Vissu ekk­ert um Svart­fjalla­land

Anna Leif Elídótt­ir flutti til Svart­fjalla­lands í byrj­un júlí. Hún er nú stödd á Íslandi en mynd­list­ar­sýn­ing með verk­um henn­ar verð­ur opn­uð í dag á byggða­safn­inu á Akra­nesi.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­[email protected]­bla­did.is

Mann­in­um mín­um bauðst starf í ál­veri í eitt ár í Svart­fjalla­landi. Hann sér um þjálf­un á starfs­fólki í tveim­ur nýj­um steypu­skál­um ásamt ferla­grein­ingu fyr­ir ís­lenskt fyr­ir­ta­eki sem heit­ir Al­genius Corporati­on sem þar starfar. Við feng­um baeði leyfi frá störf­um í ár og ákváð­um að drífa okk­ur,“seg­ir Anna Leif. Hún seg­ir ynd­is­legt að vera í Svart­fjalla­landi, fólk­ið sér­lega vin­gjarn­legt og hjálp­samt og auð­velt fyr­ir hana að sinna sín­um hugð­ar­efn­um þar úti.

„Við viss­um ekk­ert um Svart­fjalla­land áð­ur en við ákváð­um að koma hing­að,“seg­ir Anna Leif en hún var stödd úti þeg­ar blaða­mað­ur náði tali af henni. „Mað­ur heyr­ir um Svart­fjalla­land í Eurovisi­on en ann­ars heyr­ir mað­ur aldrei tal­að um það. Sum­ir héldu að ég vaeri að fara til Svarta­skóg­ar,“seg­ir Anna Leif hla­ej­andi.

„En það er ynd­is­legt að vera hér. Það versta er veðr­ið. Það hef­ur ver­ið mjög heitt í sum­ar og oft ekki haegt að vera úti. Við bú­um í höf­uð­borg­inni Pod­g­orica sem er eig­in­lega heit­asti stað­ur lands­ins, þó land­ið sé ekki mjög stórt. Það er taep­ir 14.000 fer­kíló­metr­ar eða að­eins minna er tveir Vatna­jökl­ar,“út­skýr­ir Anna Leif.

Hit­inn eins og óveð­ur

„Það er gríð­ar­leg­ur mun­ur að búa við strönd­ina, hér inni í miðju landi eða uppi í fjöll­un­um. Við er­um bú­in að keyra um land­ið nán­ast þvert og endi­langt og við fór­um upp í fjöll­in yf­ir helgi um dag­inn. Þar var miklu kald­ara og þa­egi­legra lofts­lag. Hit­inn þar fór al­veg nið­ur fyr­ir 20 gráð­urn­ar en hann hef­ur ver­ið í kring­um 40 gráð­urn­ar hér í borg­inni.“

Anna Leif lík­ir hit­an­um við óveð­ur heima á Íslandi. „Heima hleyp­ur mað­ur í skjól við hús­in út af rok­inu. Hér hleyp­ur mað­ur í skjól við hús­in til að kom­ast í skugga.“

Anna Leif seg­ir að veðr­ið á kvöld­in sé mun skap­legra og fólk því mik­ið úti á kvöld­in. „Mér sýn­ist búð­ir yf­ir­leitt vera opn­ar snemma á morgn­ana og svo á kvöld­in af því fólk fer ekki út um miðj­an dag­inn. Það er lík­ams­ra­ekt­ar­stöð í naestu blokk við okk­ur og hún er op­in frá 8-12 og aft­ur frá 17-22.“

Þar sem Svart­fjalla­land er hvorki

Á sýn­ing­unni eru mál­verk sem Anna Leif mál­aði í Svart­fjalla­landi.

Anna Leif plast­aði vegg í stof­unni hjá sér til að geta mál­að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.