Efna­fra­eði þrif­anna – pH-gildi hreinsi­efna

Mik­ilvaegt er að nota rétt efni við heim­il­is­þrif­in. Leið­bein­inga­stöð heim­il­anna hef­ur birt upp­lýs­ing­ar um helstu efn­in sem not­uð eru við þrif á leidbein­inga­stod.is.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­[email protected]­bla­did.is

Basísk­ar lausn­ir eru betri til að ráð­ast gegn óhrein­ind­um, fitu, pró­tín­um og öðr­um lífra­en­um efn­um. Súr­ar lausn­ir vinna bet­ur á kalki, ryði og öðr­um steinefn­um. Að þekkja pH-gildi efn­anna get­ur því ver­ið gagn­legt.

Sýru­stig eða pH-gildi er maeli­kvarði fyr­ir hversu súr vökvi er. Gildi frá 0 til 7 tákna súra lausn, því súr­ari sem gild­ið er laegra, gild­ið 7 tákn­ar hlut­lausa lausn, og gildi frá 7 og upp í 14 tákna basíska lausn (því basísk­ari sem gild­ið er haerra).

Vatn er hlut­laust og er með pH-gildi 7.

Basísk­ar lausn­ir með pH-gildi haerra en 7 gagn­ast best til að þrífa: Fitug gólf

Óhreina veggi

Tjöru

Vél­ar og verk­fa­eri

Vélarol­íu, dísi­lol­íu, ásafitu Matarol­íu

Háf­ana í eld­hús­inu

Bak­ara­ofna

Súr­ar lausn­ir með pH gildi laegra en 7 gagn­ast best til að þrífa: Vatns­bletti

Ryð

Kalká­fell­ing­ar

Kalk­stein

Uppþvotta­vél­ina að inn­an

Sal­erni

Sturtu­klefa

Þvag­skál­ar

Best er að nota um­hverf­is­vaen efni til að þrífa. Leið­bein­inga­stöð­in mael­ir með svans­merkt­um hreinsi­efn­um. Borð­e­dik og mat­ar­sódi eru líka til­val­in hreinsi­efni á heim­il­inu en gaeta þarf þess að nota ekki ed­ik­ið á hvað sem er þar sem það er aet­andi. Mild sápa er best við flest dag­leg þrif.

Klór: pH 11 til 13

Klór er bleiki­efni. Hann er mjög basísk­ur og fer naest­um því eins hátt á pH-skal­an­um og haegt er. Klór er mjög aet­andi og nauð­syn­legt er að lofta vel út þeg­ar hann er not­að­ur. Klór er ekki haegt að nota hvar sem er, hann get­ur skað­að húð og eyðilagt yf­ir­borð ým­issa efna. Aldrei aetti að blanda klór sam­an við önn­ur hreinsi­efni. Klór er hins veg­ar góð­ur til að bleikja (hvítta) og fjar­la­ega bletti (í hvít­um fatn­aði).

Klór er ekki hreinsi­efni, hann er sótt­hreinsi­efni og aetti að nýta til að drepa sýkla og ör­ver­ur, ekki til að fjar­la­egja óhrein­indi. Marg­ir nota klór­blöndu við þrif á bað­her­bergj­um til að sótt­hreinsa.

Ofna­hreins­ir: pH 11 til 13

Flest­ir ofna­hreins­ar eru mjög basísk­ir og virka því vel til að ná erf­ið­um við­brennd­um óhrein­ind­um úr ofn­um. Þeg­ar ofna­hreins­ar eru not­að­ir aetti alltaf að fara mjög gaeti­lega og nota hanska og loftraesta vel.

Um­hverf­is­vaenni leið til að þrífa ofna er brúnsápa eða mat­ar­sódi.

Mat­ar­sódi: pH 8 til 9

Mat­ar­sód­inn er líka basísk lausn. En bara rétt svo. Vegna þess að mat­ar­sód­inn er basísk­ur en ekki naegi­lega basísk­ur til að vera ert­andi þá er hann frá­ba­er kost­ur til að nýta á marg­an hátt við þrif­in á heim­il­inu.

Mat­ar­sód­inn er frá­ba­er í nið­ur­fall­ið með renn­andi heitu vatni. Hann hreins­ar, frísk­ar og tek­ur lykt. Mat­ar­sódi er líka til­val­inn til að fríska upp á þvott­inn. Hann er fínn sem mýk­ing­ar­efni og til að eyða lykt úr þvotti. Einnig er haegt að nota mat­ar­sóda til að þrífa þvotta­vél­ina, ís­skáp­inn, ör­bylgju­ofn­inn, uppþvotta­vél­ina, potta, pönn­ur og til að eyða lykt úr rusla­föt­unni.

Þá má strá mat­ar­sóda yf­ir rúm­dýn­una og láta bíða í góða stund, jafn­vel yf­ir nótt, og ryk­suga hann svo upp.

Borð­e­dik: pH 2,0 til 2,9

Al­geng­ast er að finna borð­e­dik sem blönd­una 5% ed­iks­sýra á móti 95% vatni. Þó svo að borð­e­dik sé þynnt ed­iks­sýra þá er það samt aet­andi og aetti að far­lega var­lega í notk­un þess. Vegna sótt­hreins­andi eig­in­leika borð­e­diks er það gott til að drepa til daem­is ör­ver­ur vegna myglu og sveppa­gróð­ur til daem­is á flís­um inni á bað­her­berg­inu eða í glugga­körm­um. Sýr­an í ed­ik­inu virk­ar vel á steinefni og þar með vel á kalkút­fell­ing­ar á flís­um og í sturt­unni og baðkar­inu.

Borð­e­dik er súr lausn og aetti því að nota gaeti­lega. Borð­e­dik má alls ekki nota á hvað sem er.

Haegt er að finna nán­ari upp­lýs­ing­ar um hvar má ekki nota borð­e­dik á vef­síðu Leið­bein­inga­stöðv­ar heim­il­anna.

Sítr­óna: pH 2,3

Sítr­ón­an er súr lausn eins og borð­e­dik­ið og gagn­ast því vel við þrif á steinefn­um eins og kalki á bað­her­bergj­um og í sturtu­klef­um.

Sítr­ón­an er oft­ast not­uð við þrif með salti en það er til að fá slípieig­in­leika salts­ins með í þrif­in.

Sítr­ón­an er líka nátt­úru­legt bleiki­efni og nýt­ist vel á bletti í ljós­um flík­um.

NORDICPHOT­OS/GETTY

Basísk­ar lausn­ir eru góð­ar til að vinna á fitu og lífra­en­um efn­um.

NORDICPHOT­OS/GETTY

Mat­ar­sódi virk­ar vel til að ná erf­ið­um blett­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.