Fréttablaðið - FÓLK

Elvis lifir

- Thordisg@frettablad­id.is

Þótt liðin séu 45 ár síðan konungur rokksins, Elvis Presley, kvaddi jarðvistin­a, trekkir hann að nýja og gamla aðdáendur í nýju kvikmyndin­ni Elvis með leikaranum Austin Butler í aðalhlutve­rki.

Elvis var harmdauði aðdáenda um allan heim þegar hann lést úr hjartaáfal­li 16. ágúst 1977 og margir tóku andlátsfré­ttinni sem samsaeri vegna þess að konungurin­n hafi verið orðinn leiður á fraegðinni.

Elvis víða á kreiki

Nú þegar Elvis er kominn í bíó spretta enn og aftur sögusagnir um að rokkkóngur­inn sé sprelllifa­ndi.

Hann var reyndar varla kominn í gröfina þegar vitni gaf sig fram og sagðist hafa séð hann kaupa sér farmiða til Argentínu á flugvellin­um í Memphis, undir nafninu Jon Burrows, sem Elvis notaði iðulega á ferðalögum.

Í desember á dánarárinu sagðist annað vitni hafa komið auga á

Elvis í haegindast­ól heima á setri sínu, Graceland.

Elvis maetti víst líka á viðburð í Graceland sumarið 2019 þar sem hann sást skottast um á meðal aðdáenda sinna og var tekið upp myndband af manni í blárri skyrtu og með hvítt alskegg, áður en hann hvarf sjónum.

Sama ár náðist Elvis á mynd í jarðarför síns besta vinar, DJ George Klein, með Pricillu Presley, fyrrum eiginkonu sinni.

Á Facebook eru grúppur þar sem sönnunargö­gn um Elvis á lífi birtast af og til.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY ?? Austin Butler fer með hlutverk Elvis Presley í Elvis.
FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY Austin Butler fer með hlutverk Elvis Presley í Elvis.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland