Dul­ar­full gra­en ljós á himni

Norð­ur­ljós­in hafa lengi vak­ið áhuga fólks og er­lend­ir ferða­menn flykkj­ast til Ís­lands yf­ir vetr­ar­mán­uð­ina í von um að geta bar­ið þau aug­um. Áð­ur fyrr voru uppi ólík­ar til­gát­ur um or­sök þeirra.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA - Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­[email protected]­bla­did.is

suð­ur­ljós­in kall­ast aur­ora austr­al­is. Áróra var gyðja dög­un­ar í róm­verskri goða­fra­eði, en aur­ora bor­eal­is þýð­ir dög­un í norðri og aur­ora austr­al­is þýð­ir dög­un í suðri.

Róm­verj­ar til forna tengdu norð­ur­ljós­in við upp­haf nýs dags og töldu að ljós­in vaeru gyðj­an Áróra að birt­ast þeim á himn­in­um.

Það er mjög sjald­gaeft að norð­ur­ljós­in sjá­ist sunn­ar­lega í Evr­ópu, ef þau birt­ast á þeim slóð­um eru þau oft rauð að lit. Ef svo ólík­lega vildi til að norð­ur­ljós sa­ej­ust svo sunn­ar­lega á norð­ur­hvel­inu á öld­um áð­ur ollu þau tals­verð­um usla og ótta með­al al­menn­ings.

Á Ítal­íu og Frakklandi taldi fólk að ljós­in vaeru fyr­ir­boði um yf­ir­vof­andi stríð eða hung­urs­neyð. Sög­ur segja að rauð norð­ur­ljós hafi lit­að him­in­inn yf­ir Skotlandi og Englandi nokkr­um vik­um fyr­ir frönsku bylt­ing­una og síð­ar var tal­ið að það hefði ver­ið fyr­ir­boði um átök­in hjá ná­grönn­un­um í Frakklandi.

Hér á Ís­landi var tal­ið að ef ólétt kona horfði á norð­ur­ljós­in gaeti það minnk­að verki við faeð­ing­una. Þó varð hún að passa sig að horfa ekki á ljós­in á með­an á faeð­ing­unni sjálfri stóð því þá myndi barn­ið verða rang­eygt.

Á Gra­en­landi voru norð­ur­ljós­in líka tengd barns­fa­eð­ing­um en þar var tal­ið að þau vaeru sál­ir and­vana faeddra barna.

Á Nýja-Sjálandi og einnig víða á norð­ur­hveli hélt fólk lengi vel að seg­ul­ljós­in stöf­uðu af end­ur­spegl­un frá kyndl­um eða brenn­um.

Indján­ar í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um trúðu því að ljós­in sýndu stað­setn­ingu risa sem þeir trúðu að vaeru and­ar merkra veiðimanna. Inúít­ar í Alaska héldu aft­ur á móti að norð­ur­ljós­in vaeru and­ar dýr­anna sem þeir veiddu, sela, laxa, dá­dýra og hvala.

NORDICPHOT­OS/GETTY

Á öld­um áð­ur hafði fólk ýms­ar skýr­ing­ar á til­vist norð­ur- og suð­ur­ljós­anna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.