Um­hverf­is­ráð­herra seg­ir hjól frið­lýs­ing­ar far­in að snú­ast

Um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra von­ast til að hægt verði að ljúka frið­lýs­ing­um á fimm svæð­um í vernd­ar­flokki ramm­a­áætl­un­ar um mitt næsta ár. Efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur tólf frið­lýstra svæða á síð­asta ári var 33,5 millj­arð­ar fyr­ir þjóð­ar­bú­ið sam­kvæmt nýrri ra

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

„Frið­lýs­ing­ar­hjól­in eru aft­ur far­in að snú­ast,“sagði Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, í ræðu sinni á Um­hverf­is­þingi sem fram fór í gær. Meg­in­um­fjöll­un­ar­efni þings­ins var nátt­úru­vernd og var sjón­um sér­stak­lega beint að frið­lýst­um svæð­um og þjóð­garði á mið­há­lend­inu.

Guð­mund­ur Ingi fór yf­ir það hvernig átak í frið­lýs­ing­um sem hann kynnti í rík­is­stjórn síð­ast­lið­ið sum­ar gengi. „Nú þeg­ar hafa frið­lýs­ing­ar­skil­mál­ar fyr­ir fimm svæði í vernd­ar­flokki ramm­a­áætl­un­ar ver­ið send­ir út til kynn­ing­ar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bæt­ist í hóp­inn. Hægt ætti að vera að ljúka þess­um frið­lýs­ing­um fyr­ir mitt næsta ár.“

Þá sé til skoð­un­ar að frið­lýsa svæði sem eru við­kvæm fyr­ir ágangi ferða­manna. Þar nefndi ráð­herra sér­stak­lega Reykja­dal í Ölfusi og Gjána í Þjórsár­dal. Hann velti einnig upp þeirri spurn­ingu hvort frið­lýs­ing­ar drægju ekki bara fleiri ferða­menn á við­kvæm svæði. Rann­sókn­ir sýni að fólk hafi áhyggj­ur af því að ferða­þjón­ustu fylgi of mik­ið álag á nátt­úr­una.

„Það ligg­ur því fyr­ir að nauð­syn­legt er að búa til skýra um­gjörð svo að tæki­fær­in sem fólk sér í ferða­mönn­um glat­ist ekki og að áhyggj­um fólks vegna ágangs sé mætt og þær raun­ger­ist ekki,“sagði Guð­mund­ur.

Á þing­inu voru einnig kynnt­ar nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sem unn­in var af Hag­fræði­stofn­un Há­skóla Ís­lands á efna­hags­leg­um áhrif­um á tólf frið­lýst svæði á Íslandi og nærum­hverfi þeirra. Er þetta fyrsta rann­sókn­in sem gerð hef­ur ver­ið á þessu hér­lend­is.

Á síð­asta ári var beinn efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur fyr­ir þessi svæði og nærsam­fé­lög 10 millj­arð­ar króna en ávinn­ing­ur fyr­ir þjóð­ar­bú­ið í heild var 33,5 millj­arð­ar. Um 45 pró­sent af eyðslu ferða­manna voru inni á frið­lýst­um svæð­um eða í næsta ná­grenni. Þetta skap­aði um 1.800 störf á um­rædd­um stöð­um en stöðu­gild­in voru um 1.500 tals­ins.

Einnig kem­ur fram í nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar­inn­ar að fyr­ir hverja krónu sem rík­ið leggi til frið­lýstra svæða skili 23 krón­ur sér til baka. Þá skil­uðu svæð­in sem rann­sókn­in náði til átt­föld­um tekju­skatti mið­að við rekstr­ar­kostn­að.

Þá voru kynnt­ar nið­ur­stöð­ur spurn­inga­könn­un­ar sem unn­in var af Fé­lags­vís­inda­stofn­un um við­horf til stofn­un­ar þjóð­garðs á mið­há­lend­inu. Um 63 pró­sent að­spurðra sögð­ust fylgj­andi stofn­un slíks þjóð­garðs en um tíu pró­sent voru því and­víg.

Sam­kvæmt nýrri könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar eru 63 pró­sent lands­manna hlynnt stofn­un þjóð­garðs á mið­há­lend­inu.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son ræddi með­al ann­ars um frið­lýs­ing­ar á Um­hverf­is­þingi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.