Hla­eja að lúxusvanda­mál­um

Bra­eð­urn­ir Birk­ir og Markús Bjarna­syn­ir í hljóm­sveit­inni Omotrack voru að gefa út lag­ið Quality ásamt tón­list­ar­mynd­bandi við það. Bra­eð­urn­ir ólust upp í Eþí­óp­íu og lög­in end­ur­spegla það.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sól­rún Freyja Sen sol­run­[email protected]­bla­did.is

Strák­arn­ir segja að lúxusvanda­mál sé við­fangs­efn­ið. „Ég svaf yf­ir mig, vekj­ara­klukk­an hringdi ekki þar sem nýi sím­inn minn var batte­rís­laus. Ég fór á veit­inga­stað, pant­aði mér rist­að brauð og þurfti að bíða í klukku­tíma. Ég horfði á trailer fyr­ir bíó­mynd, fór í bíó á mynd­ina, öll góðu at­rið­in voru í trailern­um. Ég var í sundi, þeg­ar ég aetl­aði að þurrka mér var hand­kla­eð­ið mitt horf­ið og ég not­aði hár­blás­ar­ann. Ég aetl­aði að gera @ merki í Apple-tölvu, allt hvarf,“út­skýra þeir að­spurð­ir um text­ana.

Strák­arn­ir baeta við að þeir aetli að taka sig á og haetta að kvarta yf­ir hlut­um sem skipta engu máli. „Hla­ej­um að þess­um „vanda­mál­um“frek­ar og tök­um eft­ir því hvað við höf­um það naes.“

Nýja lag­ið má heyra á Spotify, Youtu­be og öll­um helstu streym­isveit­um. Hljóm­sveit­in var stofn­uð 2015 og hef­ur sent frá sér tvaer plöt­ur. Bra­eð­urn­ir vinna nú í nýrri plötu sem þeir segja að inni­haldi hress lög sem haegt sé að dansa við, að sögn Markús­ar. „Ég held að við sé­um að fara í að­eins hress­ari gír og dansvaenni tónlist, ef það má kalla það svo.“

Ólust upp í eþí­ópísku þorpi

Bra­eð­urn­ir hafa lengi spil­að tónlist sam­an þótt hljóm­sveit­in sé að­eins fjög­urra ára göm­ul. „Við er­um í raun­inni bún­ir að spila sam­an frá því við vor­um pínu­litl­ir,“seg­ir Markús. Omotrack er fyrsta verk­efn­ið þar sem þeir ákváðu að byrja að taka upp og gera tón­list­ina að at­vinnu. Bra­eð­urn­ir segj­ast vinna vel sam­an og þar hjálpi svip­að­ur tón­list­arsmekk­ur mik­ið.

„Það geng­ur mjög vel hjá okk­ur að púsla þessu sam­an. Við er­um með svip­að­an tón­list­arsmekk og fíl­um yf­ir­leitt ná­kvaemlegu sömu hlut­ina í okk­ar tón­list­ar­mennsku,“seg­ir Birk­ir um sam­vinn­una.

Það sem hef­ur mót­að bra­eð­urna eru ár þeirra í Eþí­óp­íu þar sem þeir ólust upp. For­eldr­ar þeirra unnu þar við hjálp­ar­starf. Nafn­ið á hljóm­sveit­inni er dreg­ið af þorp­inu Omo Ra­te í Eþí­óp­íu þar sem Markús og Birk­ir bjuggu. „Ég bjó þar í sjö ár og Birk­ir í fimm,“seg­ir Markús. Birk­ir út­skýr­ir að hann sé nefni­lega tveim­ur ár­um yngri.

Eþí­ópísk­ur bla­er

Plat­an Wild Contr­ast fjall­ar um mun­inn á Eþí­óp­íu og Íslandi. „Sú plata fjall­ar um hvernig til­finn­ing­in er á Íslandi og til­finn­ing­in í Eþí­óp­íu, við blönd­um þeim sam­an í einn hra­erigraut,“út­skýr­ir Markús. Birk­ir seg­ir að vera þeirra í Eþí­óp­íu hafi far­ið vel með þá og síð­an þeir fluttu heim hafi þeir far­ið í heim­sókn nokkr­um sinn­um. „Við eig­um mik­ið af góð­um minn­ing­um. Það er mik­ill hiti þar sem er kost­ur í okk­ar aug­um. Við nut­um þess al­gjör­lega að búa þarna.“

Markús baet­ir við að það hafi ver­ið geggj­að að upp­lifa þessa menn­ingu og fá nýtt sjón­ar­horn. „Hvernig það var að lifa í svona fá­ta­ekt, þetta er allt öðru­vísi en á Íslandi. Fólk sem þekk­ir eþí­ópíska tónlist hef­ur sagt að það sé smá eþí­ópísk til­finn­ing í nokkr­um lög­um okk­ar.“

Hvers­dags­líf­ið á Íslandi veit­ir líka inn­blást­ur og bra­eðr­un­um finnst gam­an að blanda því við hvers­dags­líf­ið í Eþí­óp­íu. Markús seg­ir að mun­ur­inn á þess­um tveim­ur menn­ing­ar­heim­um hafi gert þá bra­eð­ur að jafn­rétt­is­sinn­um. Þeir þekkja af eig­in reynslu hvað fá­ta­ekt í heim­in­um er al­var­legt vanda­mál og hvað við höf­um það í raun og veru gott á Íslandi. „Við er­um oft að henda þannig pael­ing­um út í kos­mós­ið. Að fólk þurfi að­eins að opna aug­un.“

Giftu sig ung­ir

Birk­ir nefn­ir sem daemi lag­ið Blind­spot sem er af fyrstu plöt­unni. „Lag­ið fjall­ar um að líf­ið sé mis­gott hjá fólki. Við er­um að skjóta á það að sum­ir sem eru í valda­stöðu eru ekk­ert að paela í þeim sem eiga bágt.“Markús baet­ir við að lag­ið sé líka ádeila á það að fólk taki bara eft­ir göll­um í fari annarra en líti ekki í eig­in barm. „Svo eru önn­ur lög sem koma að­eins inn á þetta,“seg­ir Birk­ir. „En við er­um líka með lög sem fjalla um að njóta þess að lifa í nú­inu og hugsa ekki um það neikvaeða.“

Það maetti líka segja að lag­ið Wom­an sé ádeila á ís­lenska menn­ingu að því leyti að lag­ið fjall­ar um að strák­arn­ir gift­ust báð­ir ung­ir að aldri.

„Það er fynd­ið að segja frá því að við gift­umst báð­ir ung­ir,“seg­ir Markús. „Ég gifti mig fyr­ir þrem­ur ár­um og Birk­ir fyr­ir einu ári. Fólki finnst það oft skrýt­ið en okk­ur finnst það allt í lagi og eðli­legt.“Það er langt frá því að vera normið á Íslandi að gifta sig ung­ur. „Við er­um kannski pínu að ögra með lag­inu Wom­an,“seg­ir Birk­ir. Markús seg­ir að þeir hafi ekki lent oft í því að vera gagn­rýnd­ir fyr­ir þessa ákvörð­un sína en slíkt hafi þó kom­ið fyr­ir. „Lag­ið var okk­ar leið til að segja fólki að gera það sem það vill í líf­inu. Mað­ur á að hlusta á eig­in til­finn­ing­ar og gera það sem ger­ir mann ham­ingju­sam­an.“

Af hverju ekki að skella í hjóna­band?

Baeði Birk­ir og Magnús segja að hjóna­bönd­in séu far­sa­el og all­ir ham­ingju­sam­ir. Þeir séu þó ekki að reyna að segja að all­ir aettu endi­lega að gifta sig, fólk eigi bara að gera það sem hent­ar því. Að­spurð­ir af hverju þeir ákváðu að gifta sig spyr Birk­ir á móti hvort það byrji ekki bara eins og öll hjóna­bönd. „Á ein­hverj­um tíma­punkti fatt­ar mað­ur að við er­um hvort sem er að fara að vera sam­an alla okk­ar aevi, eig­um við ekki bara að skella í eitt hjóna­band og lifa þannig?“

Markús og Birk­ir leggja mik­ið upp úr því að vera með flotta tón­leika með lit­um og hljóð­fa­er­um. „Við fá­um alltaf með okk­ur ein­hver blást­urs­hljóð­fa­eri, oft­ast saxó­fón eða trom­pet. Á staerri tón­leik­um reyn­um við að vera með flott sviðs­ljós og mynd­bands­list í bak­grunn­in­um,“seg­ir Birk­ir. Markús er að laera graf­íska hönn­un í Lista­há­skól­an­um og hef­ur bú­ið til mynd­bands­list sem breyt­ist eft­ir tón­list­inni á tón­leik­un­um. „Alltaf þeg­ar við gef­um út lag ger­um við ein­hverja grafík við lag­ið. Við höf­um gert það frá upp­hafi og síð­an kom­ið þess­ari grafík á tón­leik­ana með ein­hvers konar lif­andi lista­verki.“

Birk­ir út­skýr­ir nán­ar að þótt grafík­in sé und­ir­bú­in fyr­ir­fram „hlusti“hún á tón­list­ina á tón­leik­un­um og breyt­ist eft­ir henni. „Ef ein­hver myndi öskra rosa­lega hátt úr saln­um gaeti grafík­in breyst.“

Strák­arn­ir aetla að halda áfram að semja og spila tónlist svo lengi sem þeir hafa gam­an af því. „Þetta er enn þá gam­an þannig að stefn­an er alla­vega ekk­ert að haetta.“

Bra­eð­urn­ir Birk­ir Bjarna­son og Markús Bjarna­son starfa sam­an í hljóm­sveit­inni Omotrack.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.