Tísku­fyr­ir­mynd­in Gand­hi

Í gaer voru lið­in 150 ár frá faeð­ingu stjórn­mála- og trú­ar­leið­tog­ans Ma­hat­ma Gand­hi. Hann er kannski þekkt­ur fyr­ir eitt­hvað ann­að en að vera tísku­fyr­ir­mynd en sam­band hans við föt var mjög djúp­sta­ett og táknra­ent.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­[email protected]­bla­did.is

Flest­ir sjá Gand­hi ef­laust fyr­ir sér fá­ta­ek­lega kla­edd­an, ein­ung­is vaf­inn hvítu lér­efti, en þeg­ar Gand­hi var ung­ur mað­ur var hann mik­ill spjátrung­ur, sem kla­edd­ist virðu­leg­um föt­um í anda breskra hefð­ar­manna. Þeg­ar hann flutti til London til að stunda nám vildi hann falla í hóp­inn með því að kla­eð­ast evr­ópsk­um föt­um.

Seinna þeg­ar Gand­hi flutti til Suð­ur-Afríku til að laera lög­fra­eði maetti hon­um við­mót sem hann átti ekki von á. Í Suð­ur-Afríku voru Ind­verj­ar ann­að­hvort kla­edd­ir eins og hann, í evr­ópsk­um föt­um, eða þeir voru fá­ta­ek­ir verka­menn í slitn­um lörf­um. Gand­hi komst að því að það skipti engu máli hvor­um hópn­um hann til­heyrði. Það var lit­ið nið­ur á Ind­verja og þeir upp­nefnd­ir.

Á með­an Gand­hi bjó í Suð­urAfríku hóf hann mikla sjálfs­skoð­un. Það var á tíma sjálfs­hreins­un­ar sem Gand­hi ákvað að vísa vestra­en­um kla­eðn­aði á bug og kla­eð­ast ein­föld­um kla­eð­um sem haefðu mál­stað hans og sann­fa­er­ingu. Hann byrj­aði að kla­eð­ast hvít­um vafn­ingi yf­ir herð­arn­ar og hvítri lenda­skýlu sem er sá kla­eðn­að­ur sem flest­ir sjá fyr­ir sér hugsi þeir um Gand­hi.

Gegn fjölda­fram­leiðslu

Þeg­ar Gand­hi snéri aft­ur til Ind­lands hrinti hann af stað her­ferð gegn ódýr­um föt­um fram­leidd­um á Englandi. Þessi her­ferð var köll­uð Khadi-hreyf­ing­in. Á Indlandi var hefð fyr­ir því að í hverju þorpi vaeru kla­eð­sker­ar, vefar­ar og fólk sem lit­aði efni fram­leidd á staðn­um úr ind­verskri bóm­ull. En eft­ir að Eng­lend­ing­ar fóru að kaupa bóm­ull­ina ódýrt frá Indlandi og fjölda­fram­leiða ódýr­an fatn­að sem þeir seldu svo aft­ur á Indlandi misstu marg­ir Ind­verj­ar lífs­við­ur­vaeri sitt.

Þetta vildi Gand­hi stöðva. Hann hvatti fólk til að kaupa ekki fjölda­fram­leidd­an fatn­að held­ur vefa sín eig­in kla­eði. Þúsund­ir þorpa fóru eft­ir til­ma­el­um Gand­hi og fóru að fram­leiða föt í mót­ma­ela­skyni.

Fólk safn­að­ist líka sam­an úti á götu og brenndi inn­flutt föt og mót­ma­elti fyr­ir ut­an versl­an­ir sem seldu inn­flutt kla­eði. Þetta varð til þess að verk­smiðj­urn­ar á Englandi lögð­ust af smátt og smátt.

Með Khadi-hreyf­ing­unni vildi Gand­hi hvetja til sjálf­ba­erni. Hann sá fyr­ir sér að vör­ur yrðu fram­leidd­ar af fjöld­an­um heima fyr­ir en ekki fjölda­fram­leidd­ar. Þannig hefði fólk vinnu og hvert þorp hefði eig­in fatafram­leiðslu sem fram­leiddi nóg til eig­in nota.

Þess­ar hug­mynd­ir Gand­hi eiga vel við enn þann dag í dag þar sem það er auk­in áhersla í tísku­heim­in­um í dag á vand­aða fram­leiðslu frek­ar en fjölda­fram­leiðslu.

Það er orð­in auk­in umra­eða um um­hverf­isáhrif tísku­iðn­að­ar­ins og hversu gríð­ar­legt magn af föt­um end­ar í rusl­inu. Að­ferð Gand­hi, að fram­leiða efn­in heima við og fram­leiða akkúrat nóg fyr­ir mark­að­inn heima, dreg­ur úr fata­sóun, vinnu­þraelk­un og los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda. Þa­er hug­mynd­ir sem Gand­hi kom fram með fyr­ir hátt í 100 ár­um eiga því eins vel við í dag og þá.

MYND­IR/NORDICPHOT­OS/GETTY

Sarí-verk­smiðja á Indlandi. Gand­hi hvatti til heima­fram­leiðslu fatn­að­ar frek­ar en að styðja fjölda­fram­leiðslu.

Eft­ir mikla sjálfs­skoð­un ákvað Gand­hi að kla­eð­ast ein­föld­um fá­ta­ek­leg­um föt­um sem haefðu mál­stað hans.

Föt lögð til þerr­is við bakka Barak­ar-ár­inn­ar á Indlandi.

Þeg­ar Gand­hi var ung­ur mað­ur kla­edd­ist hann vestra­en­um föt­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.