Lög­regl­an læri meira af því liðna seg­ir verj­andi

Verj­andi í gagna­vers­mál­inu seg­ir lög­regl­una eiga eft­ir að læra af Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um. Hann fékk sjálf­ur stöðu sak­born­ings. Sak­sókn­ari vís­ar gagn­rýni verj­enda á bug og seg­ir þá fara með dylgj­ur og ósann­að­ar stað­hæf­ing­ar.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ -

„Það er al­veg ljóst að lög­regl­an hef­ur enn ekki dreg­ið næg­an lær­dóm af mis­tök­um for­tíð­ar­inn­ar,“seg­ir Þorgils Þorgils­son, verj­andi Sindra Þórs Stef­áns­son­ar, um rann­sókn gagna­vers­máls­ins hjá lög­reglu. Hann seg­ist sjald­an á sín­um lög­manns­ferli hafa upp­lif­að sam­bæri­leg brot á rétt­ind­um sak­aðra manna.

Munn­leg­ur mál­flutn­ing­ur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frá­vís­un máls­ins í Hér­aðs­dómi Reykja­ness í gær. Verj­end­ur höfðu uppi stór­yrt­ar lýs­ing­ar á rann­sókn lög­regl­unn­ar á Suð­ur­nesj­um á mál­inu og lýstu meint­um brot­um á mann­rétt­ind­um skjól­stæð­inga sinna.

„Við er­um ný­bú­in að rifja upp af­leið­ing­ar þess að virða ekki leik­regl­urn­ar,“sagði Þorgils í lok sinn­ar ræðu fyr­ir dómi. Að­spurð­ur seg­ir Þorgils að hann vísi þar til rann­sókn­ar Guð­mund­ar- og Geirfinns­mála sem mik­ið hafa ver­ið til um­fjöll­un­ar að und­an­förnu vegna end­urupp­töku þeirra og ný­legs sýknu­dóms Hæsta­rétt­ar.

Þorgils lýsti með­al ann­ars þving­un­ar­ráð­stöf­un­um sem hann hafi sjálf­ur þurft að þola í starfi sínu sem verj­andi Sindra. Hann hafi sjálf­ur feng­ið rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu, lagt hafi ver­ið hald á síma hans, lög­regla hafi neit­að skjól­stæð-

Við er­um ný­bú­in að rifja upp af­leið­ing­ar þess að virða ekki leik­regl­urn­ar.

Þorgils Þorgils­son, verj­andi Sindra Þórs Stef­áns­son­ar

ingi hans um verj­anda að eig­in vali en reynt hafi ver­ið að koma í veg fyr­ir að hann yrði skip­að­ur verj­andi Sindra í mál­inu, þrátt fyr­ir sér­stak­ar ósk­ir Sindra þar að lút­andi.

„Það er al­var­legt brot á rétti sak­aðs manns að lög­regla beiti sér gagn­vart verj­end­um með þeim hætti sem gert hef­ur ver­ið í þessu máli,“seg­ir Þorgils. Hann seg­ir að þeg­ar lög­regla beiti verj­anda sak­aðs manns þving­un­ar­að­gerð­um sé um leið kom­ið í veg fyr­ir að hann geti sinnt rétt­inda­gæslu fyr­ir skjól­stæð­ing sinn, enda for­senda trausts þeirra í milli al­ger for­senda þess að hinn sak­aði mað­ur njóti raun­veru­legr­ar rétt­ar­gæslu.

Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir flutti mál­ið af hálfu ákæru­valds­ins. Hún vís­aði mál­flutn­ingi verj­endanna á bug og sagði grein­ar­gerð Þorgils og Guðna Jó­seps Ein­ars­son­ar, verj­anda ann­ars ákærða, fulla af rang­færsl­um og dylgj­um í garð lög­regl­unn­ar.

Full ástæða hefði ver­ið til þeirra að­gerða sem grip­ið var til gagn­vart verj­anda Sindra enda hefði rök­studd­ur grun­ur ver­ið uppi um að­stoð hans við flótta Sindra Þórs úr fang­elsi og af landi brott. Hún vís­aði til þess að Sindri hefði ósk­að eft­ir því við verj­anda sinn að hann af­henti sér vega­bréf sitt og við fyr­ir­töku um áfram­hald­andi gæslu­varð­hald yf­ir Sindra hefði Þorgils fært hon­um vega­bréf­ið.

„Ef lög­regla vildi halda vega­bréfi skjól­stæð­ings míns hefði hún ekki átt að af­henda mér það,“seg­ir Þorgils. Hann seg­ir að við af­hend­ingu vega­bréfs­ins til sín hafi lög­regl­an í raun og veru ver­ið að af­henda Sindra sjálf­um það. Sjálf­um sé hon­um ekki heim­ilt að halda vega­bréf­inu.

Þorgils vís­ar því al­far­ið á bug að hafa að­stoð­að skjól­stæð­ing sinn með þeim hætti sem sak­sókn­ari haldi fram. Sindri hafi ekki not­að um­rætt vega­bréf við brott­för af land­inu, held­ur gef­ið upp ann­að nafn en sitt eig­ið. Auk þess hafi brott­för Sindra frá Sogni og af landi brott ekki ver­ið ólög­mæt þar sem hann var ekki frels­is­svipt­ur með dómi á um­rædd­um tíma, eins og margoft hef­ur kom­ið fram.

Úrskurð­ar um frá­vís­un­ar­kröf­una er að vænta í næstu viku. adal­[email protected]­bla­did.is

FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Þorgils Þorgils­son lög­mað­ur á spjalli við lög­reglu­mann í Hér­aðs­dómi Reykja­ness í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.