Taekifa­eri til að láta draum­inn raet­ast

Jó­hanna Krist­ín var flug­freyja hjá WOW þeg­ar ósköp­in dundu yf­ir. Eft­ir að hafa kynnst góð­um vin­um í fríi á Mall­orca síð­asta sum­ar ákvað hún að flytj­ast bú­ferl­um til eyj­ar­inn­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Hjör­dís Erna Þor­geirs­dótt­ir hjordisern­[email protected]­bla­did.is

g ákvað að flytja til Mall­orca eft­ir að hafa ver­ið þar í 15 daga í júní í fjöl­skyldu­ferð, en við fór­um 13 sam­an á aeðis­lega skemmti­legt fjöl­skyldu­hót­el í Santa Ponsa, Pira­tes Villa­ge, og þar eign­að­ist ég góða vini sem vinna á hót­el­inu,“seg­ir Jó­hanna Krist­ín, en hún á tvö börn, þau Katrínu Rosönnu sem er átta ára og Daniel Ant­onio, fjög­urra ára.

Vill að börn­in laeri spa­ensku

„Það hef­ur lengi ver­ið draum­ur að flytja til spa­enskuma­elandi lands í ein­hvern tíma svo krakk­arn­ir mín­ir laeri spa­ensku al­menni­lega, en pabbi þeirra er frá Dóm­in­íska lýð­veld­inu. Ég kynnt­ist hon­um þeg­ar ég var skipt­inemi þar frá 2009 til 2010.“

Jó­hanna, sem tal­ar reiprenn­andi spa­ensku, seg­ist leggja ríka áherslu á að börn­in laeri spa­ensku. „Ég hef tal­að spa­ensku dags­dag­lega síð­an þá og við töl­uð­um alltaf spa­ensku heima þeg­ar við bjugg­um sam­an, en krakk­arn­ir hafa ekki al­veg náð nógu góð­um tök­um á tungu­mál­inu, þá að­al­lega sá yngri. Plan­ið var alltaf að fara til Dóm­in­íska lýð­veld­is­ins ein­hvern tíma í þessa veg­ferð en eft­ir ut­an­lands­ferð­ina í júní leist mér svo vel á Mall­orca.“

Því er gjarn­an fleygt fram að þeg­ar ein­ar dyr lok­ist, opn­ist aðr­ar og á það sann­ar­lega við í til­felli Jó­hönnu. „Þar sem ég var flug­freyja hjá WOW air í taep­lega tvö ár og missti vinn­una í lok mars við fall flug­fé­lags­ins þá fannst mér þetta til­val­ið taekifa­eri til að láta draum­inn raet­ast. Svo er svo auð­velt fyr­ir krakk­ana að laera tungu­mál með­an þau eru svona ung þannig að ég ákvað bara að skella mér.“

Brös­ug byrj­un en þess virði

„Ég fór ein út tvisvar sinn­um í júlí til að sa­ekja um NIE-núm­er, sem gef­ur þér leyfi til að vinna á Spáni og redda alls kon­ar öðr­um papp­ír­um, skoða skóla, fara í at­vinnu­við­töl og alls kon­ar sem þurfti að vera til­bú­ið áð­ur en við ákvaeð­um að flytja út,“út­skýr­ir Jó­hanna. „Ég fékk við­tal hjá TUI, sem er ferða­skrif­stofa, og þau vildu ráða mig í vinnu í júlí en þar sem ég var ekki kom­in með NIE-núm­er­ið þá gat ég ekki byrj­að strax. Það tók taep­lega þrjá mán­uði að fá þetta bless­aða núm­er þar sem öll papp­írs­vinna tek­ur mjög lang­an tíma á Spáni.“

Það gekk á ýmsu. „Þetta hef­ur geng­ið upp og nið­ur hjá okk­ur. Þeg­ar við kom­um til lands­ins höfð­um við fund­ið íbúð sem við aetl­uð­um að flytja inn í sem reynd­ist svo vera svindl. Við gist­um svo nokkr­ar naet­ur hjá vini okk­ar frá hót­el­inu en fund­um svo litla íbúð sem var hugs­uð til bráða­birgða þar til við mynd­um finna aðra sem hent­aði okk­ur.“

Börn­in hafi blómstr­að í skól­an­um. „Krakk­arn­ir byrj­uðu í skól­an­um í sept­em­ber og þeim geng­ur mjög vel og eru bú­in að eign­ast fullt af vin­um. Katrín tal­ar miklu betri spa­ensku núna eft­ir þrjá mán­uði og er einnig að laera katalónsku og ensku, Daní­el seg­ir nýtt orð á hverj­um degi og skil­ur meira og meira.“Bið­in eft­ir til­skild­um papp­ír­um og leit­in að húsna­eði hafi þó tek­ið á taug­arn­ar. „Fyr­ir mig er þetta bú­ið að vera svo­lít­ið stress­andi, þess­ir fyrstu mán­uð­ir þar sem ég þurfti að bíða svo lengi eft­ir NIE-núm­er­inu og það gekk ekk­ert að finna nýja íbúð.“

Fjöltyngd og ná­in fjöl­skylda

En öll él birt­ir upp um síð­ir og fram­tíð­in er björt. „Núna loks­ins, þrem mán­uð­um síð­ar, er ég kom­in með núm­er­ið, er að byrja að vinna hjá TUI, krakk­arn­ir í skól­an­um, við kynnt­umst ynd­is­legri konu frá Bras­il­íu sem naer í krakk­ana úr skól­an­um, aef­um ca­poeira öll sam­an tvisvar í viku og er­um núna loks­ins, eft­ir alls kon­ar vesen, að fara að flytja í góða íbúð.“

„Við kom­um heim talandi fimm tungu­mál reiprenn­andi með þessu áfram­haldi. Ís­lensk­una töl­um við okk­ar á milli, spa­ensk­una töl­um við við alla aðra, í skól­un­um er kennt á katalónsku, ensk­an er svo kennd í skól­an­um og svo laer­um við portú­gölsku í ca­poeira, en „sjóra­en­ingja“-vin­ir okk­ar eru all­ir frá Bras­il­íu.“

Jó­hanna seg­ir fjöl­skyldu og vini hafa ver­ið skiln­ings­rík. „Ég held að fjöl­skyld­unni og vin­um finn­ist ég vera ansi mik­il draumóra­kona með að­eins of mikla aevin­týra­þrá. En þau hafa ver­ið ekk­ert ann­að en hjálp­söm og þau eru alltaf til stað­ar fyr­ir mig. Ég held að þau skilji samt af hverju mig lang­aði til að gera þetta og þau styðja ákvarð­an­ir mín­ar.“

Þó sé mik­ill sökn­uð­ur eft­ir ást­vin­um, baeði mennsk­um og úr dýra­rík­inu. „Ég sakna fjöl­skyld­unn­ar og vina minna mik­ið. Og katt­anna minna, en ég á þrjár kis­ur. Það hjálp­ar þó mik­ið að hugsa að þetta sé bara tíma­bund­ið. Svo lang­ar mig af­skap­lega mik­ið í hrís­kúl­ur frá Freyju.“.

Jó­hanna seg­ir að fram­tíð­in sé óráð­in og það sé viss hugg­un fólg­in í þeirri hugs­un að þetta þurfi ekki að vera var­an­legt. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvena­er ég kem heim. Þetta var upp­haf­lega hugs­að sem tíma­bund­in lífs­reynsla. Það er samt voða gott að vita það að við get­um alltaf far­ið aft­ur heim. Sú hugs­un er bú­in að hjálpa mér mik­ið í gegn­um þá erf­ið­leika sem við höf­um þurft að glíma við. Ég hef oft ver­ið við það að fara heim en ég veit að ef ég geri það áð­ur en þetta er full­reynt mun ég sjá eft­ir því. Núna fyrst er allt loks­ins að smella sam­an og lít­ur út fyr­ir að þetta muni ganga vel, ég er samt ekki viss um hversu lengi við mun­um vera hér þar sem ég sé alls kon­ar önn­ur taekifa­eri. Þetta kem­ur allt í ljós.“

Jó­hanna Krist­ín er óhra­edd við að tak­ast á við nýj­ar og krefj­andi áskor­an­ir.

Jó­hanna Krist­ín er hér ásamt börn­un­um sín­um, Daní­el Ant­onio og Katrínu Ros­anna.

Fjöl­skyld­an nýt­ur sín á Mall­orca og hef­ur í nógu að snú­ast.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.