Dan­ir í her­ferð gegn ilm­efn­um

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Ungling­un­um er bent á að nota ilm­efna­laus­an svita­lyktareyði.

Sam­kvaemt nýrri rann­sókn þjást 180 þús­und Dan­ir af ofna­emi sem staf­ar af ilm­vatni eða öðr­um ilm­vör­um. Um­hverf­is­stofn­un Dan­merk­ur hef­ur nú hrund­ið af stað her­ferð á sam­fé­lags­miðl­um til að fá ungt fólk til að forð­ast vör­ur með ilm­efn­um en velja í stað­inn snyrti­vör­ur án þeirra. Sér­stak­lega er bent á vör­ur eins og svita­lyktareyði sem aetti að vera án ilm­efna.

Her­ferð­inni er beint að ung­ling­um á aldr­in­um 13-16 ára en á þeim aldri byrja þau að nota snyrti­vör­ur ým­iss kon­ar. Il­m­efna­ofna­emi lýs­ir sér sem ex­em, rauð­ir flekk­ir, blöðr­ur eða jafn­vel sár. Ofna­em­ið brýst fram í húð­inni við notk­un á ilm­efn­um. Ilm­vötn eru þarna eng­in und­an­tekn­ing. Það geta lið­ið nokk­ur ár áð­ur en ofna­em­ið brýst fram í húð­inni svo best er að sleppa því al­veg að nota ilm­efni, að því er seg­ir í frétt á Jyl­l­ands Posten. Ungling­un­um er bent á að nota ilm­efna­laus­an svita­lyktareyði og ef not­að er ilm­vatn að sprauta því beint á fatn­að í stað húð­ar­inn­ar.

Sagt er að alls kyns ofna­emi hjá fólki vegna efna í iðn­að­ar­vör­um kosti Dani yf­ir níu millj­arða króna á ári hverju.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.