsl­an ein­kennd­ist af tísku þess tíma þeg­ar hún var að stíga sín fyrstu spor í op­in­beru lífi. Smátt og smátt breytt­ist stíll­inn enda hafði Dí­ana faer­ustu sér­fra­eð­inga sér til að­stoð­ar. Marg­ir sakna Díönu sem lést í bíl­slysi ár­ið 1997, þá 36 ára. Úr nýrri kvik­mynda­sögu eru nokkr­ar kon­ur sem hafa haft áhrif á hár­tísk­una. Julia Ro­berts úr kvik­mynd­inni Pretty Wom­an með sitt síða, lið­aða, rauða hár sem þótti fal­legt og marg­ar ung­ar kon­ur reyndu að líkja eft­ir. Pretty Wom­an var frum­sýnd ár­ið 1990.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.