Kjóll­inn sem er með eig­in Insta­gram-síðu

Ein­fald­ur hvít­ur kjóll með svört­um dopp­um hef­ur vak­ið undra­verða at­hygli í Bretlandi og sleg­ið svo raeki­lega í gegn að hann er nú með sína eig­in Insta­gram-síðu með yf­ir 24 þús­und fylgj­end­ur.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Odd­ur Freyr Þor­steins­son odd­ur­[email protected]­bla­did.is

Það er til kjóll sem er svo vinsa­ell að hann er kom­inn með sína eig­in Insta­gram-síðu. Síð­an var sett upp til að hampa kjóln­um en líka til að gera góð­lát­legt grín að hon­um og þeim sem kla­eð­ast kjóln­um.

Um er að raeða hvít­an síð­erma pó­lýesterkjó­l með svört­um dopp­um sem faest í Zöru. Að­dá­end­ur hans hrósa hon­um fyr­ir að vera praktísk­ur, henta ólíkri lík­ams­bygg­ingu og vera á góðu verði. En þetta er ekki bara eins og hver önn­ur vinsa­el flík, held­ur hef­ur þessi til­tekni kjóll vak­ið undra­verða at­hygli.

The New York Ti­mes sagði að kjóll­inn hefði sigr­að Bret­land og sum­ir segja að það sé varla haegt að fara út í há­deg­is­mat í London án þess að sjá kjól­inn. Sam­kvaemt BBC er kjóll­inn orð­inn svo vinsa­ell að sum­ir eru farn­ir að reyna að fela að þeir séu í „Kjóln­um“með því að lita hann, klippa til að breyta snið­inu eða kla­eð­ast hon­um öf­ug­um.

Það þarf því kannski ekki að koma sér­lega á óvart að Insta­gram­síð­an hot4t­hespot, sem er til­eink­uð kjóln­um, hafi sprott­ið upp. Þeg­ar þetta er skrif­að er síð­an kom­in með rétt yf­ir 24 þús­und fylgj­end­ur og rúm­lega 250 inn­legg.

Breski stílist­inn Faye Oa­ken­full er stofn­andi Insta­gram-síð­unn­ar hot4t­hespot, sem hún seg­ir að sé „ör­uggt svaeði fyr­ir Kjól­inn“. Á síð­unni sést fólk sem kla­eðist kjóln­um í alls kyns sam­setn­ing­um og ým­iss kon­ar grín er gert að mynstri kjóls­ins og ótrú­leg­um vinsa­eld­um hans. Með­al ann­ars má sjá mynd­ir þar sem tvaer kon­ur sjást á sama stað eða eru að hitt­ast og eru í Kjóln­um á sama tíma og að minnsta kosti ein kona sagði frá því að hún hefði gift sig í Kjóln­um.

Hvað er það sem út­skýr­ir þess­ar vinsa­eld­ir?

Eins og áð­ur sagði nefna að­dá­end­ur Kjóls­ins ýmsa kosti, en á vef­síðu Refinery29 var reynt að svara því hvers vegna ein flík naer svona gríð­ar­leg­um vinsa­eld­um með því að raeða við sálfra­eð­inga. Sálfra­eð­ing­ur­inn dr. Jo­an Har­vey, sem kenn­ir við Newcastle-há­skóla, seg­ir að marg­ir vilji vera hluti af hópn­um og kla­eð­ast eða eiga það sem aðr­ir kla­eð­ast eða eiga. Hún seg­ir að þetta fólk vilji alls ekki láta sér líða eins og það sé öðru­vísi eða líta öðru­vísi út.

Ann­ar sálfra­eð­ing­ur, pró­fess­or Carolyn Ma­ir, tek­ur und­ir þetta og seg­ir að þannig líði fólki ekki eins og það sé að missa af ein­hverju.

„Ef okk­ar sam­fé­lags­hóp­ur, eða hóp­ur­inn sem við vilj­um vera hluti af, á eitt­hvað, þá vilj­um við eiga það líka þannig að okk­ur líði eins og við sé­um í takt við hina,“seg­ir hún. „Því oft­ar sem við sjá­um eitt­hvað, þeim mun venju­legra verð­ur það og við er­um alltaf að bera okk­ur sam­an við aðra.“

Það er líka ekk­ert leynd­ar­mál að áhrifa­vald­ar á Insta­gram og víð­ar hafa áhrif og móta tísk­una. Ma­ir seg­ir að þeir sýni veru­leika­flótta en að af því að þar virð­ist „venju­legt fólk“sem lifi óvenju­legu lífi líði öðr­um eins og þeir geti það líka. Því ná vör­ur sem þeir kynna oft vel til fólks.

Sálfra­eð­ing­ur­inn dr. Lisa Or­ban bend­ir líka á að með því að eign­ast og kla­eð­ast því sem er í tísku í augna­blik­inu sýni fólk hvað það fylg­ist vel með tísku­straum­um og marg­ir vilji senda þau skila­boð að þeir séu með á nót­un­um.

Hverj­ar sem ásta­eð­urn­ar eru hef­ur þessi kjóll náð ótrú­leg­um vinsa­eld­um og það verð­ur for­vitni­legt að sjá hvort aðr­ar flík­ur nái sömu haeð­um.

Stund­um kem­ur það fyr­ir að fleiri en ein kona maet­ir í Kjóln­um í vinn­una á sama tíma.

Það var gott að nota Kjól­inn í hita­bylgj­um sum­ars­ins og ekki verra að skella hon­um í fryst­inn fyrst.

Heilmili sumra eru í stíl við Kjól­inn.

Þess­ar vin­kon­ur hitt­ust á kaffi­húsi. Hot4t­hespot fékk send­ar mynd­ir af þeim frá tveim­ur að­il­um.

Hér faer Kjóll­inn að hitta Sam Smith.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.