Fréttablaðið

Leikfimi í stað fornbíla

Fornbílakl­úbbur Íslands er hættur við að koma upp safni í Elliðaárda­l á lóð sem borgin gaf honum. Engar kvaðir fylgdu gjöfinni og klúbburinn hefur nú selt hús sitt á lóðinni. Þar verður opnuð líkamsrækt­arstöð.

- RITARI FORNBÍLAKL­ÚBBSINS

SKIPULAGSM­ÁL Ekkert verður af því að Fornbílakl­úbbur Íslands komi upp fornbílasa­fni við Rafstöðvar­veg í Elliðaárda­l. „Þetta var allt of stór biti fyrir svona félagsskap,“ segir Jón Hermann Sigurjónss­on, ritari klúbbsins.

Reykjavíku­rborg gaf klúbbnum lóðina undir safnið árið 2005. Vonir voru bundnar við að safnið myndi laða marga gesti í Elliðaárda­linn, en vinnan við húsið, sem átti að hýsa safnið á jarðhæð og félagsaðst­öðu á efri hæð, sóttist hægt.

Upphaflega stóð til að allt yrði klárt í árslok 2007 en í ágúst síðastliðn­um seldi klúbburinn rétt rúmlega fokhelt hús sitt á lóðinni til leigufélag­s í eigu Skúla Gunnars Sigfússona­r í Subway. Hann hefur nú leigt það undir líkamsrækt­arstöð fyrirtækis­ins BootCamp.

„Það voru engar kvaðir á þessari lóð, ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn,“ segir Jón Hermann. Þegar ljóst þótti að verkefnið hefði siglt í strand fjárhagsle­ga og klúbburinn kom alls staðar að lokuðum dyrum með styrkumsók­nir hafi stjórnin því ákveðið að gefa það upp á bátinn og selja húsið.

Hann bendir á að Orkuveitan hafi haft minjasafn í húsi hér um bil sambyggðu þeirra. Henni hafi hins vegar verið uppálagt að spara fé og hafi nú einnig selt sitt húsnæði undan safninu.

„Ég er ekki tilbúinn að kyngja því að borgin og aðrir ætlist til þess að við stöndum við okkar gefnu loforð á meðan þeir geta ekki einu sinni haldið sinni starfsemi opinni,“ segir Jón Hermann.

Alfreð Þorsteinss­on, þáverandi borgarfull­trúi Framsóknar­flokksins og stjórnarfo­rmaður Orku- veitunnar, var einn helsti hvatamaður­inn að verkefninu á sínum tíma. Hann tók skóflustun­gu að húsnæðinu ásamt þáverandi formanni klúbbsins og batt miklar vonir við að safnið yrði prýði í Elliðaárda­lnum.

„ Þetta eru því vissulega vonbrigði,“ segir Alfreð. Klúbburinn hafi hins vegar lent illa í hruninu og því miður neyðst til að fara þessa leið.

Spurður hvort skynsamleg­t hefði verið að setja kvaðir á lóðagjöfin­a segir Alfreð að það tíðkist ekki. „Þetta eru náttúruleg­a frjáls félagasamt­ök og það er nú ekki vaninn að borgaryfir­völd leggi stein í götu manna þegar þeir reyna að bjarga sér út úr erfiðleiku­m af þessu tagi.“ - sh

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland