Gagn­rýn­ir dýr­ar lán­tök­ur fyr­ir arð­greiðsl­um frá Orku­veit­unni

Stjórn­ar­mað­ur í Orku­veit­unni seg­ir al­var­legt að fé­lag­ið taki dýr lán til þess að greiða arð. Fyr­ir­tæk­ið tók lán upp á nærri þrjá millj­arða króna í árs­lok 2016. Lán­ið hækk­aði veltu­fjár­hlut­fall þannig að skil­yrð­um fyr­ir arð­greiðslu var full­nægt.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Orku­veit­an greiddi 750 millj­óna króna arð til eig­enda í fyrra og hyggst greiða 1.250 millj­ón­ir í arð á þessu ári.

Orku­veit­an tók nærri þriggja millj­arða króna lán hjá Ís­lands­banka í lok árs 2016. Lán­ið átti þátt í því að veltu­fjár­hlut­fall fé­lags­ins hækk­aði þannig að skil­yrð­um fyr­ir arð­greiðslu var full­nægt. Reykja­vík­ur­borg á tæp­lega 94 pró­senta hlut í fé­lag­inu

Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks og stjórn­ar­mað­ur í OR, seg­ir al­var­legt mál að sleg­in séu dýr lán gagn­gert til að greiða stjórn­mála­mönn­um arð.

.

„Þarna er Orku­veit­an í raun lát­in sitja uppi með gríð­ar­leg­an vaxta­kostn­að til þess eins að greiða Reykja­vík­ur­borg arð,“seg­ir Hild­ur.

Ingv­ar Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála Orku­veit­unn­ar, seg­ir að sam­kvæmt fjár­hags­leg­um mark­mið­um og skil­yrð­um beri Orku­veit­unni, rétt eins og sveit­ar­fé­lög­um, að hafa veltu­fjár­hlut­fall­ið yf­ir 1,0. „Þetta lán var einn lið­ur í því,“seg­ir hann.

„Lán­ið er greitt út 30. des­em­ber 2016, sem var síð­asti virki dag­ur þess árs, og er það á veru­lega óhag­stæð­um kjör­um mið­að við þau kjör sem Orku­veit­unni bjóð­ast,“seg­ir Hild­ur um bankalán­ið.

Þarna er Orku­veit­an í raun lát­in sitja uppi með gríð­ar­leg­an vaxta­kostn­að til þess eins að greiða Reykja­vík­ur­borg arð. Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og stjórn­ar­mað­ur í Orku­veit­unni

Úrskurð­ar­nefnd í vá­trygg­inga­mál­um (ÚRVá) taldi að árekst­ur á Djúp­vegi á Stein­gríms­fjarð­ar­heiði í ág­úst í fyrra hafi að öllu leyti mátt rekja til hátt­semi öku­manns hús­bíls sem lenti í slys­inu. Sá var ný­ver­ið dæmd­ur í þrjá­tíu daga fang­elsi vegna akst­urs síns í að­drag­anda slyss­ins. Á slys­stundu var bæði kanna­bis og am­feta­mín í blóði hans.

Öku­mað­ur hús­bíls­ins hafði ek­ið hægt og und­ar­lega mín­út­urn­ar fyr­ir slys­ið. Öku­mað­ur Niss­an Patrol jeppa hafði ek­ið nokkra stund fyr­ir aft­an en ákvað er færi gafst að taka fram úr. Á þeirri stundu sveigði hús­bíll­inn í veg fyr­ir hann. Jepp­inn lask­að­ist lít­ið eitt en hús­bíll­inn end­aði ut­an veg­ar og gjör­eyði­lagð­ist.

Ágrein­ing­ur var með­al mann­anna um það hver ætti sök á árekstr­in­um. ÚRVá benti á að kanna­bis hefði ver­ið í blóði öku­manns­ins. Mað­ur­inn tók lyf sem inni­hélt am­feta­mín að lækn­is­ráði en styrk­ur þess í blóði var marg­falt meiri en eðli­legt gat tal­ist og benti það til mis­notk­un­ar. Að því virtu var öll sök lögð á öku­mann hús­bíls­ins.

Framúrakst­ur er vanda­sam­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.