Nú er bjart

Elísa­bet Ron­alds­dótt­ir, einn af fær­ustu kvik­myndaklipp­ur­um lands­ins, var greind með fjórða stigs krabba­mein fyr­ir rúmu ári en er nú laus við mein­ið.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir [email protected]­bla­did.is

Það geng­ur ekki að lifa í ótta. En það er gott að vera skyn­sam­ur.

Elísa­bet Ron­alds­dótt­ir, fær­asti kvik­myndaklipp­ari lands­ins, var greind með fjórða stigs krabba­mein fyr­ir rúmu ári en er nú laus við mein­ið. Elísa­bet gekkst und­ir ónæm­is­með­ferð í Los Ang­eles og seg­ist óska sér að hér heima á Íslandi sé hægt að byggja upp við­líka þjón­ustu.

Það er blámorg­unn í Vancouver. Elísa­bet Ron­alds­dótt­ir fær sér morg­un­boll­ann á með­an hún ræð­ir góð­ar fregn­ir af heilsu sinni við blaða­mann í Reykja­vík. Elísa­bet var greind með fjórða stigs krabba­mein fyr­ir um það bil ári. Húð­krabba­mein (melanóma) sem hafði dreift sér í bris. Hún er nú laus við mein­ið eft­ir að hafa geng­ist und­ir ónæm­is­með­ferð hjá ein­um fær­asta sér­fræð­ingi Banda­ríkj­anna í slíkri með­ferð, dr. Omid Hamid.

„Ég er í skýj­un­um, það er erfitt að finna orð yf­ir það hversu ham­ingju­söm ég er að fá þessa nið­ur­stöðu,“seg­ir Elísa­bet.

„Það eru svo marg­ir þætt­ir sem koma að bata mín­um. Einn er að hafa rétt­ar trygg­ing­ar, ann­ar er að ég á vini sem fundu lækn­inn minn, dr. Hamid, og fengu hann til að taka við mér.

Ég veiktist alvarlega í Vancouver í Kan­ada og var flutt þaðan til dr. Hamid á Cedars-Sinai-sjúkrahúsið í Los Ang­eles. Ég hef sem bet­ur fer sjald­an far­ið á sjúkrahús. Helst til að eiga blessuð börn­in mín en fór reynd­ar í litla að­gerð á Íslandi þar sem eitlar voru fjarlægðir, það var nokkr­um mán­uð­um áð­ur en ég veiktist fyrst. Það var ein­föld að­gerð og ekk­ert mál. En svo tók þetta sig upp og ég varð svona hræði­lega veik,“seg­ir Elísa­bet.

Eins og í vís­inda­skáld­sögu

Dr. Hamid er stór­kost­leg­ur sér­fræð­ing­ur og virt­ur um all­an heim fyr­ir það sem hann er að gera hjá The Ang­eles Cl­inic. Hann sér­hæf­ir sig í melanómakrabba­meini en vegna þess hve vel geng­ur í þess­um ónæm­is­fræð­um er hann líka far­inn að með­höndla fólk með lungna-, brjóst- og heilakrabba­mein, svo dæmi séu tek­in,“seg­ir Elísa­bet.

„Hann er sér­stök týpa. Ég vissi það um leið og ég hitti hann að ég gæti treyst hon­um. Stund­um reyn­ir mað­ur að hafa ein­hver ítök en ég hef ekki einu sinni yf­ir­borðs­þekk­ingu á þess­um fræð­um. Ég var því feg­in og þakk­lát að gefa hon­um stjórn­ina,“seg­ir Elísa­bet.

Hún seg­ist aldrei hafa kom­ið inn á við­líka sjúkrahús og Cedars-Sinai í Los Ang­eles. „Þetta var eins og geim­stöð. Allt svo glæsi­legt. Stund­um fannst mér lækn­arn­ir vera eins og hóló­grömm. Eins og ég væri í vís­inda­skáld­sögu. Dr. Hamid kynnti mig þar fyr­ir pers­neska hern­um sín­um eins og hann kall­aði læknateym­ið.

Á hverj­um morgni hitti ég sex eða sjö lækna. Ég hitti til dæm­is skurð­lækni á hverj­um morgni, þó að það stæði aldrei til að skera mig. Ég var

ÉG VEIKTIST ALVARLEGA

Í VANCOUVER Í KAN­ADA

OG VAR FLUTT ÞAÐAN TIL

DR. HAMID Á CEDARS

SINAI-SJÚKRAHÚSIÐ Í

LOS ANG­ELES. ÉG HEF SEM

BET­UR FER SJALD­AN FAR­IÐ Á SJÚKRAHÚS. HELST TIL AÐ EIGA BLESSUÐ BÖRN­IN MÍN EN FÓR REYND­AR Í LITLA AЭGERÐ Á ÍSLANDI ÞAR SEM EITLAR VORU FJARLÆGÐIR.

ekki með skurð­tækt mein. Samt gáfu all­ir lækn­arn­ir sér tíma til að fylgj­ast með. Ég geri mér fulla grein fyr­ir því hvað það voru mik­il for­rétt­indi að hljóta þessa með­ferð,“seg­ir hún.

„Þeg­ar dr. Hamid sagði mér að ég þyrfti að fara í já­eindaskanna, þá var ég bara í hug­an­um far­in í ferða­lag. Reynsl­an að heim­an er kostu­leg þar sem mað­ur þarf að ferð­ast milli landa í slík­an skanna. En svo var ég bara kom­in í skann­ann eft­ir kort­er. All­ar rann­sókn­ir voru gerð­ar strax og án umstangs.

Þró­un­in er stór­kost­leg

Það væri mik­il gæfa ef við á Íslandi tækj­um þá ákvörð­un að for­gangsr­aða pen­ing inn í heil­brigðis­kerf­ið og veita fjár­magni í nauð­syn­leg­ar rann­sókn­ir og að­gerð­ir. Það er ekki eins og okk­ur skorti snill­ing­ana og í krafti smæð­ar okk­ar og ríki­dæm­is ætt­um við að geta hald­ið gang­andi heil­brigð­is­þjón­ustu á heims­mæli­kvarða fyr­ir alla Ís­lend­inga. Eitt­hvað sem við öll gæt­um ver­ið stolt af. Ég er samt al­far­ið á móti einka­væð­ingu í heil­brigð­is­geir­an­um og alls ekki á leið­inni í fram­boð,“seg­ir Elísa­bet og skelli­hlær.

Með­ferð­in sem Elísa­bet hlaut hef­ur vak­ið heims­at­hygli. „Þró­un­in er stór­kost­leg, þeir eru að fá Nó­bels­verð­laun­in fyr­ir fram­lag sitt til lækna­vís­inda. En á sama tíma ↣

ÞAÐ GENG­UR EKKI AÐ LIFA Í ÓTTA. EN ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA SKYN­SAM­UR. VERA MEÐVITAÐUR UM HÆTTURNAR. HUGSA

ÁGÆTLEGA UM HEILSUNA.

veit ég að það er mjög per­sónu­bund­ið hvernig fólk tek­ur með­ferð­inni og líka hvernig henni er beitt. Ég fór til dæm­is í stóra gena­rann­sókn áð­ur en með­ferð hófst þar sem dr. Hamid reyndi að greina hvaða lyf myndu henta mér best.

Eins og ég er him­in­lif­andi, þá er ekk­ert sem seg­ir að ein­hver sem fær sömu með­ferð fái sömu nið­ur­stöðu. Pers­neski lækna­her­inn minn og dr. Hamid eru í skýj­un­um yf­ir þessu. Ég losn­aði svo hratt við þetta. Nú er bara ver­ið að trappa mig nið­ur af ster­un­um. Ég hlakka til að sjá bet­ur í and­lit­ið á mér, ég er auð­vit­að svo­lít­ið bólg­in enn­þá. Eins og fullt tungl,“seg­ir hún og hlær.

Spreng­ing í til­fell­um

Elísa­bet seg­ir að þó að hún hafi ver­ið greind með húð­krabba­mein hafi aldrei fund­ist á henni blett­ur.

„Aldrei grun­aði mig að ég myndi fá húð­krabba­mein. Ég er aldrei í sól og það fannst aldrei ill­kynja blett­ur. En lækn­arn­ir sögðu mér frá því að það hefði orð­ið spreng­ing í til­fell­um og það er vegna þess að óson­lag­ið er að þynn­ast,“seg­ir Elísa­bet og seg­ir skað­lega geisla eiga greið­ari leið að fólki. „Þú átt að vera með sól­ar­vörn þó að það sé mið nótt. Þó að það sé rign­ing. Það er eitt­hvað sem við verð­um að skoða líka. Við get­um ekki bara með­höndl­að krabba­mein, við verð­um að verj­ast því líka. Auð­vit­að er besta leið­in að fylgj­ast með blett­um. En þessu finnst mér vert að vara við. Óson­lag­ið er sér­stak­lega þunnt yf­ir Íslandi. Fyrst þeg­ar ég veiktist þá hugs­aði ég með mér að nú væri sól­in í Hollywood að drepa mig. En lík­lega voru það geisl­arn­ir heima.“

Elísa­bet er einn fær­asti og far­sæl­asti kvik­myndaklipp­ari lands­ins og þeg­ar hún veiktist stóð hún á há­tindi fer­ils síns.

Í veik­ind­un­um klippti hún stór­mynd­ina Dea­dpool 2 og nú þeg­ar hún er að ná fullri heilsu er hún til­bú­in að taka aft­ur að sér stærri verk­efni.

„Ég trúi því að það hafi á viss­an hátt hjálp­að mér að hafa fulla vinnu sam­hliða með­ferð­inni. Því ég hafði um eitt­hvað ann­að að hugsa en krabba­mein. Þeg­ar ég út­skrif­að­ist af sjúkra­hús­inu í Los Ang­eles var mér boð­ið að koma aft­ur til vinnu á Dea­dpool sem ég gerði og klár­aði verk­efn­ið. Það fannst mér gott. Ég þurfti síð­an að hafna fullt af spenn­andi verk­efn­um vegna þess að ég var bund­in í með­ferð í borg­inni. En ég hef ver­ið nógu lukku­leg til að fá smærri verk­efni til að halda mér upp­tek­inni í gegn­um með­ferð­ina. Ég er nátt­úru­lega algjör vinnualki,“seg­ir hún og hlær. „Það er al­veg deg­in­um ljós­ara. Mér finnst svo gam­an í vinn­unni. All­ir sem hafa feng­ið krabba­mein finna fyr­ir því hvað þetta er mik­il árás á lík­amann. Hvað mað­ur miss­ir mikla stjórn á lífi sínu. Ég held það sé eng­in ein leið til að tak­ast á við það. Það er per­sónu­bund­ið hvað hent­ar fólki í þess­um að­stæð­um. Ég hef þá barns­legu trú að ég geti nært viss­ar aðstæður með því að hugsa of mik­ið og tala mik­ið um þær, og er því feg­in að hafa haft ann­að að hugsa um en þessi veik­indi,“seg­ir Elísa­bet.

Sátt við sigurör­in

„Í ág­úst ákvað ég að fara aft­ur til Vancouver í verk­efni á veg­um Net­flix,“seg­ir Elísa­bet og seg­ir það hafa ver­ið góða til­finn­ingu að tak­ast á við slæm­ar minn­ing­ar sem hún átti frá borg­inni vegna veik­inda sinna þar.

Elísa­bet seg­ir stuðn­ing ást­vina sína mestu gæfu. Máni Hrafnsson, elsti son­ur henn­ar, kom til henn­ar og hef­ur fylgt henni og að­stoð­að í með­ferð­inni.

„Son­ur minn og börn­in mín öll hafa ver­ið eins og klett­ur. Máni lagði allt til hlið­ar og kom til að vera hjá mér. Ég er tossi og aldrei dett­ur mér í hug að neitt slæmt komi fyr­ir. Bara það að hann hafi kom­ið að sort­era allt í sam­bandi við trygg­ing­ar og ann­að var svo

ótrú­lega mik­il­vægt. Ég hefði aldrei getað gert þetta án hans. Svo var hann bara með mér í marga mán­uði og hann er hér ein­mitt núna,“seg­ir Elísa­bet og kall­ar á son sinn sem gæg­ist á tölvu­skjá­inn og heils­ar blaða­manni. Það er óhætt að segja að mæðg­in­in séu lík.

„Já, við hlæj­um oft að því hversu lík við er­um,“seg­ir Elísa­bet. „Ég er reynd­ar öll orð­in hvít núna. Með hvít­ar augna­brún­ir og augn­hár. Mér fannst þetta ómögu­legt í fyrstu en þeg­ar dr. Hamid sagði mér hvað hann væri glað­ur að sjá mig svona – það þýddi að með­ferð­in væri að virka vel – þá tók ég út­lit­ið í sátt. Þetta eru sigurör­in mín.“

Eng­inn ótti

Hún seg­ist hafa upp­götv­að í veik­ind­un­um að hún væri ekki hrædd

við dauð­ann. „Líf­ið er fall­valt og allt get­ur gerst. Ég verð að segja eins og er að mér finnst ég ekki breytt mann­eskja eft­ir þetta allt sam­an. Ég upp­lifi ekki að ég hafi stærri til­gang í líf­inu. Ég varð ekki fyr­ir trú­ar­legri upp­lif­un. En dauð­inn er ekki eitt­hvað sem ég þarf að hræð­ast og þá veit ég það. Ég fann ekki fyr­ir nein­um ótta. Ég hafði auð­vit­að áhyggj­ur af börn­un­um. En nú er bara orð­ið bjart.“

Hún seg­ir mik­il­vægt að lifa ekki í ótta við að fá krabba­mein. „Nei, það geng­ur ekki að lifa í ótta. En það er gott að vera skyn­sam­ur. Vera meðvitaður um hætturnar. Hugsa ágætlega um heilsuna. Ég er ekk­ert lík­ams­rækt­arnörd en með­ferð­in gekk bet­ur því ég var í góðu formi.

Hlut­ir geta dun­ið yf­ir og það er ágætt að vera und­ir það bú­inn,“seg­ir Elísa­bet.

Eng­in töfra­lausn er fólg­in í ónæm­is­með­ferð. Hún mun ekki virka fyr­ir alla krabba­meins­sjúk­linga og sem st­end­ur er hún fyrst og fremst not­uð hjá ein­stak­ling­um sem eru langt leidd­ir í veik­ind­um sín­um, og þá yf­ir­leitt sam­hliða hefð­bund­inni lyfja­með­ferð.

Ónæm­is­með­ferð við krabba­meini er víða stund­uð í dag, þar á með­al hér á landi, og hef­ur gef­ið góða raun.

MYND/MÁNI HRAFNSSON

MYND/MÁNI HRAFNSSON

„Ég er reynd­ar öll orð­in hvít núna. Með hvít­ar augna­brún­ir og augn­hár. Mér fannst þetta ómögu­legt í fyrstu en þeg­ar dr. Hamid sagði mér hvað hann væri glað­ur að sjá mig svona – það þýddi að með­ferð­in væri að virka vel – þá tók ég út­lit­ið í sátt. Þetta eru sigurör­in mín,“seg­ir Elísa­bet Ron­alds­dótt­ir sem gekkst und­ir svo­kall­aða ónæm­is­með­ferð við krabba­meini.

MYND/MÁNI HRAFNSSON

„Dauð­inn er ekki eitt­hvað sem ég þarf að hræð­ast og þá veit ég það,“seg­ir Elísa­bet.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.