Fréttablaðið - FÓLK

KISS ruglaði saman fánum

- Oddurfreyr@frettablad­id.is

Hin goðsagnake­nnda rokksveit KISS gerði frekar vandraeðal­eg mistök á laugardags­kvöldið þegar hún var að spila í Austurríki en notaði ástralska fánann þegar hún sendi tónleikage­stum ást sína. Tónlistarv­efurinn Planet Rock greindi frá atvikinu.

Sveitin hafði nýlokið við að spila síðasta lagið sitt á Wiener Stadthalle-leikvangin­um þegar hefðbundin þakkarorð birtust á stóru skjánum við sviðið. Þar stóð „KISS elskar ykkur, Vín“en því miður var það ekki austurrísk­i fáninn sem skreytti þessa kveðju, heldur sá ástralski.

Tónleikage­sturinn Ben Nguyen náði mynd af atvikinu og birti mynd af villunni á Twitter-síðu sinni sem hefur vakið mikla athygli.

Að syngja sitt síðasta

KISS eru nú á síðasta tónleikafe­rðalagi sínu, en ferðalagið heitir End of the Road World Tour og á því hefur sveitin farið um allan heim.

Ferðalagið hófst í Kanada 31. janúar árið 2019 og evrópski hluti tónleikafe­rðalagsins endar 21. júlí í Amsterdam. Í ágúst fer sveitin svo til Ástralíu. Ferðalagin­u lýkur síðan í heimalandi sveitarinn­ar, Bandaríkju­num, í október.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/TWITTER ?? Frekar vandraeðal­egt klúður hjá KISS.
FRÉTTABLAЭIÐ/TWITTER Frekar vandraeðal­egt klúður hjá KISS.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland