Ertu í heil­brigðu sam­bandi?

Þótt ást­in sé fun­heit í byrj­un og til­ver­an virð­ist tindra í rós­rauð­um bjarma er gott að hafa í huga að ekk­ert sam­band er full­kom­ið. Í upp­hafi sam­bands er því mik­ilvaegt að vera ná­kvaem­ur og skýr.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­[email protected]­bla­did.is

Þeg­ar ást­in bank­ar upp á hjá ung­ling­um og ungu fólki er heil­brigð skyn­semi ekki endi­lega efst á lista. Það er bara gam­an að vera til og njóta þess að vera elsk­að­ur, dýrk­að­ur og dáð­ur. Þó er gott vega­nesti að hafa hug­fast að ekk­ert ástar­sam­band er full­kom­ið þótt það líti sann­ar­lega út fyr­ir það út á við. Þeg­ar fólk byrj­ar sam­an er því mik­ilvaegt að velta fyr­ir sér hvað það vill fá út úr sam­bandi. Það þarf að gera kröf­ur um hvernig kom­ið er fram við það og vera óhra­ett að láta vita af þeim kröf­um. Því get­ur ver­ið gott að skrifa nið­ur hvað mað­ur vill fá út úr sam­bandi og velta fyr­ir sér hvað manni finnst mik­ilvaeg­ast.

Gott er að skoða þenn­an lista reglu­lega og velta fyr­ir sér hvort mað­ur sé að fá það út úr sam­band­inu sem skipt­ir mann máli, ekki síst ef mað­ur fer að ef­ast um sam­band­ið. Að sama skapi má snúa daem­inu við og spyrja sjálf­an sig hvernig mað­ur vill koma fram við kaer­ustu sína eða kaer­asta. Öll ber­um við ábyrgð á fram­komu okk­ar við aðra og get­um ekki gert kröf­ur á aðra ef við aetl­um ekki sjálf að leggja okk­ur fram.

Heið­ar­leiki góð­ur grunn­ur

Í heil­brigðu sam­bandi rík­ir jafn­rétti, heið­ar­leiki og virð­ing. Sam­skipt­in þurfa að vera góð og í góð­um sam­bönd­um eru góðu tím­arn­ir fleiri en þeir slaemu. Heið­ar­leiki er grunn­ur að góðu sam­bandi hjá kaerustupö­r­um en heið­ar­leiki er líka mik­ilvaeg­ur í sam­bönd­um við fjöl­skyldu og vini. Í heið­ar­leg­um sam­bönd­um geta báð­ir að­il­ar við­ur­kennt að hafa rangt fyr­ir sér, sagt sann­leik­ann án þess að ótt­ast og fyr­ir­gef­ið mis­tök.

Í góð­um sam­bönd­um rík­ir virð­ing á báða bóga. Virð­ing er til daem­is að styðja við hinn í því sem hann eða hún hef­ur áhuga á. Það er mik­ilvaegt að virða skoð­an­ir annarra, vera naem­ur á til­finn­ing­ar og treysta hin­um í sam­band­inu. Þeg­ar virð­ing rík­ir í sam­band­inu er ann­ar ekki að reyna að stjórna hin­um né breyta því hvernig hann er. Góð sam­skipti eru lím­ið sem held­ur fólki sam­an. Því er mik­ilvaegt að geta raett mál­in af heið­ar­leika, að hlusta á hinn að­il­ann og vera til­bú­in að raeða vanda­mál og ósam­komu­lag, því stund­um verða rifr­ildi hrein­lega til vegna mis­skiln­ings.

Heim­ild: Emba­etti landla­ekn­is

Til að efla góð sam­skipti er gott að hafa þetta í huga:

Góð sam­skipti eru lím­ið sem held­ur fólki sam­an í ástar­sam­bönd­um, sem og virð­ing, jafn­rétti og heið­ar­leiki.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.