Ást­in er mik­ilvaeg­asta hrá­efn­ið

Ítal­inn Cornel G. Popa svipt­ir hul­unni af leynd­ar­mál­um suð­ur-ít­alskr­ar fjöl­skyldu sinn­ar í mat­reiðslu­bók­inni Food and Family. Bók­ina vann hann í ís­lenskri friðsa­eld sem hann elsk­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­[email protected]­bla­did.is

Hún amma mín sagði alltaf að mik­ilvaeg­asta hrá­efn­ið við elda­mennsk­una vaeri ást. Því er mitt ein­la­ega ráð þeg­ar eld­að­ur er ít­alsk­ur mat­ur að nota hjart­að við mat­seld­ina og setja ást í allt sem mað­ur ger­ir í eld­hús­inu. Þá geng­ur mað­ur að því vísu að mat­ur­inn bragð­ist sem hinn besti í heimi,“seg­ir Cornel G. Popa, ít­alsk­ur mat­reiðslu­mað­ur sem hef­ur bú­ið á Íslandi und­an­far­in tvö ár.

„Ég er faedd­ur og upp­al­inn í þorp­inu Carp­ino á Suð­ur-Ítal­íu, en flutt­ist til Ís­lands í skamm­deg­inu í nóv­em­ber 2017. Ásta­eð­an var sú að Ís­land er land­ið sem ég hafði ae­tíð leit­að að. Friðsa­eld­in á þess­ari litlu eyju er vand­fund­in ann­ars stað­ar í heim­in­um.“

Mat­ur er ham­ingju­vald­ur

Cornel gaf á dög­un­um út sína fyrstu mat­reiðslu­bók, Food and Family: Secrets from an Itali­an family kitchen.

„Áhug­inn á elda­mennsku kvikn­aði þeg­ar ég var ell­efu ára og mamma hélt mat­ar­boð fyr­ir fjöl­skyldu og vini á sveita­setri fjöl­skyld­unn­ar. Þá rann upp ljós fyr­ir mér um hvað ég vildi gera við líf mitt og ég eign­að­ist draum um að gera fólk ham­ingju­samt í gegn­um mat,“seg­ir Cornel sem skráði sig þrett­án ára í fyrsta mat­reiðslu­skól­ann og var far­inn að vinna við matseld sex­tán ára. Á átjánda ár­inu ákvað hann að flytja til Lund­úna og bjó þar og starf­aði þar til Ís­land kall­aði og Cornel skynj­aði að land elds og ísa vaeri hans réttu heim­kynni.

„Kom­inn til Ís­lands fann ég fljótt að ís­lensk stemn­ing í kring­um mat er að stór­um hluta svip­uð þeirri ít­ölsku og það er senni­lega ásta­eða þess að ég elska að búa hér. Eini mun­ur­inn er sá að Ís­lend­ing­ar fara frek­ar sam­an út að borða með fjöl­skyldu og vin­um í stað þess að elda mat og hafa sam­fund­ina heima,“seg­ir Cornel sem er heill­að­ur af ís­lensk­um mat og hrá­efni.

„Mér þyk­ir ís­lensk­ur mat­ur baeði höf­ug­ur og bragð­mik­ill og Ís­lend­ing­ar mega vera stolt­ir af mat­ar­hefð­um sín­um og hvernig þeim tókst að skapa marga góða rétti þeg­ar vöru­úr­val var af skorn­um skammti. Í dála­eti er rist­að­ur þorsk­haus og upp­á­halds nasl­ið mitt er harð­fisk­ur með smjöri,“upp­lýs­ir Cornel sem veldi hik­laust ís­lenskt lamba­kjöt og skyr sem hrá­efni í ít­alsk­an rétt.

„Lamb­ið mundi ég mar­in­era á ít­alska vísu og skyr not­aði ég ný­lega í stað mascarpo­ne-osts í ít­alska eft­ir­rétt­inn tiram­isú. Út­kom­an var al­gjört losta­eti og hef­ur nú feng­ið sitt eig­ið nafn; skyram­isú,“seg­ir Cornel kát­ur.

Gla­ep­sam­leg­ar upp­ljóstran­ir

Ít­alsk­ur mat­ur þyk­ir einn sá besti í ver­öld víðri.

„Food and Family bygg­ir á hefð­bundn­um ít­ölsk­um upp­skrift­um vegna þess að ég ólst upp við þess hátt­ar mat og í hvert sinn sem ég elda hann fyr­ir sjálf­an mig fyll­ist ég glöð­um aeskuminn­ing­um. Að vera upp­al­inn á Suð­ur-Ítal­íu faer­ir manni skiln­ing um mik­ilvaegi fjöl­skyld­unn­ar og svo mat­ar­ins sem spil­ar stórt hlut­verk á glöð­um stund­um í lífi hvers manns,“seg­ir Cornel sem í mat­reiðslu­bók­inni svipt­ir hul­unni af sa­elker­a­leynd­ar­mál­um fjöl­skyldu sinn­ar í ít­alska eld­hús­inu.

„En þótt það hjómi kannski gla­ep­sam­legt að upp­lýsa fjöl­skyldu­leynd­ar­mál­in er fjöl­skyld­an mín í Carp­ino ákaf­lega glöð að þeim sé nú deilt með öðr­um. Hví ekki að láta mat­argleð­ina ber­ast til annarra þeg­ar mað­ur kann eitt­hvað ein­stakt um matseld, sem ger­ir mat­inn enn betri og leyfa öðr­um að upp­lifa sama ljúf­fenga bragð­ið? Okk­ur fjöl­skyld­unni þótti hrein­lega eig­in­gjarnt að halda leynd­ar­dóm­un­um út af fyr­ir okk­ur og ekk­ert ein­asta vit í því leng­ur,“seg­ir Cornel og bros­ir.

Faeði fá­ta­ekra nú mat­ur ríkra

Cornel vann að Food and Family í heilt ár en bók­in hef­ur boð­skap.

„Með bók­inni vil ég sam­eina fólk við mat­ar­borð­ið en einnig vekja fólk til um­hugs­un­ar um mat­ar­sóun. Í Evr­ópu einni fara 32 pró­sent mat­ar í tunn­una en end­urunn­inn mat­ur, þótt það hljómi ekki vel, er ein besta leið­in til að spyrna fót­um gegn mat­ar­sóun. Ég vil líka sýna fram á að það er eng­inn vandi að elda gómsa­et­an, ít­alsk­an mat og þeg­ar upp er stað­ið eru eng­in laun sa­et­ari né betri en ána­egj­an af því að elda mat fyr­ir fjöl­skyldu og vini,“seg­ir Cornel.

Hann seg­ir Mið­jarð­ar­hafs­matseld að stór­um hluta upp­runna á Ítal­íu.

„All­ir bestu rétt­ir ít­alska eld­húss­ins voru bún­ir til á kreppu­ár­um þeg­ar fólk þurfti að vera hug­mynda­ríkt til að geta bor­ið mál­tíð­ir á borð. Í kjöl­far­ið urðu fjöl­skyldu­leynd­ar­mál­in til. Það er skond­ið til þess að hugsa hvernig tím­arn­ir hafa breyst; að mat­ur fá­ta­eka manns­ins þá sé nú mat­ur ríka fólks­ins. Að rétt­ir sem eld­að­ir voru við mik­inn skort af fá­ta­eku fólki sem reyndi að kom­ast af sé í dag tal­inn einn besti og heilna­emasti mat­ur sem um get­ur,“seg­ir Cornel sem á sér upp­á­halds upp­skrift í bók­inni sem geym­ir hjart­fólgn­ar minn­ing­ar frá upp­vaxt­ar­ár­un­um með stór­fjöl­skyld­unni.

„Sú upp­skrift er líka eins sú allra vinsa­el­asta; hesta­baun­ir og kaffifíf­ils-sal­at­blöð. Það eru einu hrá­efn­in sem til þarf í rétt­inn og svo­lít­il extra virg­in ólífu­olía.“

Cornel gef­ur les­end­um upp­skrift að óhefð­bundn­um tiram­isú-eft­ir­rétti.

„Uppskrift­in varð til vegna þess hve mér þótti kaffi vont á tán­ings­aldri. Hún geym­ir eitt af mín­um eig­in leynd­ar­mál­um sem ég vil þó gjarn­an upp­lýsa svo aðr­ir fái að njóta.“ Að­ferð:

Mýk­ið mascarpo­ne-ost í skál með vanillu­drop­um og eggj­ar­auð­um. Stíf­þeyt­ið eggja­hvít­ur sam­an við syk­ur­inn. Bland­ið eggja­hra­er­unni var­lega sam­an við mascarpo­ne-ost­inn með sleif. Setj­ið nú tiram­isú-rétt­inn sam­an. Dýf­ið kex­inu í blöndu marsala­víns og app­el­sínusafa í 2 til 3 sek­únd­ur og rað­ið neðst í djúpa skál eða fat. Set­ið síð­an lag af mascarpo­neblönd­unni of­an á. Legg­ið því naest bleytt kex of­an á mascarpo­neblönd­una og end­ur­tak­ið lag­skipt þar til hrá­efn­ið er bú­ið. Strá­ið þunnu lagi af kakó­dufti of­an á eft­ir­rétt­inn og kael­ið í minnst hálf­tíma áð­ur en bor­ið fram.

FRÉTTABLAЭIÐ/ ANTON BRINK

Cornel G. Popa seg­ir merki­legt að mat­ur fá­ta­eka fólks­ins sem þurfti að kom­ast af með hag­sýni og hug­mynda­flugi á kreppu­ár­um Ítal­íu sé nú faeði ríka manns­ins í heim­in­um. Hon­um þyk­ir Ís­lend­ing­ar í mörgu lík­ir Ítöl­um þeg­ar kem­ur að stemn­ingu í kring­um mat en að þeir fari þó frek­ar út að borða með fjöl­skyldu og vin­um á með­an Ítal­ir eldi mat­inn og hafi sam­fund­ina heima.

Með bók­inni Food and Family vill Cornel sam­eina fólk við mat­ar­borð­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.