Vör­ur net­versl­ana á ein­um stað

Í dag verð­ur mik­ið um að vera á Eiðis­torgi en þar verð­ur hald­inn Um­hverf­is­vaeni mark­að­ur­inn frá klukk­an 11-17.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Arna Sigrún Har­alds­dótt­ir, skipu­leggj­andi við­burð­ar­ins, seg­ist haett að geta tal­ið hversu oft mark­að­ur­inn hef­ur ver­ið hald­inn, þrátt fyr­ir að þetta hafi far­ið af stað fyr­ir að­eins rétt rúmu ári, eða sumar­ið 2018. „Ég er eig­in­lega bú­in að missa töl­una á því hvað við höf­um hald­ið þetta oft,“seg­ir hún og hla­er. „Við höf­um hald­ið þetta nokkr­um sinn­um á ári, einn dag, ann­að­hvort laug­ar­dag eða sunnu­dag.

Fyrst vor­um við bara sjö versl­an­ir sam­an í húsi úti á Gr­anda, svo hef­ur alltaf baest að­eins í og við höf­um ver­ið víðs veg­ar, við höf­um ver­ið á Kex nokkr­um sinn­um, á Hótel Sögu og Firði í Hafnar­firði,“út­skýr­ir Arna. „Þetta er orð­ið svo­lít­ið þétt­ur hóp­ur sem kem­ur sam­an á þessa mark­aði þó svo að ég skipu­leggi það.“

Betri teng­ing við kaup­end­ur

Kveikj­an að mark­að­in­um var löng­un eig­enda net­versl­ana til að tengj­ast við­skipta­vin­um í raun­heim­um. „Við er­um svo mörg sem rek­um net­versl­an­ir og vant­ar meiri tengsl við við­skipta­vin­ina.

Mark­mið­ið er í raun­inni bara að geta veitt við­skipta­vin­un­um betri þjón­ustu, að við sem er­um með net­versl­an­ir fá­um taekifa­eri til þess að hitta við­skipta­vin­ina eða við­skipta­vin­irn­ir okk­ur og fái taekifa­eri til þess að spjalla eða fra­eð­ast um vöru eða laera.“

Vör­urn­ar séu þess eðl­is að áhuga­sam­ir vilji oft sjá þa­er með eig­in aug­um og raeða við selj­end­ur. „Við er­um mörg með vör­ur sem við­skipta­vin­ir vilja þreifa á eða skoða eða fá ráð­legg­ing­ar sem er að­eins erf­ið­ara í net­versl­un, þannig að þetta var dá­lít­ið til þess að baeta við þess­um snertiflet­i sem vant­aði.“

Þá er fé­lags­lega hlið­in einnig mik­ilvaeg. „Svo nátt­úr­lega sa­ekj­um við styrk í það að vera sam­an, ég myndi ekk­ert vilja vera með svona mark­að ein en af því að við er­um kannski 10-15 versl­an­ir sam­an þá er það svona öðru­vísi.

Svip­að þenkj­andi sam­fé­lag

Við eig­um bara það allt sam­eig­in­legt að vera öll með eitt­hvað um­hverf­is­vaent,“seg­ir Arna. „Það er kannski und­ir­liggj­andi í öllu sem við ger­um, við sem er­um að vinna með um­hverf­is­vaen­ar vör­ur er­um að gera það af ein­hvers kon­ar hug­sjón.

Ég hafði sam­band við þa­er versl­an­ir sem mér fannst eiga er­indi, og svo stofn­uð­um við Face­book-hóp sem sam­an­stend­ur af stjórn­end­um um­hverf­is­vaenna net­versl­ana, þar sem við get­um skipst á ráð­um og spjall­að um þessa mark­aði.“

Þátt­tak­end­ur mark­að­ar­ins koma úr ýms­um átt­um. „Ég er mennt­að­ur fata­hönn­uð­ur og með MBA-gráðu í við­skiptafra­eði,“seg­ir Arna en vör­urn­ar sem hún sel­ur eru svo­kall­að­ar túrna­er­bux­ur. „Ver­andi mennt­að­ur fata­hönn­uð­ur þá fylg­ist ég með þró­un­inni í tísku og tex­tíl þannig að þeg­ar túr­bux­ur komu á mark­að­inn var ég með putt­ann á púls­in­um.“

Ka­er­leiks­ríkt and­rúms­loft

Arna seg­ir kjarn­ann í hópn­um orð­inn ná­inn og að and­rúms­loft­ið sé vin­gjarn­legt. „Þetta er alltaf sami hóp­ur­inn aft­ur og aft­ur, svo baet­ist í og dett­ur úr svona eft­ir at­vik­um en þetta er orð­inn hóp­ur sem þekk­ist vel.“Hún er ekki frá því að fólk í þess­um pael­ing­um hafi sterka til­hneig­ingu til þess að vera al­menni­legt og vanda sig í sam­skipt­um. „Þetta er allt mjög vina­legt og mér sýn­ist að fólk sem starfar í þess­um geira, við eitt­hvað um­hverf­is­vaent, sé al­veg sér­stak­lega kurt­eist og öll sam­vinna geng­ur rosa­lega vel.“

Þeg­ar Arna er spurð hvort þetta séu allt kon­ur svar­ar hún ját­andi en tek­ur fram að hún hafi þó ekki velt því fyr­ir sér áð­ur. „All­ir eig­end­ur þess­ara versl­ana eru kon­ur, það er einn þátt­tak­andi sem hef­ur ver­ið með en ekki alltaf sem eru þá tvenn hjón, karl­ar og kon­ur, en ann­ars eru þetta allt kon­ur sem eru að reka þess­ar versl­an­ir,“seg­ir hún hugsi. „Svo koma karl­arn­ir alltaf að hjálpa við að bera, stilla upp og ganga frá og svona, en svo fara þeir bara heim að passa börn­in á með­an við er­um að vinna á mark­að­in­um.“

FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR

Arna Sigrún Har­alds­dótt­ir, skipu­leggj­andi mark­að­ar­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.