Skap­ar glaesitert­ur fyr­ir veislu­borð­ið

Sylvía Hauk­dal Brynj­ars­dótt­ir er mik­ill bak­ara­meist­ari. Hún skreyt­ir tert­urn­ar af list og not­ar gjarn­an fersk blóm til að lífga upp á bakst­ur­inn. Sylvía gef­ur hér þrjár mjög flott­ar upp­skrift­ir með­al ann­ars af tiram­isú-pönnu­köku­tertu.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Elín Al­berts­dótt­ir el­[email protected]­bla­did.is

Sylvía Hauk­dal er mennt­að­ur pas­try chef frá mat­reiðslu­skól­an­um Le Cor­don Bleu í London. Hún hef­ur alltaf haft mik­inn áhuga fyr­ir bakstri og hjálp­aði gjarn­an móð­ur sinni í eld­hús­inu á yngri ár­um. Hún starfar við áhuga­mál­ið hjá Sa­et­um synd­um og er með eig­in upp­skrifta­vef und­ir nafn­inu sylvia­hauk­dal.is sem vak­ið hef­ur mikla at­hygli. Þá hef­ur hún einnig stór­an hóp fylgj­enda á Insta­gram. Sylvía naer tengsl­um við les­end­ur sína í gegn­um sam­fé­lags­miðla.

„Ég klár­aði stúd­ents­próf­ið og fór í há­skóla en fann fljótt að bakst­ur­inn og sköp­un­in í kring­um hann heill­aði meira. Eft­ir því sem ég varð eldri kom ae bet­ur í ljós

að þetta vaeri drauma­starf­ið,“seg­ir Sylvía. „Ég þarf alltaf að vera að gera eitt­hvað. Mér finnst mjög skemmti­legt að skapa eitt­hvað nýtt og fyr­ir mér er bakst­ur ákveð­in hug­leiðsla,“seg­ir hún.

Tín­ir blóm til skreyt­inga

Sylvía seg­ist ekki vera jafn hrif­in af því að elda mat. „Mað­ur­inn minn, Atli Björg­vins­son, er laerð­ur kokk­ur og sér um þá hlið á heim­il­inu. Ég geri hins veg­ar smá­rétti og deserta,“seg­ir hún. Þeg­ar hún er spurð um eft­ir­la­etis­eft­ir­rétt­inn svar­ar hún: „Úff, það er erf­ið spurn­ing. Mér finnst nefni­lega svo gam­an að prófa eitt­hvað nýtt. Það er mjög þa­egi­legt að gera mar­engs­skál­ar og þa­er slá alltaf í gegn í mat­ar­boð­um. Ég set kara­mellu- eða súkkulaðif­yll­ingu, ferska ávexti og skreyti með lif­andi blóm­um. Í góðu veðri fer ég út í móa og tíni þau sjálf. Ég er ný­bú­in að halda upp á af­ma­eli hjá börn­un­um mín­um en það er eitt það skemmti­leg­asta sem ég geri. Þá er sko bak­að og gjarn­an hef ég eitt­hvert þema,“seg­ir Sylvía sem á tvaer daet­ur, Önnu Hrafn­hildi, 4 ára, og Ma­rín Helgu, sem er árs­göm­ul. Sylvía er yngri syst­ir Birgittu Hauk­dal, söng­konu og barna­bóka­höf­und­ar. Hún seg­ist ekki hafa erft söng­haefi­leik­ana en hafa feng­ið aðra haefi­leika í stað­inn.

Draum­ur í London

Sylvía seg­ir að það hafi ver­ið ein­stak­lega skemmti­legt að stunda nám í Le Cor­don Bleu og sömu­leið­is hafi ver­ið ána­egju­legt að upp­lifa hvernig það er að búa í öðru landi. „Það var al­gjör draum­ur að upp­lifa þetta en ég hafði horft á kvik­mynd­ina um Juliu Child og heill­ast af henni. Ég fylg­ist líka mik­ið með fólki á Insta­gram sem er að gera allt mögu­legt skemmti­legt um all­an heim. Mað­ur faer oft inn­blást­ur með því að fylgj­ast með á sam­fé­lags­miðl­um. Ég hef tek­ið eft­ir að blóm eru mik­ið not­uð til skreyt­inga,“seg­ir Sylvía sem heimsa­ek­ir versl­an­ir með köku­skreyt­inga­dót þeg­ar hún ferð­ast til út­landa. Henni finnst sér­stak­lega gam­an að heimsa­ekja slík­ar búð­ir í Pa­rís. „Ég kíki líka í baka­rí­in og skoða eft­ir­rétti á veit­inga­hús­um.“

Sylvía seg­ir að tíram­isú-pönnu­köku­tert­an sem hún gef­ur hér upp­skrift að sé al­veg frá­ba­er. „Þetta er svona ný út­gáfa af pönnu­kök­um sem öll­um þykja góð­ar. Svo er þetta svona ís­lensk/ít­alsk­ur eft­ir­rétt­ur.“

FRETTABLAЭIÐ/ERNIR

Sylvía Hauk­dal get­ur ekki sung­ið eins og syst­ir henn­ar, Birgitta, en hún kann sann­ar­lega að baka og skreyta.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.