All­ir geta gleymt sér í afr­ískri gleði

Gín­eu­mað­ur­inn Cheick Ah­med Tidia­ne Bangoura skemmt­ir þessa dag­ana ís­lensk­um börn­um og eldri borg­ur­um með afr­ísk­um trumbuslae­tti, söng og dansi. Hann er líka forsprakki afr­ísku menn­ing­ar­há­tíð­ar­inn­ar Far Fest Afríka sem fagn­aði tíu ára af­ma­eli í vik­unni.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­[email protected]­bla­did.is

g kom upp­haf­lega til Ís­lands ár­ið 1998 fyr­ir til­stilli ís­lenskr­ar konu, Sigrún­ar Gren­dal, sem kom til að laera dans í dans­skóla föð­ur míns í Gín­eu í Vest­ur-Afríku. Í kjöl­far­ið spurði hún hvort ég vildi koma til Ís­lands í þrjá mán­uði til að spila afró og ég sló til og er hér enn,“seg­ir Cheick Ah­med Tidia­ne Bangoura sem nú hef­ur bú­ið á Íslandi í 21 ár og tal­ar reiprenn­andi ís­lensku.

„Ég tal­aði ein­göngu frönsku þeg­ar ég kom fyrst til Ís­lands. Ég hafði aldrei heyrt neitt um Ís­land og var for­vit­inn að kynn­ast því en við­ur­kenni að fyrsta ár­ið var mér erfitt vegna tungu­mála­örð­ug­leika og auð­vit­að er mun kald­ara hér en í Gín­eu. Ég dreif mig því í skóla til að laera baeði ís­lensku og ensku og fékk mér vinnu á leik­skóla þar sem ég vann í fimm ár. Það reynd­ist vera lang­besti skól­inn, ég náði góðu valdi á mál­inu með því að eiga dag­leg sam­skipti við krakk­ana og kynnt­ist ís­lenskri menn­ingu smám sam­an. Mér fannst óskap­lega gam­an að vinna með börn­un­um og kenndi þeim að dansa afródansa og spila á tromm­ur,“seg­ir Cheick sem þessa dag­ana fer með hljóm­sveit sinni Bangoura Band á milli leik­skóla, grunn­skóla og elli­heim­ila til að flytja afr­íska tónlist og afródansa.

„Und­ir­tekt­irn­ar eru frá­ba­er­ar og við njót­um heim­sókn­anna í botn. Við heim­sótt­um tvö elli­heim­ili í fyrra en höf­um á þessu ári heim­sótt sex og gamla fólk­ið er af­ar ána­egt með að fá okk­ur til sín, syng­ur með okk­ur, dill­ar sér og dans­ar. Afríski menn­ing­ar­arf­ur­inn er lif­andi og veit­ir gleði í hjört­un og börn­in taka líka und­ir og dansa með. Þau verða yf­ir sig spennt þeg­ar við maet­um með all­ar tromm­urn­ar, sem þau kalla bongótromm­ur, en heita í raun djem­be-tromm­ur,“út­skýr­ir Cheick.

Hrif­inn af ís­lensku hangi­kjöti

Hóp­ur Gín­eu­manna á Íslandi tel­ur fimmtán manns. Þar af er helm­ing­ur­inn úr gín­eskri fjöl­skyldu Cheicks.

„Hinn helm­ing­ur­inn tel­ur bestu vini mína frá Gín­eu, menn sem ég hef tromm­að með í gegn­um tíð­ina og hafa tromm­að í dans­skól­an­um hans pabba. Við þekkj­umst öll vel og hitt­umst oft, eld­um góð­an, gín­esk­an mat og spjöll­um sam­an. All­ir eiga sín­ar fjöl­skyld­ur hér á Íslandi og una hag sín­um vel,“seg­ir Cheick sem á ís­lenska konu og með henni barn, en hjá þeim býr líka son­ur Cheicks sem hann átti með afr­ískri barn­s­móð­ur sinni.

„Ég fer ut­an til Gín­eu ár hvert í janú­ar og hitti fjöl­skyld­una mína þar. Oft tek ég ís­lensku fjöl­skyld­una mína með en þeg­ar ég fer einn ut­an sakna ég henn­ar óend­an­lega, sem og ís­lenskra vina minna sem ég hef eign­ast hér og tón­list­ar­mann­anna sem ég spila með hér heima. Ég sakna þó ekki kuld­ans en alltaf ís­lenska vatns­ins og mat­ar­ins sem mér finnst gómsa­et­ur og þar er hangi­kjöt í upp­á­haldi,“seg­ir Cheick sem aetl­ar að elda gín­esk­an mat fyr­ir gesti sína í kvöld.

„Þeg­ar Gín­eu­bú­ar koma sam­an á laug­ar­dags­kvöldi elda þeir gjarn­an fisk­rétti eða kjöt með kart­öfl­um, tómöt­um og vel krydd­uð­um og sterk­um sós­um. Afrísk­ur mat­ur er ljúf­feng­ur og á Menn­ing­arnótt hafa afr­ísk­ar þjóð­ir frá Gana, Kenýa og Gín­eu eld­að vinsa­ela rétti frá sínu heimalandi og gef­ið gest­um og gang­andi að smakka, sem hef­ur hlot­ið góð­ar und­ir­tekt­ir. Fyr­ir þá sem vilja spreyta sig í afr­íska eld­hús­inu ma­eli ég með afr­ísku búð­inni í Hóla­garði í EfraBreið­holti þang­að sem ég fer oft til að ná mér í afr­íska mat­vöru, sós­ur og krydd.“

Heill­andi menn­ing­ar­arf­ur

Kom­inn er ára­tug­ur síð­ar Cheick ákvað að setja á fót afr­ísku menn­ing­ar­há­tíð­ina Far Fest Afríka en hún fór ein­mitt fram á fimmtu­dag­inn og í gaer­kvöldi þeg­ar ís­lensk­ir og afr­ísk­ir tón­list­ar­menn stigu á svið í Iðnó og trylltu gesti með trumbuslae­tti, afr­ísk­um fön­k­á­hrif­um, djassi og dansi.

„Mig lang­aði ein­fald­lega að gefa til baka og vekja at­hygli Ís­lend­inga á afr­ískri tónlist og list­um. Á milli Ís­lands og Afríku er sterk­ur vin­a­streng­ur og við eig­um eitt og ann­að sam­eig­in­legt eins og brenn­andi áhuga á tónlist, dansi og hljóð­fa­eraslaetti. Á hverju ári fer hóp­ur Ís­lend­inga til Gín­eu að laera dans og trommuslát­t og há­tíð­in hef­ur vax­ið frá ári til árs. Við er­um þakk­lát Reykja­vík­ur­borg sem hef­ur styrkt há­tíð­ina og er­um strax far­in að und­ir­búa Far Fest Afríka að ári þar sem við stefn­um að því að fá gesti úr afr­ísku tón­list­ar­sen­unni og hafa mis­mun­andi mat­ar­þema­daga frá hinum ýmsu Afríku­lönd­um. Það þarf svo eng­inn að kunna afr­íska dansa eða söngva til að njóta afr­ískr­ar gleði og all­ir geta kom­ið og gleymt sér í ham­ingju með okk­ur.“

Cheick seg­ir börn vera einkar spennt fyr­ir því að leika á djem­be-tromm­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.