Downt­on Abbey loks­ins á hvíta tjald­ið

Það var mik­ið um dýrð­ir í Lund­ún­um á mánu­dag þeg­ar kvik­mynd­in Downt­on Abbey var frum­sýnd. Að­dá­end­ur sjón­varps­þátt­anna hafa lengi beð­ið eft­ir mynd­inni. Hún verð­ur frum­sýnd hér á landi 20. sept­em­ber.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Elín Al­berts­dótt­ir el­[email protected]­bla­did.is

Fram­leið­end­ur lofa miklu drama í mynd­inni, baeði hvað varð­ar ásta­mál og við­skipti. Leik­ar­ar í mynd­inni komu í sínu fín­asta skarti á frum­sýn­ing­una og vöktu mikla at­hygli. Kla­eðn­að­ur þeirra á rauða dregl­in­um var kannski ekki eins skemmti­leg­ur og í mynd­inni en engu að síð­ur glaesi­leg­ur. Sér­staka at­hygli vakti leik­kon­an Michelle Dockery sem fer með hlut­verk lafði Mary Crawlay. Hún átti hug og hjörtu áhorf­enda í sjón­varps­serí­unni enda ein að­al­per­són­an. Hinn fra­egi leik­ari Hugh Bonn­eville, sem leik­ur föð­ur henn­ar Ro­bert Crawlay, vakti einnig mikla at­hygli enda fra­eg­ur í heima­land­inu. Sér­staka at­hygli vakti að hann var með alskegg

sem fólk hafði ekki séð hann áð­ur með. Kona hans í mynd­inni og þátt­un­um, hin am­er­íska Eliza­beth McGo­vern, fékk sömu­leið­is at­hygli enda fer hún með hlut­verk lafði Edith Crawlay sem spil­aði stóra rullu í sjón­varps­þátt­un­um.

Kon­ung­legt at­riði

Kvik­mynd­in Downt­on Abbey held­ur áfram þar sem sjón­varps­þa­ett­irn­ir end­uðu og ger­ist á ár­un­um 1927 til 1929. Kon­ung­ur­inn Geor­ge V. og Mary drottn­ing eru með­al þeirra sem heimsa­ekja kast­al­ann. Maggie Smith, sem leik­ur greifynj­una Vi­olet, kem­ur að sjálf­sögðu við sögu í mynd­inni. Þeg­ar hafa ver­ið seld­ir fleiri mið­ar á Downt­on Abbey-kvik­mynd­ina en mynd­ina Once Upon a Time in Hollywood, sem mik­ið hef­ur ver­ið aug­lýst að und­an­förnu.

RÚV sýndi Downt­on Abbeysj­ón­varps­þa­ett­ina og urðu þeir ekk­ert síð­ur vinsa­el­ir hér á landi en ann­ars stað­ar í heim­in­um. Það má því bú­ast við að marg­ir skelli sér í bíó þeg­ar mynd­in kem­ur til Ís­lands. Sagt er að fram­leið­end­ur hafi ákveð­ið að setja ör­lít­inn al­heims­stimp­il á mynd­ina með því að bjóða heims­fra­eg­um leik­ur­um að koma sem gest­ir.

Mynd­in er tek­in upp í Hig­hcl­ere Castle í Berks­hire, eins og sjón­varps­þa­ett­irn­ir, þannig að áhorf­end­ur munu kann­ast við um­hverf­ið. Þá er mik­ið lagt í bún­inga eins og áð­ur.

Flott tíska og bún­ing­ar

Bún­ing­arn­ir í mynd­inni voru ögr­andi verk­efni fyr­ir hönn­uð­inn Önnu Robb­ins. Hún hlaut Em­my­verð­laun fyr­ir bún­inga í sjón­varps­þátt­un­um. Núna þurfti hún að spreyta sig á kon­ung­leg­um fatn­aði og tísku þessa tíma sem var að breyt­ast. Mörg­um sem fylgd­ust með þátt­un­um þótti ein­mitt mjög skemmti­legt að fylgj­ast með kla­eðn­aði per­són­anna enda var hann glaesi­leg­ur hjá Crawlay-fjöl­skyld­unni.

Anna seg­ist hafa kynnt sér vel tísku þessa tíma og tel­ur áreið­an­leik­ann af­ar mik­ilvaeg­an. Hún lagð­ist í mikla rann­sókn­ar­vinnu. Anna skoð­aði með­al ann­ars skjala­söfn sem geyma göm­ul tísku­tíma­rit. Einnig heim­sótti hún söfn til að þukla á efn­um fyrri tíma. Hún vildi að karakt­er­inn héldi sér alla leið.

Anna seg­ir að það hafi ver­ið ótrú­lega gam­an að hefja vinnu við kvik­mynd­ina og hitta aft­ur leik­ar­ana sem hún þekkti orð­ið svo vel í gegn­um sjón­varps­þa­ett­ina. „Það var mjög gott að hafa bak­grunn og reynslu úr þátt­un­um. Við leit­uð­um fanga víða, ég heim­sótti vinta­ge versl­an­ir og mark­aði í London og Par­ís. Einnig var ég í sam­bandi við banda­rísk­an að­ila sem kom til London til að sýna mér eitt og ann­að. Sumt af því sem hann seldi okk­ur varð að al­gjöru lyk­il­at­riði í mynd­inni,“seg­ir hún. „Það leyn­ast víða gim­stein­ar.“

Sjón­varps­þa­ett­irn­ir voru sýnd­ir á ár­un­um 2010 til 2015. Þeir hlutu 15 Em­my-verð­laun og þrenn Gold­en Globes. Ellefu millj­ón­ir horfðu á síð­asta þátt­inn í Bretlandi á jóla­dag 2015.

Fatn­að­ur leik­ar­anna í mynd­inni er svo­lít­ið öðru­vísi en á rauða dregl­in­um. Allt fal­legt og fínt samt.

Kjól­arn­ir sem Anna hann­aði eru glaesi­leg­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.