Fréttablaðið - FÓLK

Söngleikur um Jókerinn á leiðinni

- Oddurfreyr@frettablad­id.is

Leikstjóri­nn Todd Phillips staðfesti fyrir skömmu að það sé að koma framhald af myndinni Joker frá 2019 og sögusagnir herma það verði söngleikur þar sem Lady Gaga leikur Harley Quinn.

Phillips, sem leikstýrði og var meðhöfundu­r fyrstu myndarinna­r, gaf upp titil nýju myndarinna­r, Joker: Folie à Deux. Undirtitil­linn er vísun í geðraent vandamál sem hrjáir tvo eða fleiri á sama tíma og kann að vera vísun í samband Jókersins við Harley Quinn.

Fyrri myndin fjallaði um einmana trúðinn Arthur Fleck og umbreyting­u hans í óþokkann fraega. Myndin sló raekilega í gegn og fékk 11 Óskarstiln­efningar, en Joaquin Phoenix vann verðlaun sem besti leikarinn og Hildur Guðnadótti­r vann verðlaun fyrir bestu tónlistina.

Lady Gaga sem Harley Quinn

Samkvaemt The Hollywood Reporter er verið að reyna að fá Lady Gaga til að leika á móti Phoenix, en ekki vitað hvaða persónu hún á að leika. Talið er að það sé Harley Quinn, geðlaeknir Jókersins, sem fellur fyrir honum og verður glaepaféla­gi hans.

Heimildarm­enn miðilsins herma líka að nýja myndin verði söngleikur, sem hefur komið mörgum mjög á óvart.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/SKJÁSKOT ?? Joaquin Phoenix snýr aftur sem Jókerinn í Joker: Folie à Deux.
FRÉTTABLAЭIÐ/SKJÁSKOT Joaquin Phoenix snýr aftur sem Jókerinn í Joker: Folie à Deux.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland