Elsk­uð mest í heimi

Krist­ín Eva Geirs­dótt­ir er kon­an sem Sverr­ir Berg­mann syng­ur fyr­ir al­þjóð að hann elski mest í heimi. Hann upp­skar ást henn­ar eft­ir vin­ar­beiðni á Face­book.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­[email protected]­bla­did.is

g náði nú að halda and­lit­inu þeg­ar ég heyrði lag­ið kom­ið í sinn end­an­lega bún­ing og bara brosti, knús­aði hann og kyssti mik­ið en ég við­ur­kenni að hafa tár­fellt þeg­ar ég sá mynd­band­ið við lag­ið. Þá var ég ný­kom­in heim þreytt eft­ir vinnu­dag­inn og fannst hvers­dags­leik­inn alls­ráð­andi en heima beið mín mynd­band­ið og hvers­dags­leik­inn breytt­ist í aevin­týri,“seg­ir Krist­ín Eva Geirs­dótt­ir, spurð hvernig henni hafi orð­ið við þeg­ar henn­ar heitt­elsk­aði, söngv­ar­inn Sverr­ir Berg­mann, flutti fyr­ir hana ástaróð­inn „Þig ég elska“sem hann orti af heitri ást til Krist­ín­ar og heyr­ist nú oft á öld­um ljósvak­ans.

„Sverr­ir hafði sung­ið til mín í svo­lít­ið lang­an tíma og ég hlustað með stjörn­ur í aug­um. Ég fylgd­ist því með frá upp­hafi þeg­ar hann byrj­aði að glamra „Þig ég elska“á gít­ar­inn og lag­ið varð alltaf ae feg­urra. Ég var auð­vit­að dol­fall­in en mynd­band­ið gerði út­slag­ið og meira að segja pabba vökn­aði um aug­un þeg­ar hann horfði á það í fyrsta sinn. Það er svo ótrú­lega fal­legt og skemmti­legt og lýs­ir mér eins og ég er; elsk­andi taba­skósósu út á allt sem Sverr­ir teikn­aði sjálf­ur eins og allt ann­að í mynd­band­inu,“seg­ir Krist­ín, ást­fang­in upp fyr­ir haus og elsk­uð mest í heimi.

Bjargvaett­ur á bíla­þvotta­stöð

Krist­ín er lög­fra­eð­ing­ur að mennt og var ný­flutt heim frá Hollandi þar sem hún hafði lok­ið sér­haef­ingu í flug- og geimrétti við há­skól­ann í Lei­den þeg­ar ást­in bank­aði svo óvaent upp á eitt mánu­dags­kvöld í fe­brú­ar í fyrra.

„Þá sendi Sverr­ir mér vin­ar­beiðni á Face­book og ég svara með undr­un: „Ég veit ekki hvort minn­ið sé að leika mig grátt en þekkj­umst við?“Hann svar­aði um hael: „Neibb, við þekkj­umst ekki neitt. Minn­ið þitt er í topp­st­andi.“Mér fannst það baeði fynd­ið og krútt­legt og Sverr­ir reynd­ist ein­stak­lega skemmti­leg­ur að tala við. Hann var þá í Þýskalandi hjá vini en kom heim á fimmtu­deg­in­um í sömu viku og við ákváð­um að hitt­ast og fór­um á rúnt­inn eins og sautján ára ung­ling­ar,“rifjar Krist­ín upp og hla­er. „Á laug­ar­deg­in­um fór ég svo að þrífa bíl­inn á bíla­þvotta­stöð þar sem hann varð raf­magns­laus í miðri stöð­inni en þá kom Sverr­ir og bjarg­aði mér úr klíp­unni. Síð­an hef ég ver­ið með hon­um á hverj­um ein­asta degi enda féll ég kylli­flöt fyr­ir hon­um.“

Krist­ín hafði lít­ið fylgst með tón­list­ar­sen­unni heima þau fjög­ur ár sem hún bjó í út­lönd­um en vissi sem var að Sverr­ir hafði sung­ið

FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON BRINK

Krist­ín Eva Geirs­dótt­ir er lög­fra­eð­ing­ur á Út­lend­inga­stofn­un með sér­haef­ingu í flug- og geimrétti. Hún á von á sér í fe­brú­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.