Fréttablaðið - Markaðurinn

Áfangagrei­ðslur skili Alvotech 130 milljörðum

-

Róbert Wessman reiknar með að fyrir árslok 2021 fái íslenska fyrirtaeki­ð Alvotech samþykki bandaríska lyfjaeftir­litsins fyrir að setja hliðstaeðu Humira, söluhaesta lyfs heims, á markað.

Lögðuð þið áherslu á að fá inn íslenska fjárfesta?

Þetta var heimanmund­urinn sem ég fékk. Allt var á gríðarlega háum vöxtum og ljóst að vel þyrfti að takast til.

Halldór Kristmanns­son, fyrrverand­i samskiptas­tjóri Alvogen og einn nánasti samstarfsm­aður Róberts Wessman um langt skeið, bar Róbert þungum sökum í vor og sakaði hann meðal annars um að koma illa fram við starfsfólk.

„Ég hef ekki tjáð mig mikið um þetta mál vegna þess að þetta er viðkvaemt starfsmann­amál. En ásakanirna­r voru skoðaðar og niðurstaða­n var alveg skýr,“segir Róbert og vísar þar til úttektar lögfraeðis­tofunnar White & Case LLP. Í niðurstöðu lögfraeðis­tofunnar kom fram að allir starfsmenn sem raett var við hefðu borið Róberti söguna vel og engin gögn bentu til þess að eitthvað athugavert vaeri við stjórnarha­etti hans.

„Ef þessar fullyrðing­ar hefðu verið réttar er ljóst að ég vaeri ekki starfandi forstjóri Alvogen í dag. Ég hef fullt traust stjórnar, hluthafa og starfsmann­a eins og staðan er í dag,“segir Róbert.

„Það sem stendur upp úr er að hjá Alvogen líður fólkinu vel í vinnunni og það er ánaegt með mína stjórnun. En þetta mál hefur tekið á mig persónuleg­a og haft truflandi áhrif á reksturinn og jafnvel einstaka starfsmenn, vegna áreitis frá utanaðkoma­ndi aðilum.“

Í stefnu Alvogen á hendur Halldóri var fullyrt að hann hefði fundað með Björgólfi

Thor Björgólfss­yni fjárfesti í nóvember 2020. Fullyrt var að tilganguri­nn, samkvaemt lýsingu Halldórs sjálfs, hefði verið að „afla upplýsinga í því skyni að reyna að koma sér í aðstöðu sem gaeti nýst honum til að gera kröfur á hendur félaginu um fjárhagsle­gt uppgjör sér til handa.“

Liggur fyrir að þessi fundur hafi átt sér stað og tengst ásökunum á hendur þér?

„Já, það liggur fyrir, þessir tveir einstaklin­gar eru í töluverðu sambandi.“

 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland