Leik­fimi í stað forn­bíla

Forn­bíla­klúbb­ur Ís­lands er hætt­ur við að koma upp safni í Ell­iða­ár­dal á lóð sem borg­in gaf hon­um. Eng­ar kvað­ir fylgdu gjöf­inni og klúbbur­inn hef­ur nú selt hús sitt á lóð­inni. Þar verð­ur opn­uð lík­ams­rækt­ar­stöð.

Fréttablaðið - - Forsíða - RIT­ARI FORNBÍLAKL­ÚBBSINS

SKIPULAGSM­ÁL Ekk­ert verð­ur af því að Forn­bíla­klúbb­ur Ís­lands komi upp forn­bíla­safni við Raf­stöðv­arveg í Ell­iða­ár­dal. „Þetta var allt of stór biti fyr­ir svona fé­lags­skap,“ seg­ir Jón Her­mann Sig­ur­jóns­son, rit­ari klúbbs­ins.

Reykjavíku­rborg gaf klúbbn­um lóð­ina und­ir safn­ið ár­ið 2005. Von­ir voru bundn­ar við að safn­ið myndi laða marga gesti í Ell­iða­ár­dal­inn, en vinn­an við hús­ið, sem átti að hýsa safn­ið á jarð­hæð og fé­lags­að­stöðu á efri hæð, sótt­ist hægt.

Upp­haf­lega stóð til að allt yrði klárt í árs­lok 2007 en í ág­úst síð­ast­liðn­um seldi klúbbur­inn rétt rúm­lega fok­helt hús sitt á lóð­inni til leigu­fé­lags í eigu Skúla Gunn­ars Sig­fús­son­ar í Su­bway. Hann hef­ur nú leigt það und­ir lík­ams­rækt­ar­stöð fyr­ir­tæk­is­ins BootCamp.

„Það voru eng­ar kvað­ir á þess­ari lóð, ekki einu sinni að við opn­uð­um þetta safn,“ seg­ir Jón Her­mann. Þeg­ar ljóst þótti að verk­efn­ið hefði siglt í strand fjár­hags­lega og klúbbur­inn kom alls stað­ar að lok­uð­um dyr­um með styrk­umsókn­ir hafi stjórn­in því ákveð­ið að gefa það upp á bát­inn og selja hús­ið.

Hann bend­ir á að Orku­veit­an hafi haft minja­safn í húsi hér um bil sam­byggðu þeirra. Henni hafi hins veg­ar ver­ið uppálagt að spara fé og hafi nú einnig selt sitt hús­næði und­an safn­inu.

„Ég er ekki til­bú­inn að kyngja því að borg­in og aðr­ir ætl­ist til þess að við stönd­um við okk­ar gefnu lof­orð á með­an þeir geta ekki einu sinni hald­ið sinni starf­semi op­inni,“ seg­ir Jón Her­mann.

Alfreð Þor­steins­son, þá­ver­andi borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins og stjórn­ar­formað­ur Orku- veit­unn­ar, var einn helsti hvata­mað­ur­inn að verk­efn­inu á sín­um tíma. Hann tók skóflu­stungu að hús­næð­inu ásamt þá­ver­andi for­manni klúbbs­ins og batt mikl­ar von­ir við að safn­ið yrði prýði í Ell­iða­ár­daln­um.

„ Þetta eru því vissu­lega von­brigði,“ seg­ir Alfreð. Klúbbur­inn hafi hins veg­ar lent illa í hrun­inu og því mið­ur neyðst til að fara þessa leið.

Spurð­ur hvort skyn­sam­legt hefði ver­ið að setja kvað­ir á lóða­gjöf­ina seg­ir Alfreð að það tíðk­ist ekki. „Þetta eru nátt­úru­lega frjáls fé­laga­sam­tök og það er nú ekki van­inn að borg­ar­yf­ir­völd leggi stein í götu manna þeg­ar þeir reyna að bjarga sér út úr erf­ið­leik­um af þessu tagi.“ - sh

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.