Sér­sam­ið tón­list­ara­evin­týri Völu á karni­vali í Kópa­vogi

Á morg­un rík­ir karni­val­stemn­ing í Menn­ing­ar­hús­um Kópa­vogs, með smiðj­um, dan­spar­tíi og jóga, blá­um kubb­um fyr­ir yngstu gest­ina, mar­okkósku te­boði og henna-húð­flúri. Söng­kon­an Val­gerð­ur Guðna­dótt­ir hef­ur þró­að dag­skrá fyr­ir Menn­ing­ar­hús­in sem er mið­uð að þá

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Karni­val í Menn­ing­ar­hús­un­um í Kópa­vogi stend­ur yf­ir frá klukk­an 13 til 16 á morg­un, laug­ar­dag. Boð­ið verð­ur upp á smiðj­ur í Gerð­arsafni og Nátt­úru­fra­eði­stofu, dan­spartí og jóga á Bóka­safni Kópa­vogs, risakubba í Gerð­arsafni og mar­okkóskt te­boð og henna-tattú í and­dyri Nátt­úru­fra­eði­stofu Kópa­vogs.Söng­kon­an Val­gerð­ur Guðna­dótt­ir er ein þeirra sem fram koma en hún hef­ur ver­ið að þróa nýtt tón­list­ara­evin­týri fyr­ir Menn­ing­ar­hús­in sem er mið­að að þátt­töku gesta og verð­ur það flutt í Saln­um klukk­an 14 á laug­ar­deg­in­um en með Val­gerði verða pí­anó­leik­ar­inn Sig­urð­ur Helgi Odds­son og Matth­ías Stef­áns­son sem mund­ar önn­ur hljóð­fa­eri. „AEvin­týr­ið fjall­ar um stúlk­una Fljóð sem dregst inn í aevin­týra­ver­öld þar sem hún ferð­ast

til margra landa og tek­ur þátt í mis­mun­andi tón­listar­flutn­ingi. Tónlist frá ólík­um lönd­um verð­ur flutt og aldrei að vita nema áheyr­end­ur þurfi að hjálpa til við fram­vindu aevin­týr­is­ins,“seg­ir Val­gerð­ur.

Val­gerð­ur hef­ur tek­ið að sér að sjá um nokkr­ar fjöl­skyld­u­stund­ir á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi í vet­ur. Hún er ekki ókunn þess­um stund­um eft­ir að hafa hald­ið nokkra tón­leika, með­al ann­ars Disney-tón­leika þar sem ung­ir sem aldn­ir sungu með.

„Í vet­ur verð­um við með fjöl­breytta dag­skrá. Þetta verð­ur fyrsta fjöl­skyld­u­stund­in sem við Sig­urð­ur sjá­um um. Þetta er tón­list­ar­við­burð­ur dul­bú­inn sem hálf­gert leik­hús. Ég kalla þetta tón­list­ara­evin­týri en í því maet­ast marg­ir þekkt­ir og óþekkt­ir tón­list­ar­stíl­ar.

Dag­skrá­in á laug­ar­dag­inn stend­ur frá kl. 13-16 og er öll­um op­in. Dan­spartí á Bóka­safn­inu hefst kl. 13.30, tón­leik­ar í Saln­um kl. 14.00, henna-tattú á Nátt­úru­fra­eði­stofu er frá kl. 14-16 og frísk­andi fjöl­skyldujóga kl. 15. Smiðj­ur í Gerð­arsafni og Nátt­úru­fra­eði­stofu standa yf­ir frá kl. 13-16 sem og kubba­fjör fyr­ir yngstu börn­in í Gerð­arsafni.

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Val­gerð­ur Guðna­dótt­ir ásamt þeim Sig­urði Helga Odds­syni á pí­anó og Matth­íasi Stef­áns­syni sem mund­ar önn­ur hljóð­fa­eri. Hér með fiðl­una að vopni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.