Peys­ur í manna- og hund­astaerð­um

H&M hef­ur brydd­að upp á þeirri nýj­ung að bjóða peys­ur fyr­ir vet­ur­inn í baeði manna- og hund­astaerð, svo eig­end­ur geti keypt peys­ur fyr­ir sig og hund­inn í stíl.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Odd­ur Freyr Þor­steins­son odd­ur­[email protected]­bla­did.is

Það hafa kannski ein­hverj­ir heyrt um að hunda­eig­end­ur og hund­arn­ir þeirra séu stund­um svip­að­ir í út­liti. Eig­end­ur velja kannski ómeð­vit­að hunda sem svip­ar til þeirra á ein­hvern hátt eða hafa smekk fyr­ir ákveðnu út­liti sem hund­ur­inn smellpass­ar við. En H&M er bú­ið að taka þetta á nýtt stig með því að bjóða upp á föt í stíl fyr­ir hunda og eig­end­ur þeirra. Þannig að í vet­ur geta hunda­eig­end­ur far­ið út í göngu með hund­ana sína og kla­ett sig al­veg eins og þeir.

Fatn­að­ur­inn er afrakst­ur sam­starfs milli H&M og fata­merk­is­ins Pr­ingle of Scot­land, sem hef­ur starf­að frá 1815 og sér­haef­ir sig í prjónafatn­aði. Hann er hluti af nýrri haust- og vetr­ar­línu H&M og gaeti hent­að ís­lensku lofts­lagi nokk­uð vel. Í lín­unni er líka ým­iss kon­ar fatn­að­ur sem er ekki til í hunda­út­gáfu. Lín­an er gerð úr end­urunn­um efn­um til að fram­leiðsla henn­ar hafi minni um­hverf­isáhrif og hún faest á vef H&M.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem H&M sel­ur peys­ur fyr­ir hunda, en hing­að til hef­ur ekki ver­ið haegt að fá peysu sem er með sama út­liti í baeða manna- og hund­astaerð.

Þeir eru áreið­an­lega marg­ir sem myndu glað­ir vilja eiga eins peysu fyr­ir sig og hund­inn sinn og þetta er auð­vit­að up­p­lögð gjöf handa þeim sem eru að­eins of mikl­ir vin­ir hunds­ins síns. Sem bet­ur fer er þetta nú loks­ins mögu­legt og það er ekki spurn­ing að þetta er nýr og glaest­ur áfangi fyr­ir allt mann­kyn.

MYND­IR/HM.COM

Gleð­in skín úr and­liti þess­ar­ar dömu, enda fagn­að­ar­efni að geta loks kla­eðst í stíl við hund­inn sinn.

Það er ekki ósenni­legt að þessi nýj­ung verði vinsa­el á Insta­gram.

Það eru áreið­an­lega marg­ir sem hefðu gam­an af því að eiga peysu í stíl við hund­inn sinn, fara síð­an út í lang­an og góð­an göngu­túr í haust­veðr­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.