Brun­ar um ba­einn á þrí­hjóli

Ingi­björg Elsa Björns­dótt­ir, doktorsnem­i í þýð­inga­fra­eði og áhuga­mann­eskja um þrí­hjól, vek­ur mikla at­hygli í bíla­ba­en­um Sel­fossi þar sem hún hef­ur öðl­ast betri heilsu á sér­smíð­uðu þrí­hjóli.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­[email protected]­bla­did.is

g hef alltaf haft gam­an af því að hjóla en þeg­ar mað­ur er orð­inn jafn þung­ur og ég skerð­ist jafn­vaeg­istil­finn­ing­in og þá eru þrí­hjól frá­ba­er kost­ur fyr­ir þá sem vilja hjóla sig úr yf­ir­þyngd,“seg­ir Ingi­björg Elsa sem um miðj­an ág­úst tók á móti sér­smíð­uðu þrí­hjóli frá hol­lenska fram­leið­and­an­um Van Ra­am.

„Ég rakst fyrst á þrí­hjól í By­ko og próf­aði að hjóla en komst að raun um að reið­hjól eru al­mennt ekki gerð fyr­ir fólk yf­ir 120 kíló. Ég er nú þyngri en það og komst á snoð­ir um Van Ra­am-hjól­in hjá Sig­urði Jó­hann­es­syni á hjola­stol­ar.is. Van Ra­am-fyr­ir­ta­ek­ið hef­ur að leið­ar­ljósi að hjól­reið­ar séu að­gengi­leg­ar fyr­ir alla og því ákvað ég að láta sér­smíða handa mér Van Ra­am­hjól sem þol­ir allt að 150 kíló þótt ég sé ekki orð­in það þung,“seg­ir Ingi­björg á glaestu þrí­hjól­inu sem hún lét sprauta fag­urrautt með spegl­um og ljós­um sem upp­fylla ströngustu ör­yggis­kröf­ur.

„Þrí­hjól eru ákaf­lega skemmti­leg far­arta­eki og allt önn­ur upp­lif­un að hjóla á þeim en tví­hjóli,“seg­ir Ingi­björg sem setti sér það markmið að grenn­ast með hjól­reið­un­um.

„Mig lang­ar að kom­ast út úr offit­unni því þeg­ar mað­ur er orð­inn þyngri en 120 kíló á mað­ur orð­ið erf­ið­ara með gang þar sem ökkl­ar og hné bólgna fljótt. Hins veg­ar get­ur mað­ur hjól­að óspart og mik­ið, ekki síst á þrí­hjóli þar sem mað­ur spyrn­ir fram á pedal­ana sem veld­ur minna álagi á hné,“upp­lýs­ir Ingi­björg sem missti þrjú kíló á þrí­hjól­inu fyrstu þrjár vik­urn­ar.

„Ég fann strax hvernig faet­urn­ir styrkt­ust og ég fór að finna fyr­ir vöðv­um í maga og baki. Þetta var áreynsla og ég svitn­aði upp í háls og hafði hjól­að um 60 kíló­metra í blíð­viðr­inu í ág­úst. Ég hefði aldrei getað geng­ið eða skokk­að þá leið en fór létt með að hjóla hana og hjóla nú dag­lega fjóra til átta kíló­metra,“seg­ir Ingi­björg.

Á pari við Porche-bíla

Ingi­björg Elsa býr á Sel­fossi þar sem slétt­lent er að mestu.

„Það er haegt að fá þrí­hjól­in sem raf­hjól en ég kaerði mig ekki um þá freist­ingu og valdi þess í stað að puða. Ef ég byggi í Reykja­vík hefði ég ef­laust feng­ið mér raf­hjól til að nota upp mestu brekk­urn­ar en hér á Sel­fossi er það óþarft,“seg­ir Ingi­björg Elsa sem vak­ið hef­ur mikla eft­ir­tekt í bíla­ba­en­um Sel­fossi.

„Jújú, vita­skuld snúa sér marg­ir við til að horfa. Hér á Sel­fossi eru marg­ir á rosa­lega flott­um bíl­um og taka strax eft­ir að þrí­hjól­ið er ekk­ert venju­legt hjól held­ur al­vöru gra­eju­hjól með nýj­ustu taekni. Því er ég iðu­lega stopp­uð og spurð út í hjól­ið og nokkr­ir í við­bót hafa nú pant­að sér sér­smíð­að hjól frá Van Ra­am, en fyr­ir fólk í venju­leg­um þyngd­ar­flokki er haegt að kaupa þrí­hjól í Ern­in­um, By­ko, Húsa­smiðj­unni og víð­ar,“upp­lýs­ir Ingi­björg Elsa sem er einn af stofn­end­um Hins ís­lenska þrí­hjóla­fé­lags á Face­book.

„Þrí­hjól eru frá­ba­er heilsu­bót fyr­ir fólk í yf­ir­þyngd sem þarf auð­vit­að að hreyfa sig. Þau eru auð­veld í notk­un og veit ég um 95 ára banda­ríska konu sem hafði ekki hjól­að frá ár­inu 1923 sem fékk sér þrí­hjól og hóf hjól­reið­ar. Þetta er ör­ugg­ur ferða­máti því þrí­hjól­in reyna lít­ið á jafn­vaegi, dekk­in eru lít­il sem ger­ir hjól­ið lipr­ara og þyngd­arpunkt­ur­inn er lág­ur sem veld­ur því að erfitt er að velta því,“upp­lýs­ir Ingi­björg Elsa um Van Ra­am sem hún seg­ir á pari við Porche í bíl­um.

„Það er of­boðs­lega mjúkt, þa­egi­legt og gott að hjóla á Van Ramm-þrí­hjóli og vissu­lega er það vist­vaenn far­ar­skjóti. Ég held að fram­tíð­in muni snú­ast um raf­bíla, raf­hjól, raf­skutl­ur og svona hjól; þetta eru hjól fram­tíð­ar­inn­ar sem maeta kröf­um allra sem vilja hjóla.“

Líð­ur bet­ur á lík­ama og sál

Draum­ur Ingi­bjarg­ar Elsu eru mal­bik­að­ir hjóla­stíg­ar hring­inn í kring­um land­ið.

„Ég nýt úti­ver­unn­ar mik­ið og á hjóli tek­ur mað­ur allt öðru­vísi eft­ir um­hverf­inu. Hjól­ið er í raun eins og haeg­inda­stóll og auð­velt að stoppa og láta fara vel um sig til að njóta um­hverf­is og nátt­úru. Þetta er nota­leg­ur ferða­máti en krefst samt áreynslu,“seg­ir Ingi­björg á þrí­hjól­inu sem er lengra en hefð­bund­ið tví­hjól og 75 senti­metr­ar á breidd.

„Hjól­ið naer um 15 kíló­metra hraða á klukku­stund en hjól­reið­arn­ar snú­ast ekki um að fara hratt held­ur að hreyfa sig og stunda úti­veru. Ég hef nokkr­um sinn­um hjól­að hring­inn í kring­um Sel­foss og bíð þess að hjól­reiða­stíg­ur­inn nið­ur á Eyr­ar­bakka verði klár­að­ur til að kom­ast í hjóla­t­úr þang­að. Þá mundi ég ör­ugg­lega fara hring­inn í kring­um land­ið ef haegt vaeri og auð­vit­að borð­leggj­andi að leggja þannig hjóla­stíg vegna mik­ill­ar um­ferð­ar hjól­reiða­fólks um Þjóð­veg 1,“seg­ir Ingi­björg Elsa; svo miklu spra­ek­ari, lið­ugri og út­halds­meiri eft­ir hjól­reið­arn­ar.

„Mér finnst þetta ynd­is­legt. Ég er ein­hverf og hef glímt við geðra­en veik­indi og það hef­ur hjálp­að mér að fara út að hjóla í klukku­tíma; mað­ur verð­ur aft­ur eins og 10 ára glatt barn. Það versta við offitu er svo að fólk fest­ist í eig­in lík­ama og á erfitt með að hreyfa sig en þá er þrí­hjól það besta sem get­ur kom­ið fyr­ir það; á hjól­inu öðl­ast það frelsi og finn­ur hvernig hreyf­ing­in get­ur hjálp­að því úr fjötr­um offit­unn­ar,“seg­ir Ingi­björg sem fer á göngu­skíði þeg­ar land­ið fer í vetr­ar­skrúð­ann.

„Mað­ur á að gera allt í líf­inu sem faer mann til að hoppa glað­ur fram úr rúm­inu á morgn­ana,” seg­ir Ingi­björg sem er nú í doktors­námi í þýð­inga­fra­eði við Há­skóla Ís­lands.

„Þar vinn ég að rann­sókn­um um vél­þýð­ing­ar fyr­ir ís­lensk­una og reyni að bjarga henni frá stafra­en­um dauða á net­inu.“

Ingi­björg Elsa nýt­ur þess að hjóla á nýja, sér­smíð­aða þrí­hjól­inu sínu frá Van Ra­am í Hollandi.

Hjól­ið vek­ur at­hygli enda al­vöru gra­eja. Ingi­björg seg­ir ein­stakt að hjóla því og njóta úti­vist­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.