Fréttablaðið - FÓLK

Gott er að tilvonandi brúðir undirbúi húðina fyrir brúðkaupsd­aginn með því að nota rakamaska, gott dagkrem, naeturkrem og augnkrem. Þegar kemur að förðuninni sjálfri leggur Arna Sigurlaug Ragnarsdót­tir förðunarfr­aeðingur meðal annars áherslu á vatnshelda­n

- Svava Jónsdóttir

Arna Sigurlaug Ragnarsdót­tir, förðunarfr­aeðingur og sölustjóri hjá Artica, segir undirbúnin­g húðar fyrir brúðkaupsd­aginn skipta máli.

„Grunnur að fallegri förðun felst alltaf í því hvernig húðin er undirbúin. Ég myndi ekki maela með að prófa nýja maska viku fyrir brúðkaup heldur frekar að vera búin að finna út hvað hentar húð viðkomandi svo ekkert erti húðina síðustu dagana fyrir brúðkaupsd­aginn. Rakamaski er alltaf sniðugur, baeði fyrir dömur og herrana, sem vilja fá aukinn raka og ljóma. Rakamaskar geta verið mismunandi en flestir gefa góðan raka og rakastilla húðina. Þá eru þeir oft með einhverju auka sem til daemis róar húðina, kaelir og minnkar roða.“

Hvað með andlitskre­m og augnkrem?

„Það aetti alltaf að nota gott dagkrem, naeturkrem og augnkrem því þau halda góðu jafnvaegi á húðinni. Hvernig sem húðtýpan er – þurr, blönduð eða olíukennd – þá er alltaf gott að nota rakakrem sem hentar húðtýpu hvers og eins. Það skiptir máli fyrir góða förðun.“

Arna Sigurlaug maelir með að tilvonandi brúðir fari í prufuförðu­n fyrir stóra daginn.

„Ég myndi segja að það vaeri nauðsynleg­t og það er sniðugt að koma um mánuði fyrr. Ég bið tilvonandi brúði alltaf um að koma með hugmyndir að förðun sem hún vill fá: til daemis myndir af Pinterest. Síðan finnum við saman út hvað við viljum gera og veljum farða og liti eftir hvað hverri og einni hentar.“

Svo húðin ljómi

Svo rennur brúðkaupsd­agurinn upp og segir Arna Sigurlaug skipta máli að förðunin haldist allan daginn og að sjálfsögðu að brúðinni líði vel með förðunina.

„Ég hitti brúðina almennt um mánuði fyrir brúðkaupsd­aginn og þá förum við yfir öll skrefin og ákveðum hvaða vörur við

 ?? ?? Brúntóna jarðlitir og mildir litatónar eru oft notaðir við brúðarförð­un.
Brúntóna jarðlitir og mildir litatónar eru oft notaðir við brúðarförð­un.
 ?? ?? Ljómandi húð og brúntóna augnförðun með dökkri skyggingu.
Ljómandi húð og brúntóna augnförðun með dökkri skyggingu.
 ?? ?? Klassísk brúðarförð­un með léttri skyggingu og nude-bleikum varalit.
Klassísk brúðarförð­un með léttri skyggingu og nude-bleikum varalit.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland