Síð­asti skila­dag­ur á jól­um í skó­kassa í dag

Fréttablaðið - - HELGIN - Kbg

Jól í skó­kassa er al­þjóð­legt verk­efni sem felst í því að fá börn jafnt sem full­orðna til þess að gleðja önn­ur börn sem lifa við fá­tækt, sjúk­dóma og erf­ið­leika með því að gefa þeim jóla­gjaf­ir. Gjaf­irn­ar eru sett­ar í skó­kassa og til þess að tryggja að öll börn­in fái svip­aða jóla­gjöf er mælst til þess að ákveðn­ir hlut­ir séu í hverj­um kassa. „Við mæl­um með því að setja leik­föng, skóla­dót, snyrtidót, föt og sæl­gæti,“seg­ir Gríma Katrín Ólafs­dótt­ir, einn að­stand­enda verk­efn­is­ins. Síð­asti skila­dag­ur í ár er í dag, 10. nóv­em­ber. Það er hægt að skila köss­um inn á Holta­veg 28 til klukk­an fjög­ur. KFUM og K í Úkraínu dreif­ir þeim á mun­að­ar­leys­ingja­heim­ili, barna­spítala og til barna ein­stæðra mæðra. Alltaf fara ein­hverj­ir frá Íslandi til að af­henda gám­inn og fylgj­ast með út­deil­ing­unni eft­ir megni. Gríma Katrín fór um síð­ustu jól

ÞAU GLÖDDUST SVO INNI-

LEGA VIÐ ÞAÐ AÐ FÁ

GJAF­IR.

til að dreifa gjöf­um. „Mér fannst virki­lega erfitt að fara frá þeim. Þau glöddust svo inni­lega við það að fá gjaf­ir og mig lang­aði ekki til að fara, held­ur til þess að gera meira fyr­ir þessi börn,“seg­ir hún frá. –

Gríma Katrín.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.