Lita­dýrð og femín­ísk gildi í Laug­ar­daln­um

Unn­ur Gísla­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari og femín­isti, býr ásamt manni og tveim­ur börn­um í lit­ríkri og hlý­legri íbúð í Goð­heim­um. Þeg­ar þau hjón­in ráku aug­un í fast­eigna­aug­lýs­ingu eina helg­ina þurftu þau ekki að hugsa sig um.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Hjör­dís Erna Þor­geirs­dótt­ir hjordisern­[email protected]­bla­did.is

Við sát­um og drukk­um laug­ar­dagskaffi hjá mömmu og skoð­uð­um fast­eigna­aug­lýs­ing­ar,“seg­ir Unn­ur. „Eign­in í bak­garð­in­um hjá mömmu var til sölu, fal­lega blátt hús í Goð­heim­um.“Hand­tök­in voru snör. „Á sunnu­degi feng­um við fyr­ir til­stilli vin­konu okk­ar að fara að skoða og á mánu­degi gerð­um við til­boð. Allt gekk að ósk­um og eign­in var okk­ar.“

Það er óhaett að full­yrða að mennt­un af ýmsu tagi er fyr­ir­ferð­ar­mik­il á heim­il­inu en báð­ir for­eldr­ar hafa feng­ist við kennslu og ann­ars kon­ar fra­eðslu í störf­um sín­um með ung­menn­um um ára­bil.

„Á heim­il­inu býr fram­halds­skóla­kenn­ar­inn Unn­ur, grunn­skóla­kenn­ar­inn Ein­ar, fót­bolta­hetj­an Kar­en, sund­garp­ur­inn Magni og villikött­ur­inn Tangó,“svar­ar Unn­ur þeg­ar hún er beð­in að segja deili á fjöl­skyldu­með­lim­um.

Drauma­húsna­eð­ið

Unn­ur seg­ir húsna­eð­ið bjóða upp á allt sem fjöl­skyld­an óski sér. „Það er mjög margt sem heill­ar við þessa eign, hún er björt og það voru mörg taekifa­eri til breyt­inga á henni. Það er sér­inn­gang­ur, stór pall­ur, tvö kló­sett og öll þau her­bergi sem við þurf­um. Hús­ið er fal­lega blátt, stend­ur hátt og hef­ur mik­inn karakt­er. Við er­um mjög hrif­in af Laug­ar­daln­um og ekki var verra að mamma mín og syst­ir búa í naesta húsi.“

Unn­ur seg­ir bygg­ing­ar­stíl hús­anna í göt­unni, sem flest eru byggð á sjötta og sjö­unda ára­tugn­um, ein­kenn­ast af mikl­um fjöl­breyti­leika. „Í göt­unni standa ólík hús, eng­inn einn bygg­ing­ar­stíll og góð nýt­ing á hverri eign.“Hús­in eru raun­ar svo frá­brugð­in hvert öðru að einn ástsa­el­asti list­mál­ari þjóð­ar­inn­ar lét eitt sinn falla mið­ur skemmti­leg orð um þessa ein­stöku götu. „Hús­ið var byggt 1960 og er það mat Harð­ar Ág­ústs­son­ar list­mál­ara að það standi í ósmekk­leg­ustu götu Reykja­vík­ur.“Fjöl­skyld­an gef­ur lít­ið fyr­ir þessa dóm­hörku. „Okk­ur þyk­ir Hörð­ur ekki hafa á réttu að standa og er gat­an ein­stak­lega skemmti­leg,“árétt­ar hún.

Þá eru ná­grann­arn­ir ekki síð­ur skemmti­leg­ir en sund­ur­leitu og fal­legu hús­in í göt­unni. „Við er­um með prýð­is­ná­granna, er­um í raun enn að kynn­ast þeim. Það er góð­ur mórall í göt­unni, í sum­ar var götu­há­tíð þar sem við borð­uð­um sam­an og börn­in léku sér.“

Litl­ar breyt­ing­ar en þýð­ing­ar­mikl­ar

Íbúð­in þarfn­að­ist ekki mik­illa

FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK

Unn­ur Gísla­dótt­ir og fjöl­skylda una sér vel í Laug­ar­daln­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.