Kost­ir þess að neyta ekki áfeng­is

Flest­ir gera sér grein fyr­ir því að áfeng­isneysla geti haft neikvaeð áhrif á heils­una en það er sí­fellt að koma bet­ur í ljós hversu skað­leg hún raun­veru­lega get­ur ver­ið. Nýj­ustu rann­sókn­ir benda til þess að jafn­vel sé ekk­ert magn áfeng­is ör­uggt.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Hjör­dís Erna Þor­geirs­dótt­ir hjordisern­[email protected]­bla­did.is

Há­skól­inn í Sus­sex gerði rann­sókn í fyrra þar sem ríf­lega 800 ein­stak­ling­ar sem tóku þátt í svo­köll­uð­um „þurr­um janú­ar“, sem fel­ur í sér mán­að­ar­langt áfeng­is­bind­indi, svör­uðu spurn­ingalist­um. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar­inn­ar voru skýr­ar, það er tölu­verð­ur og marg­þa­ett­ur ávinn­ing­ur fólg­inn í því að leggja áfeng­ið á hill­una, hvort sem það er tíma­bund­ið eða til fram­búð­ar.

Betri and­leg líð­an

Þó svo að áfengi geti auk­ið sjálfs­traust tíma­bund­ið og hjálp­að fólki að slaka á og njóta sín í góðra vina hóp þá vega neikvaeðu áhrif­in oft­ar en ekki þyngra. Mörg­um þyk­ir fátt jafn slak­andi og það að fá sér einn stíf­an eft­ir er­ilsam­an dag en þeg­ar upp er stað­ið get­ur sá sið­ur haft þver­öfug áhrif, þá sér í lagi ef einn verð­ur að tveim­ur og tveir verða að þrem­ur. Þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni sögð­ust hafa tek­ið eft­ir baettri líð­an, meiri orku og ein­beit­ingu en óhóf­leg neysla áfeng­is hef­ur skað­leg áhrif á tauga­kerf­ið og eyk­ur lík­ur á and­leg­um kvill­um á borð við þung­lyndi, kvíða og van­líð­an.

Minni lík­ur á sjúk­dóm­um

Þó að hóf­drykkja hafi oft ver­ið lof­söm­uð í gegn­um tíð­ina þá er ólík­legt að jákvaeð heilsu­fars­leg áhrif drykkju trompi þau neikvaeðu. Áfeng­isneysla er til daem­is tal­in geta auk­ið lík­urn­ar á krabba­meini í munn­holi, hálsi, vélinda, koki, enda­þarmi, ristli og lif­ur. Aðr­ar heilsu­veil­ur sem áfengi er tal­ið hafa áhrif á eru of hár blóð­þrýst­ing­ur, ým­is hjarta­vanda­mál og heila­bil­an­ir.

Ba­ett­ur svefn

Þá þarf varla að fjöl­yrða um mik­ilvaegi þess að hvílast vel en þó að áfengi geti hjálp­að fólki við að festa svefn þá eru áhrif þess á svefn­ga­eði og þar af leið­andi geð­heilsu veru­leg. Góð­ur svefn er und­ir­staða góðr­ar heilsu og skil­ar sér í baettri heil­a­starf­semi, meiri ein­beit­ingu, meiri orku og hrein­lega meiri lífs­ga­eð­um.

Meiri­hluti þátt­tak­enda sagð­ist hafa átt­að sig á því að áfengi vaeri síð­ur en svo nauð­syn­legt í fé­lags­leg­um að­sta­eð­um.

Ba­ett­ur fjár­hag­ur

Óhóf­legri áfeng­isneyslu fylg­ir oft dómgreind­ar­leysi sem ger­ir það að verk­um að auð­veld­ara er að láta und­an eyðslu­semi. Eitt kvöld á barn­um, naet­ur­sn­arl og leigu­bíll get­ur kostað fúlg­ur fjár sem vaeri senni­lega bet­ur var­ið í eitt­hvað ann­að. Þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni sögðu að minni eyðsla hefði ver­ið mjög áber­andi fylgi­fisk­ur bind­ind­is­ins.

Áfengi og gla­ep­ir

Neysla áfeng­is get­ur ýtt und­ir árás­argirni og þeg­ar henni er bland­að sam­an við dómgreind­arog hömlu­leysi geta af­leið­ing­arn­ar ver­ið grafal­var­leg­ar. Þannig leik­ur áfengi oft og tíð­um stórt hlut­verk í áhaettu- og of­beld­is­hegð­un sem er baeði haettu­leg ein­stak­lingn­um og öðr­um. Er þar haegt að nefna bíl­slys og önn­ur slys, lík­ams­árás­ir, morð, heim­il­is- og kyn­ferð­isof­beldi, sjálfsskað­a og sjálfs­víg. Dag­bók lög­regl­unn­ar er til daem­is skýrt daemi um þa­er al­var­legu per­sónu- og fé­lags­legu af­leið­ing­ar sem áfeng­isneysla get­ur haft á ein­stak­ling­inn og sam­fé­lag­ið.

Betri og ung­legri húð

Skað­leg áhrif áfeng­is á heil­brigði húð­ar­inn­ar eru um­tals­verð. Áfeng­isneysla er til daem­is vatns­los­andi sem ger­ir það að verk­um að húð­in tap­ar mik­ilvaeg­um raka, verð­ur þurr­ari og hrukk­urn­ar aukast og dýpka. Þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni sögðu að húð­in hafi orð­ið fal­legri, hreinni og bjart­ari, svita­hol­ur minna áber­andi og húðlit­ur­inn jafn­ari.

Þá hef­ur fátt ef nokk­uð jafn end­urna­er­andi áhrif á húð­ina og góð­ur svefn en áhrif áfeng­isneyslu á svefn­ga­eði eru veru­leg. Af­leið­ing­arn­ar geta ver­ið bólg­ur, bjúg­mynd­un, roði og sprungn­ar hára­eð­ar, svo eitt­hvað sé nefnt. Sé áfeng­is neytt óhóf­lega get­ur lík­am­inn enn frem­ur glat­að mik­ilvaeg­um víta­mín­um og steinefn­um auk þess sem það veld­ur miklu álagi á lifr­ina sem naer þá síð­ur að vinna úr öðr­um eit­ur­efn­um.

Þá eru tölu­vert meiri lík­ur á því að þú gleym­ir að fjar­la­egja farða, hreinsa húð­ina eða til daem­is bera á hana naet­ur­krem ef þú ert und­ir áhrif­um. Það er ólík­legt að nokk­urt krem hafi jafn góð áhrif á húð­ina eins og það að draga úr áfeng­isneyslu.

Þyngd­artap

Tengsl­in á milli áfeng­isneyslu og þyngd­ar­aukn­ing­ar eru marg­þa­ett. Áfengi er af­ar hita­ein­inga­ríkt og geta 1-2 drykk­ir auð­veld­lega inni­hald­ið álíka magn af hita­ein­ing­um og heil mál­tíð. Na­er­ing­ar­gild­ið er hins veg­ar ekk­ert og er því oft tal­að um tóm­ar hita­ein­ing­ar í því sam­hengi. Ým­is­legt bend­ir til þess að fólk inn­byrði meira af mat sé áfengi drukk­ið með matn­um. Áfengi skerð­ir líka dómgreind­ina sem ger­ir það að verk­um að auð­veld­ara er að láta und­an freist­ing­um og velja óholl­ari mat. Þá faer fólk meiri löng­un í feit­an og salt­an mat, baeði með­an á neyslu stend­ur og dag­inn eft­ir en hug­tak­ið „þynnkumat­ur“aetti að vera flest­um kunn­ugt. Oft­ar en ekki er þetta einna mest áber­andi ávinn­ing­ur þess að draga úr eða haetta neyslu áfeng­is og kom það skýrt fram í svör­um þátt­tak­enda í rann­sókn­inni.

Betri stjórn á áfeng­isneyslu

Það sem var einna eft­ir­tekt­ar­verð­ast úr rann­sókn­inni var það að mán­að­ar­bind­ind­ið virt­ist hjálpa þátt­tak­end­um að end­ur­meta og end­ur­skil­greina sam­band sitt við áfengi. Meiri­hluti þátt­tak­enda sagð­ist raun­ar hafa átt­að sig á því að áfengi vaeri síð­ur en svo nauð­syn­legt í fé­lags­leg­um að­sta­eð­um. Þannig varð áfeng­isneysla þeirra mun hóf­legri og heil­brigð­ari fyr­ir vik­ið. Þá mátti enn greina áhrif bind­ind­is­ins í ág­úst en stór hluti þátt­tak­enda sagð­ist baeði drekka minna og ráða mun bet­ur við áfeng­isneyslu í kjöl­far bind­ind­is­ins.

Dýrma­et­ur ávinn­ing­ur

Önn­ur at­riði sem þátt­tak­end­ur nefndu var betra (og ör­ugg­ara) kyn­líf og baett sam­band við fjöl­skyldu og vini en hið síð­ar­nefnda er flest­um ómet­an­legt. Þá var einn þýð­ing­ar­mesti ávinn­ing­ur­inn fólg­inn í því að fólk hafði meiri tíma til þess að sinna sjálfu sér og öðr­um, en tím­inn er dýrma­et­ur og þeg­ar hann glat­ast þá faer mað­ur hann aldrei aft­ur.

NORDICPHOT­OS/GETTY

Heilsu­fars­leg­ur ávinn­ing­ur áfeng­is­bind­ind­is er um­tals­verð­ur.

NORDICPHOT­OS/GETTY

Jafn­vel hóf­drykkja gaeti reynst vafa­söm.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.