Hjól­böru­göng­unni að ljúka

Hugi Garð­ars­son hef­ur ver­ið á ferða­lagi kring­um land­ið í sum­ar með hjól­bör­ur. Markmið ferð­ar­inn­ar var að labba til 70 baeja á land­inu og safna í leið­inni pen­ing fyr­ir Krabba­meins­fé­lag Ís­lands. Hugi lýk­ur göngu sinni á Þing­völl­um á morg­un en stefn­an er að

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­[email protected]­bla­did.is

Hugi seg­ist stefna á að vera maett­ur á Þing­velli klukk­an 15.00 á morg­un og þá aetl­ar hann að stíga upp á pall­inn við Lög­berg.

Hugi hef­ur ver­ið á göngu frá því 5. júní og seg­ir hann að ferð­in hafi geng­ið mjög vel. „Þetta hafa ver­ið 80 göngu­dag­ar og 22 hvíld­ar­dag­ar svo þetta eru 102 dag­ar sam­tals.“

Hvíld­ar­dag­ana nýtti Hugi í að þvo föt, versla að­eins og slappa af. „Reynd­ar gisti ég aldrei meira en eina nótt frá Ísa­firði til Akur­eyr­ar svo fjög­urra daga hvíld á Akur­eyri var þeim mun betri.“

Veðr­ið hef­ur held­ur bet­ur leik­ið við Huga á ferða­lag­inu. Hann seg­ir að versta veðr­ið hafi fylgt haust­inu, þeg­ar það komu tvaer vik­ur af rign­ingu. „En það var kannski bara sann­gjarnt þar sem fyrstu vik­urn­ar var mik­il sól.“

Það sem stend­ur upp úr í ferð­inni að sögn Huga eru dag­arn­ir þar sem „mórall var hár“og lang­ar brekk­ur nið­ur á við með enda­lausu út­sýni. „En líka erf­iðu og löngu dag­arn­ir þar sem ég þurfti að halda mér gang­andi með fá­um og stutt­um pás­um. Oft vegna veð­urs eða svo ég yrði ekki enn þá úti eft­ir myrk­ur.“

67 kíló­metr­ar á 13 dög­um

Hann nefn­ir daemi um það þeg­ar hann labb­aði frá Kirkju­ba­ejark­laustri til Vík­ur en það var lít­ið af gisti­stöð­um þar á milli. „Ég byrj­aði sex kíló­metr­um fyr­ir ut­an Klaust­ur og labb­aði 67 kíló­metra til Vík­ur á 13 klukku­stund­um með þeirri að­ferð að styðja mig við hjól­bör­urn­ar til að halda stöð­ug­um 7-9 kíló­metra göngu­hraða í 13 tíma. Ég rétt náði fyr­ir al­myrk­ur. En ég var nokk­uð bú­inn á því eft­ir það og náði varla 20 kíló­metr­um á átta klukku­tím­um dag­inn eft­ir.“

Hugi labb­aði frá Reykja­vík til Hvera­gerð­is í gaer, í dag geta veg­far­end­ur rek­ist á hann á leið á Úlfljóts­vatn og það­an geng­ur hann á Þing­velli á morg­un. „Ég aetla að reyna að taka sunnu­dag­inn upp í beinni. Ef ég finn út hvernig ég geri það,“seg­ir Hugi. Hann seg­ir að söfn­un­in fyr­ir Krabba­meins­fé­lag­ið hafi ekki geng­ið al­veg eins vel og hann bjóst við. „En það var áð­ur en ég viss af ark­ar­an­um Evu og Veigu Grét­ars­dótt­ur sem var á kaj­ak. Þa­er voru líka að styrkja góð mál­efni.“

Hugi seg­ist samt hafa náð að safna að minnsta kosti hálfri millj­ón. „Það er nokk­uð ága­ett mið­að við að bara eitt fyr­ir­ta­eki hef­ur gef­ið styrk.“

Það er enn haegt að leggja söfn­un­inni lið með því að leggja inn á reikn­ing núm­er: 0301-26005035, kennitala: 700169-2789.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.