Sam­stöðu­tákn í kjóla­tísku

Keffiyeh, sem er ar­ab­ísk­ur höf­uð­klút­ur, hef­ur lengi ver­ið not­að­ur sem tákn um sam­stöðu með íbú­um Pa­lestínu. Hefð­bund­ið mynstur klút­anna hef­ur sést í hönn­un ým­issa tísku­merkja í ár.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Ávef­síðu The Gu­ar­di­an kem­ur fram að hefð­bund­ið, köfl­ótt mynstur á ar­ab­ísk­um höf­uð­klút­um, eða keffiyeh, sé áber­andi í haustlínu tísku­merk­is­ins Cecilie Copen­hagen og hrað­tísku­merkj­un­um Boohoo og Asos.

Om­ar Joseph Nass­er-Khoury, palestínsk­ur fata­hönn­uð­ur, seg­ir að höf­uð­klút­arn­ir tákni „eign­ar­nám, kerf­is­bund­inn til­flutn­ing á fólki, morð án dóms og laga og kúg­un“. Notk­un fata­hönnuða á keffiyeh er því óá­byrg.

Í dag er umra­eð­an um menn­ing­ar­nám sí­fellt að verða há­vaer­ari. Það er ekki leng­ur vel lið­ið að vera til daem­is með höf­uð­bún­að sam­þykkt­ar ólög­lega af ísra­elsk­um stjórn­völd­um fyr­ir stuttu.

Þótt munstr­ið sé ekki bara táknra­ent fyr­ir Pa­lestínu, þá er það helst þekkt á al­þjóð­leg­um vett­vangi sem tákn um palestínsk­a sjálfsta­eðis­bar­áttu. Marg­ir sem vilja sýna Pa­lestínu­bú­um sam­stöðu hafa kla­eðst höf­uð­klút­un­um. Sam­stöðu­tákn­ið er sam­ba­eri­legt Che Gu­evara pla­köt­un­um fyr­ir ung­linga sem vilja sýna upp­reisn­argirni í takt við sósí­al­ist­a­leið­tog­ann. Nass­er-Khoury seg­ir að það sé aug­ljóst valda­ó­jafn­vaegi sem kem­ur fram í notk­un tísku­merkja á munstr­inu og bein­ir orð­um sín­um að Do­rit Bar Or, sem á merk­ið Dodo Bar Or. „Fólk sem var gert eigna­laust ár­ið

1948 og gert að flótta­mönn­um býr enn í flótta­manna­búð­um í Líbanon á með­an þú not­ar kla­eðn­að þess, sem fel­ur í sér all­an þenn­an sárs­auka, fyr­ir eig­in upp­hefð.“Dodo Bar Or neit­aði að svara ásök­un­um Nass­er-Khoury.

MYND­IR/NORDICPHOT­OS/GETTY

Sum­ir kjól­arn­ir með Dodo Bar Or munstr­inu kosta meira en 130.000 krón­ur.

Munstr­ið er helst þekkt al­þjóð­lega sem tákn sjálfsta­eðis­bar­áttu Pa­lestínu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.