Stílisti heima

Rebutia er ís­lenskt for­rit sem grein­ir stíl not­enda eft­ir lík­ams­bygg­ingu og finn­ur handa þeim föt sem passa.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­[email protected]­bla­did.is

Heið­rún Ósk Sig­fús­dótt­ir, einn stofn­enda Rebutia, seg­ir að fyrsta beta-út­gáf­an af for­rit­inu sé nú að­gengi­leg á net­inu svo all­ir sem vilja geta skráð sig inn og próf­að for­rit­ið á vef­síð­unni th­erebutia.com.

„Við ger­um ít­ar­lega grein­ingu á lík­ams­bygg­ingu þinni, en við ger­um það á skemmti­leg­an og ein­fald­an hátt fyr­ir not­and­ann. Þú þarft því ekki að standa með mál­band og maela þig,“seg­ir Heið­rún.

„Markmið okk­ar er að sp­ara fólki tíma og líka að sp­ara fólki pen­ing. For­rit­ið auð­veld­ar þér að velja rétt­an fatn­að og þú sit­ur ekki uppi með föt sem passa þér ekki. Í stað­inn fyr­ir að þú sért að fletta í gegn­um fullt af vef­síð­um á net­inu til að reyna að finna eitt­hvað sem hent­ar þér, þá finn­ur kerf­ið okk­ar föt fyr­ir þig sem henta þinni lík­ams­bygg­ingu.“

Heið­rún seg­ir að Rebutia sé nú þeg­ar kom­ið með samn­inga við yf­ir 15 vörumerki og ný merki baet­ast við á hverj­um degi eins og til daem­is Dorot­hy Perk­ins, Ted Ba­ker, Uniglo, Reformati­on og Michael Kors en ver­ið er að vinna í að baeta við Cal­vin Klein. „Við stefn­um að því að vera með samn­inga við 50 vörumerki í lok árs.“

Not­and­inn greind­ur frá toppi til táar

For­rit­ið virk­ar þannig að not­andi fyll­ir út prófíl. Það sýn­ir not­and­an­um teikn­ing­ar af lík­am­an­um og við hverja teikn­ingu er skýr­ing­ar­texti sem hjálp­ar hon­um að velja rétt. „Við för­um í gegn­um grein­ingu á þér al­veg frá toppi til táar. En þú þarft ekk­ert að vita ná­kvaem­ar mael­ing­ar á þér, skýr­ing­ar­text­inn hjálp­ar þér að velja hvað við á. Margt er til daem­is mjög aug­ljóst eins og hvort þú sért með lang­an háls eða stutt­an háls, þá mael­ir kerf­ið til daem­is með því að maela með fingr­un­um til að velja rétt,“seg­ir Heið­rún.

Kerf­ið er bú­ið að vera í þró­un í mörg ár og er bú­ið að fara í gegn­um inn­an­húss­próf­an­ir í fyr­ir­ta­ek­inu. „Það hef­ur tek­ið lang­an tíma að þróa al­gór­it­mann sem er bak við kerf­ið og núna er­um við að vinna í því að byggja gervi­greind of­an á kerf­ið svo það verði sjálf­virk­ara,“seg­ir Heið­rún.

Hún seg­ir fram­tíðar­plön­in vera að hver not­andi hafi sinn eig­in avat­ar, það er tölvu­teikn­aða per­sónu sem er byggð á lík­ams­grein­ingu not­and­ans. Not­and­inn mun þá geta séð hvernig flík­in lít­ur út á per­són­unni. „En fókus­inn hjá okk­ur núna er að baeta við lit­grein­ingu og fata­sam­setn­ingu,“seg­ir Heið­rún.

„Við sjá­um ekki not­and­ann þannig að við er­um að laera á hann. Það er eins og Amazon og fleiri gera, þeir faera þér meira af því sem þú ert bú­in að vera að kaupa. En það sem þú ert bú­in að vera að kaupa er kannski fatn­að­ur sem hent­ar þér ekki.

Það sem við ger­um er að greina þig ít­ar­lega og faera þér flík­ur sem passa þér, svo fylgj­umst við með hvað stílist­inn vel­ur fyr­ir þig og hvað þér lík­ar við af því. Þú get­ur sem sagt val­ið hvað þér finnst flott, við grein­um það og faer­um þér meira af slík­um fatn­aði,“seg­ir Heið­rún.

Smám sam­an laer­ir for­rit­ið á smekk not­and­ans.

For­rit­ið grein­ir lík­ams­gerð þína frá toppi til táar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.